Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 4
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR4
milljarðar evra
er sú upphæð
sem Grikkir
þurfa að fá frá
ESB og AGS til að geta greitt
næstu afborganir.
130
GRIKKLAND Þrátt fyrir að vera í
kapphlaupi við tímann hafa grísku
stjórnarflokkarnir ekki getað
komið sér saman um viðbrögð við
kröfum frá Evrópusambandinu og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um enn
harðari aðhaldsaðgerðir.
Gríska stjórnin verður að fall-
ast á þessar aðgerðir, eða sýna með
öðrum hætti hvernig hún ætlar sér
að draga meira saman í ríkisfjár-
málum, ætli hún sér að fá frekari
fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS
upp á 130 milljarða evra.
Næstu stóru gjalddagar ríkis-
skuldanna verða í mars. Fái Grikk-
ir ekki peningana frá ESB og AGS
geta þeir ekki greitt af skuldun-
um, og þar með verður gríska ríkið
komið í greiðsluþrot.
Grísk stjórnvöld hafa undan-
farna viku átt í ströngum viðræð-
um, ekki bara við fulltrúa AGS og
ESB, heldur einnig við fulltrúa lán-
ardrottna sinna. Lúkas Papademos
forsætisráðherra hefur auk þess
staðið í ströngu við að fá stjórnar-
flokkana til að koma sér saman um
aðgerðir, en íhaldsflokkurinn Nýtt
lýðræði hefur þverneitað að fall-
ast á kröfur um enn frekar launa-
lækkanir hjá ríkisstarfsmönnum
og fleiri uppsagnir í opinbera geir-
anum.
Mikil andstaða hefur verið, jafnt
meðal þingmanna sem alls almenn-
ings, við kröfurnar frá ESB og
AGS.
Samdráttur hefur verið í grísku
efnahagslífi fimm ár í röð. Nærri
tvö ár eru síðan gríska ríkið byrj-
aði að draga saman seglin með
ströngum aðhaldsaðgerðum, sem
bitnað hafa illa á öllum almenningi.
Þær aðgerðir hafa ekki dugað til að
koma ríkisfjármálum á réttan kjöl.
Atvinnuleysið er nærri 20 pró-
sent og flest heimili eiga í miklum
erfiðleikum með að ná endum
saman.
Þolinmæði Evrópusambandsins
virðist hins vegar vera á þrotum.
Þjóðverjar beita grísk stjórnvöld
hörðum þrýstingi og nú um helgina
vildi Claude Juncker, leiðtogi ríkja-
hóps evrusvæðisins, ekki lengur
útiloka þann möguleika að Grikk-
land verði hreinlega gjaldþrota.
Antonis Samaras, leiðtogi íhalds-
manna, sagði í gær að lánardrottn-
ar Grikklands séu að „biðja um
meiri kreppu, sem landið getur
ekki þolað. Ég er að berjast með
öllum tiltækum ráðum gegn
þessu“.
Georg Papandreú, leiðtogi
sósíalista, er sömuleiðis andvíg-
ur sumum af þeim kröfum, sem
Grikkjum er gert að uppfylla.
Hann er á móti því að laun verði
lækkuð og vill að ríkið taki að sér
rekstur bankanna, að minnsta kosti
tímabundið.
Viðræðum verður haldið áfram á
morgun í von um að takast megi að
koma saman einhvers konar mála-
miðlun á síðustu stundu.
gudsteinn@frettabladid.is
GENGIÐ 03.02.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,07
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,43 123,01
193,92 194,86
161,31 162,21
21,699 21,825
21,065 21,189
18,237 18,343
1,6051 1,6145
189,90 191,04
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ÞJÓÐKIRKJAN Séra Gunnar Sigur-
jónsson, sóknarprestur í Digra-
neskirkju, hefur boðið sig fram
til embættis
biskups Íslands.
Hann er sjöundi
presturinn sem
býður sig fram
í embættið en
framboðsfrest-
ur rennur út 29.
febrúar.
„Ég býð mig
ekki fram til
embættis bisk-
ups Íslands
vegna þess að ég telji mig vera
betur til þess fallinn en aðra,
heldur vegna þess að ég ber
traust til alls þess góða fólks sem
hefur hvatt mig áfram í starfi
mínu. Ég vil taka höndum saman
með þeim sem vinna vilja Þjóð-
kirkjunni til heilla með því að
gera veg Krists sem mestan
meðal fólks,“ segir Gunnar í
yfirlýsingu sinni. - fb
Sjöunda biskupsframboðið:
Séra Gunnar
býður sig fram
SÉRA GUNNAR
SIGURJÓNSSON
EFNAHAGSMÁL Útflutningur í
janúar var 12 milljörðum króna
verðmætari en innflutningur,
samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu Íslands. Verðmæti
útflutnings, reiknuð á fob, námu
tæpum 49,3 milljörðum króna.
