Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 14
14 13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR
AF NETINU
Ágætislag sem vann
Mundu eftir mér sigraði eins og
þú veist og fer til Baku í Kristals-
höllina ægilegu sem er klædd með
húðflögum misþyrmds verkafólks.
Jónsi og nýstirnið Gréta Salóme
sungu og léku ástfangið par á
miðöldum. Fólk til sveita söng
bakraddir. Gréta er dóttir Krist-
ínar Lillendahl (gæti málað allan
heiminn elsku mamma) svo það
er stutt í talentinn. Þetta er ágætis
lag, heyranlegur klassi yfir því og ég
spáði því sigri þótt Stattu upp hefði
alveg mátt vinna frekar því það var
haldið með því heima hjá mér.
Nú er um að gera að halda í hráa
myrka víkingafílinginn í laginu.
Taka jarðarfararstemminguna alla
leið. Alls ekki að poppa það upp né
létta. Pétur Örn má alls ekki raka sig
og hinn karlinn þarf að safna meira
skeggi. Helst á að syngja lagið á
íslensku áfram. Það væri langmest
töff. Lagið flýgur svo eflaust upp úr
forkeppninni og lendir í 2.-8. sæti.
drgunni.wordpress.com
Gunnar Lárus Hjálmarsson
Millistéttinni blæðir
Breiðfylkingin ætlar að gera það;
Lilja Móses líka og sumir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins eru tilkippilegir:
stórfelldar tilfærslur frá millistétt-
inni til óreiðufólksins sem skuldar
enn 100 prósent af andvirði 400
fermetra húsanna þrátt fyrir niður-
greiðslur frá Hæstarétti.
Ef fram heldur sem horfir þá
eiga 80 prósent þjóðarinnar ekki
talsmenn á þingi vegna þess að
pólitíkin snýst um að bjarga þeim
skuldseigustu sem jafnframt
eru iðulega þeir háværustu og
kröfuhörðustu.
pallvill.blog.is
Páll Vilhjálmsson
Fyrir jólin birtist í Fréttablaðinu gott grein-arkorn um þá ágætu norsku söngkonu Sis-
sel Kyrkjebø og m.a. að hún hefði við minn-
ingarathöfnina um þá sem dóu í morðunum
vibjóðslegu í Ósló og Útey sungið ljóð Nor-
dahls Grieg „Til æskunnar“, sem þar var nefnt
sálmur. Undirritaðan langar af því tilefni að
hafa nokkur orð um ljóðið og skáldið.
„Til ungdommen“ mætti svo sem vel kalla
lofsöng en ekki sálm, enda var skáldið Nordahl
Grieg enginn trúmaður en algjör friðarsinni
og mikill mannvinur. Hann var frægur í Nor-
egi og víðar, skrifaði ljóð, leikrit, sögur o.fl.
Umdeildur var hann og einkum fyrir stjórn-
málaskoðanir sínar, hann var sannur sameign-
arsinni og kommúnisti. Hann trúði vissulega
of einlæglega á sósíalisma í Sovétríkjun-
um, eins og margir góðir hugsjónamenn og í
trausti þess unnu slíkir ótrúleg afrek í kjara-
og jafnréttismálum allrar alþýðu.
Á hans tímum var heldur ekki í augsýn nein
önnur leið út úr ömurlegum kapítalisma og
enn skelfilegri fasisma og nasisma, þegar t.d.
Vestur lönd létu allt eftir Hitler í þeirri von að
hann eyddi Sovétríkjunum og meintum sósíal-
isma í þeim. Nasistar voru reyndar almennt
kristnir vel og margir „góðir“ trúmenn, börð-
ust undir kjörorðinu: „Gott mitt uns!“, m.a.
gyðingahatur þeirra átti sér og ekki síst rætur
í skelfilegum ofsóknum kristni og kirkju á
hendur gyðingum á öldum áður.
Nordahl barðist gegn innrás Þjóðverja í
Noreg, flýði til Englands, varð foringi í hern-
um, aðallega sem maður frétta og upplýsing-
ar þar. Hann fórst í sprengjuflugvél sem skot-
in var niður yfir Þýskalandi. Var um tíma á
Íslandi ásamt konu sinni, leikkonunni Gerd
sem lék þar. Hann eignaðist góða vini hér, ekki
síst skáldið Magnús Ásgeirsson sem þýddi
mörg ljóða hans og ljóðabókin „Friheten“ var
fyrst gefin út hér. „Til ungdommen“ er óður
og ákall friðar- og mannvinarins til æskunnar
og enginn sálmur, enda er það bull að kristin
trú sé friðartrú, öll saga hennar sannar annað.
Hákristnir leiðtogar hafa og margir verið
einhverjir mestu fjöldamorðingjar sögunnar.
Norðmenn og reyndar fleiri, svo sem Danir,
hafa þetta kvæði mjög í heiðri. T.d. var það
söngur grunnskóla tveggja barna minna þar.
Þá þýddi ég það á íslensku. Það er engin tilvilj-
un að Sissel skyldi fengin til að syngja þetta
ljóð við nefnda minningarathöfn. Mér sýnist
ekki úr vegi að birta það hér og gjarnan þýð-
ingu mína líka:
Nordahl Grieg:
TIL UNGDOMMEN
Kringsatt av fiender gå inn i din tid!
Under en blodig storm - vi dig til strid!
Kanske du spør i angst, udekket åben:
hvad skal jeg kjæmpe med, hvad er mitt våben?
Her er ditt vern mot vold, her er ditt sverd:
troen på livet vårt, menneskets verd.
For al vår fremtids skyld, søk det og dyrk det,
dø om du må – men: øk det og styrk det!
Stilt går granatenes glidende bånd.
Stans deres drift mot død, stans dem med ånd!
Krig er forakt for liv. Fred er å skape.
Kast dine krefter inn: døden skal tape.
Elsk – og berik med drøm alt stort som var!
Gå mot det ukjente, fravrist det svar.
Ubygde kraftverker, ukjente stjerner –
skap dem med skånet livs dristige hjerner.
Edelt er mennesket, jorden er rik!
Finnes det nød og sult, skyldes det svik.
Knus det! I livets navn skal urett falle.
Solskin og brød og ånd eies av alle.
Da synker våbnene maktesløs ned!
Skaper vi menneskeverd, skaper vi fred.
Den som med højre arm bærer en byrde,
tung og umistelig, kan ikke myrde.
Dette er løftet vårt fra bror til bror:
vi vil bli gode mot menneskets jord.
Vi vil ta vare på skjønnheten, varmen –
som om vi bar et barn varsomt på armen!
TIL ÆSKUNNAR
Umsetinn óvinum efldu þér dug.
Þótt geisi stríð á storð, strengdu þinn hug.
Ef þú í ótta spyrð, óvarinn, smeykur:
Hvað get ég gagnast nú? Gakktu þá keikur!
Hér er þitt vopn í vörn, verjur og sverð:
Mennskan og manngildið, mat þitt og gerð.
Framtíðin birtu ber, burt með þinn efa,
þótt líf að veði vænt, verðirðu að gefa.
Sprengjurnar springa um lönd, spara öll grið.
Hertu því hugans mátt, heimtaðu frið!
Stríð fyrirlítur líf, lífið er friður.
Vopnanna kremdu klær. Kveð dauðann niður!
Elskaðu ást í draum um allt gott sem var!
Haltu því hulda á vit, heimtaðu svar.
Óunnin stórvirki, óþekkt að kanna.
Efl það með afrekum ódeyddra manna.
Mikil er manneskjan, mannanna jörð!
Líði einhver nauð og neyð, níð er sú gjörð.
Brjóttu á bak aftur bannsetta þrjóta!
Matar og andans auðs allra er að njóta.
Þá kæfa vilji og von vopnanna klið.
Sköpum við manngildi, sköpum við frið.
Sá sem með brosi ber byrði á armi,
varlega, viðkvæma, veldur ei harmi.
Heit þetta bróðir ber bróður í gjörð:
Mest allra metum við mannanna jörð.
Fegurð og hlýju heitt höldum í barmi -
eins og við bærum barn blíðlega á armi!
(Snarað: Eyvindur P. Eiríksson,
rithöfundur og fv. lektor.)
