Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 2
13. febrúar 2012 MÁNUDAGUR2 SPURNING DAGSINS 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 591 4000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11 ástæður FÓLK Söng- og leikkonan Whitney Houston er látin, 48 ára að aldri. Hún lést á hótelherbergi í Beverly Hills aðfaranótt laugardags. Hún er talin hafa drukknað í baðkari. Whitney Houston var ein merk- asta söngkona heims, þekktust fyrir lög á borð við I Will Always Love You og Saving All My Love For You. Eiturlyfjaneysla og stormasamt hjónaband Houston og söngv- arans Bobby Brown varpaði skugga á glæsilegan feril henn- ar í seinni tíð. Houston lést skömmu áður en hún ætlaði að mæta í veislu á vegum plötumógúlsins Clive Davis í tengslum við afhendingu Grammy-verðlaunanna í Los Angeles. - afb Whitney Houston látin: Fannst á hótel- herbergi sínu WHITNEY HOUSTON ALÞINGI Skotíþróttamenn hafa óskað eftir fundi með innan- ríkisráðherra vegna athuga- semda sem þeir gera við drög að nýjum vopnalögum, sem opin- beruð voru fyrir nokkru. „Við erum búnir að óska eftir fundi en höfum ekki fengið svar,“ segir Halldór Axelsson, formaður Skotíþróttasambands Íslands. Sambandið sendi inn breytingartillögur og vonast til þess að tekið verði tillit til þeirra. Verði frumvarpsdrögin að lögum óbreytt þýðir það endalok þriggja skotfimiíþróttagreina að mati sambandsins. - bj Skotíþróttamenn ósáttir: Bíða eftir fundi með ráðherra UMHVERFISMÁL Þrír bændur telja að Ísafjarðar- bær beri ábyrgð á því tjóni sem þeir urðu fyrir af völdum díoxín-mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal. Lögmaður bændanna hefur skrifað Ísafjarðarbæ, sem átti og rak Funa, og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til bótaskyldu. Í bréfinu segir einnig að bændurnir hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna mengunarinnar. Næstu vikur og mánuðir fari í að meta tjónið og ekki sé ósennilegt að leita þurfi til dómkvaddra mats- manna, náist ekki samkomulag við sveitarfélagið. Eftir að málið kom upp þurfti að slátra öllu búfé á bænum Efri-Engidal og Kirkjubóli í Skutulsfirði. Auk þess þótti nauðsynlegt að slátra sjö kálfum frá Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði þar sem þeir komu allir frá Efri-Engidal. Fengu bændurnir ekkert greitt fyrir afurðirnar enda var þeim fargað. Hinn 11. janúar síðastliðinn var aflétt banni á nýt- ingu fóðurs frá svæðinu. „Niðurstöðurnar breyta hins vegar engu um þann búfénað sem var eða er mengaður, né heldur breyta niðurstöðurnar banni á nýtingu eldra fóðurs frá Engidal. Áfram er því bann við nýtingu afurða þeirra dýra sem alin voru á fóðri frá svæðinu þegar mengunin var meiri en nú er,“ segir í bréfi lögmannsins til sveitarfélagsins. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir umsögn Andra Árnasonar, bæjarlögmanns Ísafjarðarbæjar, um málið. - shá Bændur telja Ísafjarðarbæ ábyrgan fyrir tjóni vegna díoxín-mengunar frá Funa: Vilja skýr svör um bótaskyldu SORPBRENNSLAN FUNI Díoxín fannst í kjöti, mjólk og fóðri með þeim afleiðingum að bændur misstu lífsviðurværi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VÍSINDI Eldflaug af tegundinni Vega verður skotið á loft í fyrsta sinn, rétt fyrir hádegi í dag. Geimferðastofnun Evrópu hefur unnið að þróun flaugarinnar síð- ustu níu ár. Flaugin mun flytja níu gervi- hnetti á braut um jörðu, en helsta markmiðið með Vega-flaugunum er að sjá til þess að evrópskir aðilar hafi eigin skotaðstöðu og flaugar og verði því síður háðir öðrum ríkjum, til dæmis Rússum, við að skipuleggja geimskot. Flauginni, sem er um 30 metr- ar á lengd, verður skotið upp frá Frönsku-Gvæana, í Suður-Amer- íku. - þj Ný geimflaug í jómfrúarferð: Vega-flaug á loft í fyrsta sinn ALLT TIL REIÐU Fyrstu flauginni af gerðinni Vega verður skotið upp í dag, ef fram fer sem horfir. MYND/ESA TÚRKMENISTAN, AP Ekki er mikilla tíðinda að vænta úr forsetakosn- ingunum sem fóru fram í Túrk- menistan í gær. Sitjandi forseti, Gúrbangúllí Berdímúkhamedov, á sigur vísan þar sem enginn af sjö mótfram- bjóðendum hans hefur háð kosn- ingabaráttu að ráði. Hann var fyrst kjörinn fyrir fimm árum og hefur fetað sömu braut leiðtoga- dýrkunarinnar og forveri hans, Túrkmenbashi. Túrkmenistan, sem áður var hluti af Sovétríkjunum, er ríkt af auðlindum, en nokkuð þykir vanta upp á frelsi almennings. - þj Túrkmenar kjósa forseta: Litlar líkur á ósigri forsetans GRIKKLAND Gríska þingið fjallaði í gær um aðgerðaáætlun sem felur í sér stórfelldan niðurskurð ríkisút- gjalda. Afgreiða þarf áætlunina til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á sama tíma mótmæltu tugþús- undir á götum Aþenu. Lögregla beitti táragasi á fólkið, sem fellir sig ekki við aukinn niðurskurð. Evangelos Venizelos fjármála- ráðherra Grikkja sagði á þinginu að landið færi lóðbeint á hausinn yrði áætlunin ekki samþykkt. Grikkir mótmæla enn: Gjaldþrot án nýrra aðgerða Þorsteinn, eru menn þá að skegg-appa sig upp? „Það er að minnsta kosti ljóst að menn skeggræða þetta á kaffistof- um landsins.“ Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri Nokia hjá Hátækni, segir nýja uppfærslu, eins konar skegg-app, standa til boða þeim sem upplifa það að andlitshár þeirra truflar tal í síma með snertiskjá. LEIKHÚS „Ég er að átta mig á því núna hversu heppinn ég hef verið að ekki fór verr,“ segir Halldór Gylfason, sem leikur huglausa ljónið í uppfærslu Borgarleik- hússins á Galdrakarlinum í Oz. Á 48. sýningu leikritsins á laugar daginn varð óhappið sem Halldór vísar til. „Ég er að koma inn á sviðið og er í miðri setningu þegar ég hverf ofan um hlera á gólfinu. Það eru um fjórir metr- ar frá hleranum og niður á gólfið undir sviðinu, en ég dett fyrst um einn metra og lendi á lyftu og fer þaðan niður á gólf,“ lýsir Halldór. Halldór var klæddur í þykkan ljónsbúning, sem hann telur að hafi tekið af honum fallið. „Svo átti ég auðvitað ekki von á þessu og var alveg slakur, svona eins og þegar fullur karl dettur af hest- baki. Það hefur örugglega hjálp- að.“ Fyrir tilviljun var leikarinn og leikstjóri verksins, Bergur Þór Ingólfsson, á meðal áhorfenda og varð því vitni að slysinu, líkt og aðrir með augun á sviðinu. Hann hljóp strax baksviðs til að athuga með Halldór, sem hvatti Berg til að taka við kyndlinum sem hug- lausa ljónið. Þar sem ljóst var að Halldór var ekki alvarlega slasaður sam- þykkti Bergur það. Hann klædd- ist búningi ljónsins, steig á svið og útskýrði fyrir áhorfendum hvað hefði komið fyrir. Svo klár- aði hann sýninguna í hlutverki ljónsins og stóð sig með prýði. Á meðan á þessu stóð var Hall- dór fluttur með sjúkrabíl upp á spítala, þar sem staðfest var að hann væri óbrotinn. Hann var hins vegar nokkuð lemstraður, tognaður í baki og með verki í hálsi og höfði. Í gær var 49. sýning á Galdra- karlinum í Oz og í þetta sinn leysti leikstjórinn Halldór af alla sýninguna. Halldór vonast hins vegar til þess að komast fljótlega aftur á svið. „Ég er mun betri í dag en í gær. Þetta er vonandi bara tognun og mar, ég er bjartsýnn á að jafna mig á þessu á nokkrum dögum,“ segir hann. Mannleg mistök réðu því að hlerinn var opinn á vitlausum tíma. Vinnueftirlitið er búið að taka út aðstæður og tekin hefur verið ákvörðun um að framveg- is geti aðeins einn maður opnað hlerann á meðan á sýningu stend- ur, til að koma í veg fyrir að svip- að óhapp geti átt sér stað aftur. holmfridur@frettabladid.is Hrapaði fjóra metra í miðri leiksýningu Vinnuferlum verður breytt í Borgarleikhúsinu eftir að Halldór Gylfason leikari féll niður um hlera í miðri leiksýningu á laugardaginn. Fallið kom Halldóri svo á óvart að hann var „slakur eins og fullur karl á hestbaki“ og slapp óbrotinn. HALLDÓR SEM HUGLAUSA LJÓNIÐ Áhorfendum á 48. sýningu á Galdrakarlinum í Oz á laugardaginn brá í brún þegar Huglausa ljónið hvarf niður um hlera á gólfinu í miðri sýningu. Fallið var um 4 metrar. MYND/BORGARLEIKHÚSIÐ Ég er mun betri í dag en í gær. Þetta er vonandi bara tognun og mar, ég er bjartsýnn á að jafna mig á þessu á nokkrum dögum. HALLDÓR GYLFASON LEIKARI LÖGREGLUMÁL Karlmaðurinn sem varð fyrir hrottalegri árás á heimili sínu á Þórshöfn aðfara- nótt sunnudags er ekki í lífs- hættu, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Maðurinn, sem er á áttræðis- aldri, var illa haldinn þegar hann kom á sjúkrahúsið. Hann var mikið skorinn og lemstraður eftir árásina, meðal annars með höfuð- áverka. Árásin átti sér stað rétt eftir miðnætti. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á þrítugsaldri, braust inn á heimili þolandans og réðist á hann meðal annars með hníf að vopni. Lögregla kom skömmu síðar á staðinn og var árásarmaðurinn þá enn á vettvangi og var handtek- inn í framhaldinu. Hann var drukkinn þegar árásin átti sér stað, en lögregla telur að árásarmaðurinn hafi talið sig eiga einhver óuppgerð mál við húsráð- anda. Þar sem málið telst upplýst er ekki talin þörf á því að fara fram á gæsluvarðhald yfir árásarmann- inum. - þj Ráðist á mann á áttræðisaldri á heimili hans á Þórshöfn: Taldi sig eiga óuppgerð mál FRÁ ÞÓRSHÖFN Árásarmaðurinn réðist inn á heimili mannsins á Þórshöfn. Lög- regla handtók hann þar, en sleppti svo lausum eftir að málsatvik urðu ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.