Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 4
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR4 GENGIÐ 17.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,2186 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,1 123,68 195,08 196,02 161,86 162,76 21,771 21,899 21,574 21,702 18,325 18,433 1,5566 1,5658 190,12 191,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Fáðu lánuð heyrnartæki og finndu muninn FJARSKIPTI Póst- og fjarskiptastofn- un (PFS) stefnir að því að bjóða út tíðnir fyrir fjórðu kynslóð farsíma- þjónustu (4G) síðar á árinu. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. PFS endurútgaf á dögunum tíðniheimildir fyrir farsíma- þjónustu á 900 MHz og 1800 MHz tíðnisviðunum til næstu tíu ára. Síminn hf. og Fjarskipti ehf. fengu heimildir, á báðum tíðni- sviðum og Nova ehf. og IMC Íslands ehf. á 1800 MHz tíðni sviðinu. Með endurútgáfu leyfanna er innheimt gjald að upphæð tæplega 116 milljóna króna sem rennur í fjarskiptasjóð. - þj Póst- og fjarskiptastofnun: Tíðni fyrir 4G boðin út í ár VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 6° 3° 4° 4° 1° 2° 2° 19° 8° 13° 7° 19° 2° 6° 13° -1° Á MORGUN Strekkingur eða allhvasst S- og V-til annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur á V-fjörðum og allra austast annars hægari. -3 0 -2 -2 -1 -2 -5 1 1 3 3 5 5 6 3 6 5 6 8 15 5 6 5 -2 3 1 2 4 3 0 -2 -2-1 UMHLEYPINGAR eru framundan í veðrinu. Í dag kóln- ar í norðanátt og má búast við éljum norðanlands en björtu veðri syðra fyrri hluta dags. Á morgun gengur í suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnan og vestan til og hækk- andi hitastigi í bili. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Stjórn Fjármálaeftir- litsins (FME) tilkynnti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra stofnunarinnar, á föstudag að til standi að segja honum upp störfum. Gunnar hefur gegnt starfi forstjóra FME frá því í apríl 2009 en hann hefur frest til dagsins í dag til að andmæla ákvörðun stjórnarinnar. „Ég og lögmaður minn kláruðum andmæli mín nú í dag [í gær] og þau verða send inn á morgun [í dag]. Síðan sjáum við bara hvað gerist,“ segir Gunnar Þ. Andersen. Formlega hefur Gunnari þó enn ekki verið sagt upp störfum og segir Aðal- steinn Leifsson, stjórnarformað- ur FME, óvíst hvort svo verði. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að segja Gunnari upp störfum og ég veit ekki hvort sú ákvörðun verði tekin,“ segir Aðalsteinn og bætir við að í kjölfar umfjöllunar Kast- ljóss hafi stjórnin sett ítarlegt og faglegt ferli af stað til að fara yfir efnisatriði málsins. Málið hafi ratað inn í opinbera umræðu áður en því ferli hafi verið lokið sem sé miður. Auk Aðalsteins skipa stjórn- ina Arnór Sighvatsson, aðstoðar- seðlabankastjóri, og Ingibjörg Þor- steinsdóttir, dósent. Tilkynning stjórnarinnar til Gunnars byggir á álitsgerð sem Ástráður Haraldsson, hæsta- réttarlögmaður, og Ásbjörn Björns- son, endurskoðandi, unnu að ósk stjórnarinnar um hæfi Gunnars. Forsaga málsins er sú að árið 2010 vann Andri Árnason, hæsta- réttarlögmaður, greinargerð um hæfi Gunnars í tilefni af um fjöllun í skýrslu rannsóknar nefndar Alþingis um ákveðin viðskipti Landsbankans og aflandsfélaga hans fyrir um áratug. Þá starfaði Gunnar sem framkvæmdastjóri hjá bankanum. Þáverandi stjórn FME fjallaði um álitið og sá ekki ástæðu til að aðhafast. Í nóvember á síðasta ári fjallaði Kastljós svo um störf Gunnars fyrir Landsbankann og hélt því fram að nýjar upplýsingar hefðu komið fram um hæfi hans. Í kjölfarið ósk- aði núverandi stjórn FME eftir því að Andri færi yfir um fjöllunina og mæti hvort eitthvað hefði komið fram sem breytti upphaflegu áliti hans. Andri skilaði niðurstöðu 13. janúar síðastliðinn og breytti í engu niðurstöðum sínum. Þegar leitað var til Andra í seinna skiptið var einnig ákveðið að kalla til lögfræðing og endurskoðanda sem myndu yfir- fara mat Andra. Seinna var leitað til Ásbjarnar og Ástráðs til að sinna því hlutverki. Var það mat Ásbjarnar og Ástráðs að fram hafi komið upp lýsingar um atvik í starfi Gunnars fyrir afla- ndsfélög Lands bankans sem séu til þess fallin „að kasta rýrð á hæfi Gunnars Þ. Andersen til að gegna starfi forstjóra [FME]“. Enn frem- ur segir í greinar