Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 2
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR2 DÓMSMÁL „Það þarf ekki síst að vekja athygli á þessum yfirgangi hjá borginni,“ segir Arngunnur R. Jónsdóttir, sem enn á ný glímir við þakhýsi sem nágrannar höfðu áður fjarlægt eftir dóm Hæstaréttar en hafa nú sett upp aftur í kjölfar breytinga á deiliskipulagi í Húsa- hverfi í Grafarvogi. Eigendur Suðurhúsa 4 komu fyrir viðbyggingu á þaki húss síns í ágúst 2006. Borgin hafði gefið út byggingarleyfi án þess að sinna því að setja fram kvæmdina í grenndarkynningu. Því gafst nágrönnum ekki tækifæri til að gera athugasemdir við þakhýsið. Í ljós kom að viðbyggingin var í andstöðu við þágildandi deili- skipulag. Eigendur Suðurhúsa 4 létu því hífa bygginguna af húsi sínu í desember 2008. „Það gengu aldrei frá þakinu að fullu – eins og þau gerðu ráð fyrir að viðbyggingin kæmi aftur á sama stað. Síðan fór borgin í að breyta deiliskipulaginu í hverfinu. Í því fólst að þau gætu sett þak- hýsið upp aftur,“ segir Arngunnur og undirstrikar að við deiliskipu- lagsbreytinguna hafi eingöngu verið horft til aukins fermetra- fjölda en ekki til þess hvort byggt væri upp eða til hliðar eða hvernig götumyndin yfirleitt ætti að vera. Um miðjan ágúst í fyrra var þakhýsið komið upp að nýju. Arn- gunnur og maður hennar kærðu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sem ekki varð við kröfu þeirra um að ógilda nýja deiliskipulagið. Nefndin sagði gamla skipulagið aldrei hafa verið virt sem skyldi. Áhrifin gagnvart Suðurhúsum 2 væru ekki slík að leitt gæti til ógildingar. Arngunnur segir lögfræðing sinn á annarri skoðun. Í l ögunum sé skýrt að ekki megi breyta skipulagi til samræmis við þegar gerðar framkvæmdir sem ekki hafi uppfyllt lagaskilyrði. Málið er nú aftur komið til dómstóla. „Þessi bygging er einfaldlega að eyðileggja fyrir okkur,“ segir Arngunnur. „Hún tekur af okkur sól og útsýni og það eru gluggar á þessum turni sem snúa beint út að stofunni hjá okkur svo þaðan er útsýni inn til okkar.“ Ekki hvað síst segist Arngunnur ósátt við hlut Reykjavíkurborgar sem í engu hafi tekið tillit til hags- muna þeirra hjóna. Málavextina rekur hún nánar í grein sem bíður birtingar í Fréttablaðinu. „Það þarf að varpa ljósi á það gegndar- lausa ofríki sem viðgengist hefur í borginni af hálfu skipulagsyfir- valda,“ segir meðal annars í grein- inni. gar@frettabladid.is Þakhýsi dæmt niður en komið upp aftur Hjón í Grafarvogi höfða nýtt dómsmál vegna þakhýsis sen nágrannar fjarlægðu 2008 eftir dóm Hæstaréttar í kjölfar málareksturs hjónanna. Deiliskipulagi var síðar breytt. Þakhýsið er nú aftur komið á sama stað – ofan á húsi nágrannana. Í SUÐURHÚSUM 2 Hjónin í Suðurhúsum 2 fengu því áorkað með atbeina Hæstaréttar að þakhýsi nágranna þeirra var tekið niður. Nú er það komið upp aftur og blasir við þeim út um borðstofugluggann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÆMD OFAN AF HÚSINU Viðbyggingin í Suðurhúsum 4 var fjarlægð í desember 2012. MYND/STÖÐ 2 SKÓLAMÁL Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hyggst skipa starfshóp til að greina hvernig nýta megi Húsdýragarðinn og umhverfi hans í Laugardal til fræðslustarfs með börnum og unglingum. Í frétt á heimasíðu Reykja- víkurborgar er vitnað í greinar- gerð með tillögu Samfylkingar og Besta flokks þar sem segir að á fundum starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, kennara og skólastjórnenda á liðnu hausti hafi það verið „sameiginleg sýn að nýta mætti garðinn enn betur til að flétta saman skólastarf og markmið aðalnámskrár“. Með þessu móti mætti efla fræðslu um líffræði og umhverfis- mál og raunvísindi almennt. - þj Skólayfirvöld í Reykjavík: Vilja nýta Hús- dýragarðinn Í HÚSDÝRAGARÐINUM Borgaryfirvöld vilja nýta frekar Húsdýragarðinn og umhverfi hans í skólastarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKATTAMÁL „Við höfum fengið mikil og jákvæð við- brögð við þessari frétt. Fjöldi fólks hefur haft sam- band og spjallað við okkur um þetta í kjölfarið,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringar- þjónustu Íslands- banka. Þar vísar Björn til umfjöllunar sem birtist í Frétta- blaðinu í byrjun febrúar þar sem fjallað var um valmöguleika fólks þegar kemur að sparn- aði barna. Í fréttinni benti Björn á að skynsamlegra gæti verið að geyma sparnað barna í verð- bréfasjóðum, til dæmis ríkis- skuldabréfasjóðum, fremur en á bankabók. Þannig mætti auka vaxtavexti og minnka greiddan fjármagnstekjuskatt. Björn segist ekki vera í aðstöðu til að sjá hvort margir hafi beinlínis flutt sparnað sinn en segir þó ljóst að margir hafi farið að velta þessum hlutum fyrir sér í kjölfarið. „Sumir vildu spjalla við okkur um skynsam- legustu sparnaðarleiðirnar. Aðrir vildu kanna hvar sparnaður barna þeirra væri geymdur og enn aðrir vildu ganga úr skugga um að hann væri alveg örugglega í ríkis- skuldabréfasjóð- um,“ segir Björn. Hann segir mik- ilvægt að skoða vel þá valmöguleika sem séu til staðar þegar sparað sé til langs tíma. Lítill vaxtamunur og áhrif skatta geti þá breytt miklu. - mþl Mjög jákvæð viðbrögð við umfjöllun Fréttablaðsins um sparnað barna: Margir kannað stöðu barnasparnaðar BJÖRN BERG GUNNARSSON Hólmkell, er barnalán betra en fé? Já, blessun vex með barni hverju sem les. Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður er ánægður með þá fjölgun útlána á barnabókum sem hefur orðið að undan- förnu á Amtsbókasafninu á Akureyri. FORSETI Forseti Íslands verður að fara að gefa upp hvort hann ætli að gefa kost á sér til endurkjörs í sumar eða ekki. Þetta er mat Kristján Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, og Róberts Marshall, þingmanns Samfylkingar. Framboðs frestur rennur út þann 26. maí næstkomandi. Fjölmiðlar hafa ítrekað reynt að ná sambandi við Ólaf Ragnar að undan- förnu, en án árangurs. Örnólfur Thorsson forseta ritari segir fyrirspurnir fjölmiðla varðandi mögulegt endurkjör forseta ekki fara í gegn um skrifstofuna. „Það eru margir miðlar sem hafa farið fram á viðtöl en ég veit ekki hvort hann hafi hugsað sér að tala við einn miðil. Hann mundi þá frekar tala við marga í einu,“ segir Örnólfur. Ólafur Ragnar vildi ekki koma í viðtal við Fréttablaðið. Kristján sagði í Silfri Egils í gær að það sé vart boðlegt lengur að bíða þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti taki af allan vafa um hvort hann gefi kost á sér í forsetakosningum í sumar eða ekki. Róbert segir forsetann ókurteisan að vera ekki búinn að skýra hvort hann muni sækjast eftir forsetastólnum áfram, einum og hálfum mánuði eftir nýársávarp sitt. Samkvæmt nýlegri könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar tvö vill rúmlega helmingur landsmanna að Ólafur sækist eftir endurkjöri. - sv Forseti Íslands hefur enn ekki upplýst þjóðina hvort hann muni áfram gefa kost á sér í embætti: Þingmenn gagnrýna þögn Ólafs Ragnars SÍÐASTA ÁR ÓLAFS RAGNARS? Frestur til að gefa kost á sér til forseta í næstu kosningum rennur út í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEPAL Tveggja barna móðir lést eftir að hafa verið brennd lifandi í Nepal á föstudaginn. Það voru fjölskyldumeðlimir konunnar sem réðust að henni og kveiktu í en þau höfðu hana grunaða um að leggja álög á veika ættingja sína. Lögreglan í Nepal handtók tíu manns, þar af fimm konur og einn átta ára strák. Öll hafa þau játað og verða kærð fyrir morð. Nágrannar konunnar gerðu lögreglunni viðvart en sam- kvæmt þeim var konan laminn með prikum og steinum áður en hún var brennd. Yfirvöld í Nepal ætla að gefa börnum konunnar tæpar tvær milljónir íslenskra króna í skaðabætur. - áp Nornaveiðar í Asíu: Kona brennd lifandi í Nepal ÍRAN Íran hefur ákveðið að stöðva sölu á olíu til breskra og franskra fyrirtækja. Þetta tilkynnti olíu- málaráðherra Írans í gær og segir á heimasíðu ráðuneytisins að Íran- ir ætli að einbeita sér að því að selja olíu til nýrra viðskiptavina. Aðildarríki Evrópusambands- ins hafa áður samþykkt að hætta innflutningi á olíu frá Íran frá og með 1. júlí næstkomandi. Sú ákvörðun var tekin til að þrýsta á Írani að hætta tilraunum sínum með kjarnorkuvopn. Kjarnorku- stofnun Sameinuðu Þjóðanna telur sig hafa upplýsingar um að Íranir séu að þróa slík vopn en því hafa þeir alfarið neitað. - áp Íran hættir að selja olíu: Íran lokar á Breta og Frakka ms- ðið a- tt - ir Egyptar, lmenningur, lögreglunni ótbolta- tudags-étu lífið í sætis-g landsins n sagðist rnusam-g hafi lög- r. stuðn- að og - gb ptalandi: og her m jóðarsorg var lýst di vegna atburð-NORDICPHOTOS/AFP SKATTAMÁL Hægt er að auka ávöxt- un af sparnaði barna talsvert með því að fjárfesta í verðbréfasjóðum, til dæmis ríkisskuldabréfasjóðum, fremur en að spara á barnabókum. Á þetta bendir Björn Berg Gunn-arsson, fræðslu-s t j ó r i V Í B , eignastýringar-þjónustu Íslands-banka. Upp á síðkast-ið hefur farið fram nokkur umræða um áhrif fjármagns-tekjuskatts á sparnað barna og hafði Íslandsbanki samband við Fréttablaðið í kjölfar nokkurra greinaskrifa um málið.Eftir að grein birtist í Frétta- blaðinu þar sem fjallað var um að börn borguðu fjármagnstekju- skatt segir Björn Berg að skoðað hafi verið hvort ekki væri einhver leið fyrir börn að ávaxta peninga sína án þess að borga fjármagns- tekjuskatt. „Það er sem sagt tekinn 20 prósenta skattur af öllum fjár- magnstekjum sem greiddar eru út. Þegar peningur er á bankabók eða í stökum skuldabréfum er ekki hægt að komast hjá því að fá greidda út vexti sem þarf þá við hver áramót að greiða skatt af. Ef hins vegar er sparað í til dæmis ríkisskulda- bréfasjóði þá borgar sjóðurinn aldrei út neina vexti heldur vex hann einfaldlega og þar með hlut- deild eigenda í sjóðnu skatturinn kh og þá eru börnin orðin fjárráða og njóta frítekjumarksins.“ Börn eru samkvæmt skilgrein- ingu ekki fjárráða og hafa því ekki 100 þúsund króna frítekjumark af fjármagnstekjum sínum eins og aðrir. Börn geta nýtt frítekjumark foreldra sinna en fullnýti foreldr- arnir frítekjumark sitt ber börn- um að greiða 20 prósent fjármagns- tekjuskatt af sparnaði sínum. Þar sem sparnaður barna er í flestum tilfellum hugsaður til langs tíma getur skatturinn dregið verulega úr ávöxtun sparnaðarins þar sem vaxtavextir minnka og greiddur skattur verður hærri. Björn segir að megininntakið í hugleiðingum sínum sé að vaxta- vextir skipti mjög miklu máli þegar sparað sé til langs tíma. „Það er svo sárt að það sé alltaf verið að klípa 20 prósent af allri ávöxtun sem gerist þegar vextir eru borgaðir út. Vaxtavextir verða minni fyrir vikið. Og þetta er auðvitað orðið enn sársaukafyllra eftir að fjármagns- tekjuskatturinn var hækkaður úr 10 prósentum í 20,“ segir Björn að lokum. magnusl@frettabladid.is Bankabók ekki alltaf besta geymsla sparnaðar barna Þar sem börn undir 18 ára aldri eru ekki fjárráða hafa þau ekki frítekjumark. Það getur dregið talsvert úr ávöxtun sparnaðar barna á bankabókum. Fræðslustjóri VÍB bendir á að hægt sé að komast hjá vandanum. BJÖRN BERG GUNNARSSON Setja má upp einfalt dæmi sem sýnir fram á þann mun sem verður á ávöxtun sparnaðar barns eftir því hvar sparnaðurinn er geymdur. Segjum sem svo að 100.000 krónur séu l til hliðar á 5 ára afmæli barns 1 janúa 2 ráð fyrir að vextir sparn ð 3% Þ í sinn hlut 188 565 kvaxt Dæmi af sparnaði barna* nýr samn- aki gildi 1. maí og verður verkið boðið út á næstu vikum. Nýr samningur á að gilda til 2015 þegar stefnt er á að taka nýja ferju í notk n. Rekstrarstjóri Herj- ólfs sagði við Eyjafréttir í gær að vegna þessa sé búið að segja upp öllum samningum við starfsfólk, birgja og þjónustuaðila. - þeb stað-apríl 2008 þegar fuð-g Milestone sem heimilum nokkurra stjórn- enda og stjórnarmanna félaganna tveggja. Til rannsóknar eru meðal j d009. Skiptastjóri bús félagsins hefur höfðað nokkur riftunarmál á hendur fyrr- verandi eigendum og starfsmönn- um vegna gerninga sem áttu sér stað inni í félaginu áður en það var tekið til gjaldþrotaskipta. - þsj Sparnaður á bankabók – 5% vextir Tími Sparnaður Vextir á árinu Skattur* Niðurstaða Núvirt** 1. jan 2012 100.000 kr. 5.000 kr. 1.000 kr. 104.000 kr. 100.971 kr. 1. jan 2013 104.000 kr. 5.200 kr. 1.040 kr. 108.160 kr. 101.951 kr. ... 1. jan 2023 153.945 kr. 7.697 kr. 1.539 kr. 160.103 kr. 112.293 kr. 1. jan 2024 160.103 kr. 8.005 kr. 1.601 kr. 166.507 kr. 113.383 kr. 1. jan 2025 166.507 kr. Raunávöxtun**: 13,38% Raunávöxtun á ári**: 0,97%* Þar sem barn undir 18 ára aldri hefur ekki frítekjumark þarf það að greiða 20% skatt ** Gert er ráð fyrir 3% verðbólgu á ári Sparnaður í ríkisskuldabréfasjóði – 5% vextir Tími Sparnaður Vextir á árinu Skattur Niðurstaða Núvirt** 1. jan 2012 100.000 kr. 5.000 kr. 0 kr. 105.000 kr. 101.942 kr. 1. jan 2013 105.000 kr. 5.250 kr. 0 kr. 110.250 kr. 103.921 kr. ... 1. jan 2023 171.034 kr. 8.552 kr. 0 kr. 179.586 kr. 125.958 kr. 1. jan 2024 179.586 kr. 8.979 kr. 88.565 kr.* 188.565 kr. 128.404 kr. 1. jan 2025 188.565 kr.Raunávöxtun**: 28,40% Raunávöxtun á ári**: 1,94%* Við 18 ára aldur er barnið komið með eigið frítekjumark og þarf því ekki að greiða skattinn. ** Gert er ráð fyrir 3% verðbólgu á ári MEXÍKÓ Að minnsta kosti 38 fang- ar létu lífið í Norður-Mexíkó eftir að átök brutust út í Apodaca fangelsinu. Yfirvöld öryggis- mála segja að fangavörðum var mútað eða þvingaðir til að opna dyr milli álma innan fangelsins. Blóðug átök brutust út með fyrr- greindum afleiðingum en einnig var eldur kveiktur í klefunum. 3000 fangar er í fangelsinu og var verið að bera kennsl á líkin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem blóðug átök brjótast út í fangelsi í Mexíkó en í janúar lét 31 fangi lífið í uppgjöri milli gengja í Altamira fangelsinu. -áp Slagsmál fanga í Mexíkó: Á fjórða tug létust í átökum Farfuglarnir komnir Fyrstu farfuglarnir eru komnir til landsins. Hópur sílamáfa sást þann 10. febrúar við Seltjarnarnes og í gær sást einn fullorðinn sílamáfur við Hornafjörð. Þetta er heldur snemmt fyrir fuglana að leita hingað til lands, er fram kemur á vefnum fuglar.is. NÁTTÚRA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.