Verðmæti innflutnings nam 37,2
milljörðum króna.
Þetta er viðsnúningur frá des-
ember þegar vöruskiptajöfnuður
var óhagstæður um 640 milljónir
króna. Vöruskipti við útlönd árið
2011 voru jákvæð um tæplega 97
milljarða króna. Flutt var út fyrir
um 619 milljarða króna en inn
fyrir um 522 milljarða króna. - kóp
Vöruskipti hagstæð:
Mun meira
flutt út en inn
Grísku stjórnarflokkarnir
ósammála um aðgerðir
Kröfur ESB og AGS um frekari aðhaldsaðgerðir mæta harðri mótstöðu eins stjórnarflokkanna. Ströng
fundarhöld alla helgina skiluðu litlum árangri. Grikkir eru að falla á tíma því óðum styttist í gjalddaga.
ENGIN SVÖR Poul Thomsen frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Matthias Mors frá framkvæmdastjórn ESB og Klaus Masuch frá Seðla-
banka ESB ganga af fundi með Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NEYTENDUR Að minnsta kosti tvö
matvælafyrirtæki hér á landi
hafa ákveðið að taka upp holl-
ustumerkið Skráargatið á völd-
um vörum. Þó er ekki búið
að innleiða merkið form-
lega hér á landi.
Skráargatið sést
á umbúðum nýs
skyrdrykkjar frá
Mjólkursamsöl-
unni og á morgun-
korninu Bygga, frá
matvælafyrirtækinu
Árla. Í Skandinavíu
hefur merkið verið notað
í fjölda ára, en vörur þurfa að
uppfylla ströng innihaldsskilyrði
til að leyfilegt sé að nota það á
umbúðunum.
Atvinnuveganefnd
Alþingis lagði til á
fimmtudag að þings-
ályktunartillaga um
Skráargatið verði
samþykkt. Í því
felst að sjávarút-
vegs- og landbúnað-
arráðherra beiti sér
fyrir því að hægt sé að taka upp
merkið við íslenska matvæla-
framleiðslu.
Neytendasamtökin hafa lengi
beitt sér fyrir því að merkið
verði innleitt hingað til lands.
Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri
Neytendablaðsins, furðar sig þó
á því að fyrirtæki séu nú þegar
farin að markaðssetja vörur
sínar með Skráargatinu, sér í
lagi þar sem umsagnir Samtaka
atvinnulífsins og Samtaka iðnað-
arins fólu í sér töluverða gagn-
rýni á innleiðingu merkisins.
- sv
Atvinnuveganefnd Alþingis vill að hollustumerki verði formlega tekið í notkun:
Tvö fyrirtæki nota Skráargatið
SKRÁARGATIÐ Hefur ekki
verið innleitt formlega.
KAUPMANNAHÖFN, AP Hákon, krón-
prins Noregs, og krónprinsessan
Mette-Marit voru meðal farþega
sem þurftu að yfirgefa flugvél
SAS-flugfélagsins eftir að reykur
kom upp í farþegarýminu.
Alls voru 135 manneskjur um
borð í vélinni sem var á leið til
Óslóar. Farþegarýmið fylltist
af reyk vegna vélarbilunar og
þurftu allir farþegarnir að rýma
vélina á Kastrup-flugvellinum.
Mette-Marit, sem er þekkt fyrir
flughræðslu sína, þakkaði áhöfn
SAS á Twitter-síðunni. - fb
Hákon og Mette-Marit óhult:
Reykur í flug-
vél kóngafólks
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
-7°
-11°
-5°
-6°
-9°
-3°
-3°
20°
4°
10°
11°
27°
-3°
-2°
15°
-5°Á MORGUN
Strekkingur V-til,
annars hægari.
MIÐVIKUDAGUR
5-13 m/s,
hvassast V-til.
3
7 8
5
6
6
59
8
7
6 13
12
13
16
7
3
6
8
5
14
10
5
2
4
0
-1
3
4
4
4
6
VINDASAMT og
blautt S- og V-
lands næstu daga.
Hlýtt í dag, að 12
stigum en kólnar
til morguns. Vægt
frost N- og A-til
á miðvikudag.
Úrkoma A-til á
morgun en annars
að mestu þurrt og
nokkuð bjart.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður