Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 46
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Í tilefni Vetrarhátíðar mun Reykjavík Bók- menntaborg UNESCO glæða vetrarmyrkrið lífi með því að varpa ljóðum og skáldskap í bland við myndir af skáldum á vel valda glugga í miðbænum. Staðirnir eru Mokka- kaffi á Skólavörðu- stíg, Laugavegur 11, Trúnó/Barbara við Laugaveg, Hress- ingarskálinn í Aust- urstræti og Hlemm- ur, en allir tengjast þessir staðir skáldum og skáldskap órofa böndum. Textarnir eiga það sameiginlegt að tak- ast á við myrkrið og kallast þannig á við þema hátíðarinnar í ár, „Magnað myrk- ur“. Þeir eru allir eftir þekkt borgarskáld svo sem Stein Stein- arr, Dag Sigurðarson, Ástu Sigurðardóttur og Lindu Vilhjálms- dóttur svo einhver séu nefnd. Skáldagluggar eru samstarfsverkefni Bókmenntaborgarinn- ar og Gunnars Gunn- arssonar og verða kvikir alla Vetrarhá- tíðina frá fimmtudags- kvöldinu 9. febrúar til mánudagsmorguns þess 13. Skáldagluggar á frægum kaffihúsum DAGUR SIGURÐARSON Er meðal skálda sem guða munu á glugga kaffihúsa. Hefst fimmtudaginn 9. febrúar Frá höfundum Lost FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Mikil gleði ríkti í stærstu deild Listaháskóla Íslands síðdegis á föstudag er hún flutti úr Skipholti 1 í Þver- holt 11. Þar með jókst rými hennar úr 3.000 fermetrum í 4.000 og lofthæð, birta og útsýni til muna. „Við eigum eftir að móta þetta hús- næði algerlega eftir okkar þörfum, sem er rosalega spennandi,“ segir Jón Cleon Sigurðsson, formaður nemendafélags Listaháskólans, um hið nýja húsnæði arkitekta- og hönnunardeildar skólans í Þver- holti 11, hús sem eitt sinn var merkt DV í bak og fyrir. Hera Guðmundsdóttir, nemandi á 3. ári í fatahönnun, tekur undir með Jóni. „Við erum komin með miklu meira pláss en áður og stór hluti af því er ætlaður fyrir opna fyrirlestra og hvers kyns móttökur. Það gerir okkur líka mögulegt að opna sýn- ingarnar okkar fyrir fleiri en bara samnemendur.“ Húsið í Skipholti 1 sem Lista- háskólinn er að flytja úr hefur til- heyrt honum frá því skólinn var stofnaður 1998 og hefur verið musteri listsköpunar mun lengur því þar var Myndlista- og handíða- skólinn til húsa í áratugi. Það hús- næði var orðið þröngt og óvistlegt enda segir Jón Cleon nemendur stundum hafa nefnt það „Skitholt“ sín á milli. Viðbrigðin verða mikil að komast í Þverholtið því þar er hátt til lofts og vítt til veggja fyrir þennan 240 manna vinnustað og útsýnið er vítt. Meðal þess sem tekur miklum breytingum við flutningana er aðstaða kennara sem áður þurftu að undirbúa kennsluna meira og minna heima hjá sér. Nú fá þeir gott rými á 4. hæð, þeirri sömu og aðalskrifstofur skólans eru á. Nemendaverkstæðin eru á neðri hæðunum, einnig veitingaaðstaða sem verður opin almenningi. „Við ætlum að opna skólann meira út í samfélagið,“ segir Hera. Já, segir Jón Cleon „Það má líka segja að hann sé stoðdeild innan íslensks samfélags því við hönnum í raun- inni framtíð Íslands.“ gun@frettabladid.is Gerbyltir aðstöðu bæði nemenda og starfsfólks NÓG PLÁSS Fatahönnunarnemendurnir byrjaðir að koma sér fyrir í nýju rými. FLUTNINGAR Nemendur og starfsfólk hjálpuðust að við að flytja húsgögnin yfir götuna. MYNDIR/STEFÁN Hjálmar H. Ragnarsson rektor lét ekki sitt eftir liggja í flutningum Listaháskólans milli húsa í Holtunum. Hann gaf sér þó tíma til að sýna ljósmyndara blaðsins bókasafn skólans sem búið er að koma fyrir á 6. hæð. Þar dró hann líka upp úr rassvasanum lítinn hlut og sagði sögu hans: „Þegar við stofnuðum skólann 1998 þá kom stjórnarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson myndlistar- maður á fund með þennan grip. Þetta er núllpunktur og markaði upphaf skólans. Núllpunkturinn gefur fólki pláss til að búa eitthvað til úr engu eins og listamenn gera þegar þeir búa til tónverk eða hvað sem er. Þessi gripur hefur verið tákn skólans og alltaf átt stað á fundarborði hans. Þar sem hann er, þar er skólinn.“ Hjálmar er afar ánægður með nýja húsnæðið en segir það þó ekki mega gleymast að Listaháskóli Íslands sé eftir sem áður á þremur stöðum í borginni. „Draumurinn er að allur skólinn komist í eitt hús og verði þungamiðja listsköpunar á Íslandi.“ NÚLLPUNKTURINN TÁKN SKÓLANS REKTORINN „Þetta er núllpunkturinn sem Kristinn E. Hrafns- son myndlistarmaður gaf skólanum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur BUXNARULLUARÍUR eftir Mozart og Gounod eru meðal þess sem verður á dagskrá Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg sem haldnir verða á morgun. Buxnarulluaríur eru lög þar sem söngkona klæðist buxum og syngur hlutverk ungra stráka. FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.