gerðinni að upp- lýsingar um atvikin geti truflað starfsemi FME og tafið fyrir upp- byggingu trausts á starfsemi stofn- Stjórnarformaður FME segir Gunnar ekki vera rekinn Gunnari Þ. Andersen, forstjóra FME, var tilkynnt á föstudag að til standi að segja honum upp störfum. Stjórn FME byggir ákvörðunina á nýrri álitsgerð sem unnin hefur verið um hæfi Gunnars til að gegna for- stjórastarfinu. Stjórnarformaður FME segir hins vegar enga ákvörðun hafa verið tekna, málið sé enn í ferli. ARNÓR OG GUNNAR Gunnar Andersen til hægri ásamt Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra, sem er einn þriggja stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félag forstöðumanna ríkisstofnana sendi frá sér ályktun um mál Gunnars Andersen í gær. Þar segir að óvægin aðför hafi verið gerð að Gunnari Þ. Andersen og enn fremur að mikilvægt sé að hæfnismat forstöðumanna byggi á faglegum atriðum en ekki tilfinningum eða huglægum þáttum. Gunnar segist þakklátur fyrir stuðning félagsins. Aðspurður hvort hann taki undir þá fullyrðingu að að honum hafi verið gerð óvægin aðför svaraði Gunnar: „Hvernig get ég verið ósammála því?“ Óvægin aðför að Gunnari Braut upp útidyrahurð Karlmaður braut upp útidyrahurð á Laugavegi hjá fyrrum kærustu sinni aðfaranótt sunnudags. Vildi karl- maðurinn eitthvað ræða við konuna, sem vildi ekki tala við hann og kallaði á lögreglu sem vísaði manninum frá. Lögreglan kallaði á smið sem sá um að hurðin var löguð. LÖGREGLUFRÉTTIR LETTLAND Lettar hafa hafnað því að gera rússnesku að öðru opinberu tungumáli landsins en tveir þriðju þjóðarinnar kusu í þjóðaratkvæða- greiðslu um helgina. 75 prósent þeirra sem kusu vilja ekki að rúss- neska verði annað tungumál lands- ins en atkvæðagreiðslan var liður í ná sáttum milli mismunandi þjóð- arbrota í landinu. Um einn þriðji íbúa landsins eru Rússar sem hafa kvartað yfir mis- munun en innfæddir Lettar telja að þjóðaratkvæðagreiðslan sé liður í að herja á sjálfstæði lands- ins. - áp Öðru tungumáli hafnað: Lettar vilja ekki tala rússnesku SVÍÞJÓÐ Sænskur maður sem fannst á föstudag eftir tveggja mánaða dvöl í bíl sínum án matar er á batavegi. Að sögn lækna er hann vakandi og fær um að eiga tjáskipti. Hitastigið utan við bílinn fór lægst niður í -30 gráður og telja læknar að snjórinn utan við bílinn hafi breytt honum í eins konar snjóhús og þar með komið í veg fyrir að maðurinn dæi úr kulda. Maðurinn er talinn heita Peter Skyllberg og vera 44 ára gamall. Hann fannst nálægt bænum Umeå í Norðaustur-Svíþjóð á föstudag þegar vegfarendur á snjósleðum komu af tilviljun auga á bíl manns- ins sem var umkringdur snjó. Þurftu mennirnir að grafa sig í gegnum metra af snjó áður en þeir sáu Skyllberg liggja veikburða í aftursæti bílsins í svefnpoka. Að sögn lögreglu hafði maðurinn dvalið í bílnum frá 19. desember án annarrar næringar en snjós. Þá var hann varla fær um tala eða hreyfa sig þegar hann fannst. Enn er óljóst hvernig það kom til að maðurinn festist í bíl sínum en vegnum sem bíllinn festist á er ekki haldið við. - mþl Sænskur maður sem fannst nær dauða en lífi í bíl á föstudag er á batavegi: Matarlaus í bíl í tvo mánuði í norður Svíþjóð NÆRRI UMEÅ Í SVÍÞJÓÐ Peter Skylleberg festist í bíl sínum 19. desember síðastliðinn og fannst nær dauða en lífi á föstudag. NORDICPHOTOS/AFP AÐALSTEINN LEIFSSON unarinnar. Þá séu atvikin til þess fallin að draga megi í efa trúverð- ugleika Gunnars en tekið er fram í greinargerðinni að það sé huglæg niðurstaða. Á þessu mati virðist ákvörðun stjórnar FME byggð. Í álitsgerðinni segir þó einnig að þessi atvik leiði ekki til vanhæfis Gunnars til að gegna skyldum for- stjóra. Þá kemur fram í henni eft- irfarandi mat höfunda: „Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á að vandasamt kynni að verða að finna til starfans einstakling sem án athugasemda stenst skoðun af þessum toga.“ Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði frétt af ákvörðun stjórnar FME í gegnum fjölmiðla á föstudag. Þá sagði hann mikil- vægt að fullt traust ríkti bæði inn á við og út á við á starfsemi FME. Þá mun efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjalla um uppsögn Gunnars á fastafundi sínum í dag. magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.