„Til æskunnar!“
Þann 13. jan. sl. er viðtal við Jakob Frímann Magnússon,
formann FTT (Félag tónskálda
og textahöfunda) í Fréttablaðinu.
Fyrirsögn greinarinnar er að
YouTube hefur hafnað beiðni
FTT um að greiða höfundar-
réttargjöld í sjóði íslenskra rétt-
hafa. Það er skoðun Jakobs að
við Íslendingar eigum heimsmet
í YouTube- og Facebook-notkun.
Í beinu framhaldi finnst honum
rökrétt að ætla að við Íslending-
ar eigum heimsmet í þjófnaði af
FTT í formi ólöglegs niðurhals á
íslenskri tónlist. Þess vegna svíð-
ur þeim að geta ekki gjaldfært
okkur vegna þessa meinta þjófn-
aðar okkar.
Fyrir liggur að YouTube hefur
hafnað kröfunni. Þá er lausn FTT
að þjófkenna alla Íslendinga sem
nota netið og þeir krefjast ákveð-
ins gjalds af hverri nettengingu.
Það er algjörlega óháð notkun
viðkomandi netnotanda og því
hvort viðkomandi hleður nokkurn
tíma niður tónlist. Jakob vitnar í
að þetta yrði þá sambærilegt og
þegar þeir síðast þjófkenndu alla
Íslendinga sem kaupa skrifan-
lega geisladiska. Þeir komust þá
upp með að fá fasta upphæð af
hverjum seldum skrifanlegum
geisladisk án tillits til hvaða nota
geisladiskurinn var keyptur.
Svona framkoma er algjörlega
út í hött og ótrúlegt að hugsa sér
að FTT hafi fengið og fái ennþá,
fasta fjárhæð af hverjum seldum
skrifanlegum geisladisk á Íslandi
óháð notkun. Helst minnir þetta
mig á ránsfeng, þar sem hið opin-
bera er í hlutverki handrukkar-
ans. Allur þjófnaður er ólíðan-
legur og rétt er að taka undir
sjónarmið FTT um að þeir sem
stela eiga að borga. Með því að
FTT komst upp með að rukka alla
kaupendur skrifanlegra geisla-
diska eru þeir búnir að þjófkenna
alla kaupendur skrifanlegra
geisladiska. Það er fullt af net-
tengdu fólki, sem aldrei hleður
niður tónlist, né skrifar tónlist á
geisladiska. Og ég leyfi mér að
fullyrða að flest fólk vill vera
heiðarlegt og borga fyrir sína
tónlist.
Borið saman við þjófnað úr
verslunum þurfa vissulega allir
viðskiptavinir að bera kostnað-
inn, þar sem álagning verslun-
arinnar þarf að vera meiri. Sú
rýrnun er vel mælanleg og er
einfaldlega mismunur á magni
keyptrar og seldrar vöru. FTT er
hins vegar ekki með áþreifanlega
vöru og hefur ekki neina mögu-
leika á að meta umfangs þessa
„meinta þjófnaðar“. Þess hagur
er vitaskuld að meta umfangið
sem mest, þ.e. ef áform ganga
eftir. En þeir mega ekki komast
upp með að ætla að hver einasti
maður með nettengingu sé stel-
andi af þeim. Þeir ættu vissulega
að hafa sönnunarbyrðina og þeir
mega ekki komast einhliða upp
með að fylla sjóði sína með því
að rukka neytendur um þjónustu,
sem þeir eru sannanlega ekki að
nota.
Í lokin vil ég geta þess að mörg
okkar höfum margborgað höf-
undarrétt. Þ.e. fyrst af keyptri
gamaldags hljómplötu, síðan af
geisladisk með sömu tónlist og
svo þegar maður mætir í klipp-
ingu borgar rakarinn stefgjöld
fyrir sama lag og viðskiptavinur-
inn er búinn að borga af.
Látum ekki þessa óhæfu yfir
okkur ganga.
Þjófkenndur af FTT!
Menning
Eyvindur P.
Eiríksson
rithöfundur
Höfundarréttur
Dagþór
Haraldsson
skrifstofumaður
Helst minnir
þetta mig á ráns-
feng, þar sem hið opin-
bera er í hlutverki hand-
rukkarans.