Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 8
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR8 Tilefni fundarins er nýbirt skýrsla um úttekt á fjárfestingum, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar, sem er að finna á heimasíðunni stafir.is/sjodurinn/frettir/nr/253. Kaflinn um Stafi hefst á bls. 115 í 4. bindi skýrslunnar. Stjórn Stafa lífeyrissjóðs Sjóðfélagafundur Stafa Stjórn Stafa lífeyrissjóðs boðar til sjóðfélagafundar á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík þriðjudaginn 21. febrúar 2012 kl. 17:10. S t ó r h ö f ð a 3 1 | 11 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 6 9 3 0 0 0 | w w w . s t a f i r . i s VINNUMARKAÐUR Vinnumálastofnun og velferðarráðuneyti í sam- starfi við Reykjavíkurborg, Kópa- vogsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Reykjanesbæ kynntu fyrir helgi nýtt vinnumarkaðsúrræði sem er beint að ungu fólki á bótum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir mikilvægt að koma til móts við þetta fólk sem hafi í mörgum tilfellum aldrei hlotið reynslu af vinnumarkaði. „Við viljum ná til þessa hóps og sjá til þess að þetta verði virkir einstaklingar á vinnumarkaði,“ segir Gissur og heldur áfram: „Við teljum mikilvægt að koma þessu fólki í vinnu eða starfsþjálfun svo þetta verði ekki bara framtíðar- skjólstæðingar velferðarkerfis- ins.“ Svokallað atvinnutorg fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 16 til 25 ára var opnað í gær. Þangað getur ungt fólk í atvinnuleit leitað og fengið einstaklings miðaða ráð- gjöf við atvinnuleitina. Þá munu svið, stofnanir og fyrirtæki sveitar félaganna bjóða ungmenn- um til sín í starfsþjálfun eða þá í tímabundin störf sem gefa eiga þeim tækifæri til að öðlast starfs- reynslu. Vinnumálastofnun birti á þriðju- dag atvinnuleysistölur fyrir janúar sem leiddu í ljós að atvinnuleysi minnkaði lítillega í mánuðinum. Vakti það athygli þar sem atvinnu- leysi eykst yfirleitt í janúar vegna árstíðabundinna þátta. Fækkun atvinnuleitenda nú var helst rakin til þess að tvö úrræði Vinnumála- stofnunar runnu út um áramótin. Var þar annars vegar um að ræða úrræði sem miðaði að því að koma atvinnuleitendum í nám og hins vegar úrræði sem var ætlað til þess að styðja við fólk með skert starfshlutfall. Gissur segir það ljóst að úr ræðin hafi skilað tilætluðum árangri. „Námsúrrræðið lukkaðist mjög vel. Þetta eru um þúsund einstak- lingar sem fóru af atvinnuleysis- skrá nú um áramótin sem hafa þá haldið áfram í námi eftir fyrsta misserið. Komið hefur í ljós að brottfall meðal þessara nemenda hefur verið miklu minna en hjá öðrum nemendum,“ segir Gissur og bætir við að hitt úrræðið hafi einnig skilað talsverðum árangri. Það hafi þó alltaf verið hugsað til bráðabirgða og nú hafi það verið metið sem svo að tími væri kominn til að leyfa því að renna út. Loks segir Gissur að þó aukinn kraftur hafi verið að færast í vinnumarkaðinn á síðustu mánuðum sé tími sérstakra úrræða fyrir atvinnu leitendur ekki liðinn. Enn hafi rúmlega fimm þúsund manns verið án atvinnu í meira en tólf mánuði og forgangsatriði sé að koma til móts við þennan hóp. magnusl@frettabladid.is Atvinnulaust ungt fólk fær starfsreynslu Fjögur sveitarfélög hyggjast veita ungu fólki á bótum starfsreynslu með tímabundnum störfum. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir sértæk úrræði hafa borið árangur og fagnar framtakinu. ATVINNUTORG REYKJAVÍKUR OPNAÐ Jón Gnarr, borgarstjóri, og Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, voru við opnun atvinnutorgs Reykjavíkur sem er til húsa að Kringlunni 1. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Hópur sér fræðinga á Landspítala og við Læknadeild Háskóla Íslands hefur hlotið stóran styrk til að rannsaka áhrif bólusetningar gegn alvarlegum sýkingar valdi — bakteríutegund sem veldur algengum sýkingum eins og eyrnabólgum, lífshættu- legum blóðsýkingum og heila- himnu- og lungnabólgu. Fyrirhugað er að rannsaka ýmsa þætti í faraldsfræði bakteríunnar — pneumókokka — og áhrif bólu- setninga gegn þeim á heilsu manna, sýklalyfjaofnæmi, kostnað og útbreiðslu. Rannsóknin á að standa í þrjú ár og kostnaður er áætlaður nálægt einni milljón evra, eða 160 milljóna íslenskra króna. Lyfja- risinn GlaxoSmithKline (GSK) greiðir kostnaðinn með styrk. Rannsóknin hafði fyrr fengið styrk frá Vísindasjóði Landspítala. Um nokkurra ára skeið hefur verið til bóluefni gegn nokkrum algengum tegundum þessarar bakteríu sem hefur verið notað í mörgum löndum Evrópu og í Banda- ríkjunum með góðum árangri. Á síðastliðnu ári hófust sambærilegar bólusetningar gegn pneumókokkum á Íslandi með bóluefni frá GSK og er nú öllum börnum á fyrsta aldurs- ári boðin slík bólusetning að kostn- aðarlausu. - shá Rannsóknarhópur LSH og HÍ fær stóran styrk frá lyfjarisanum GlaxoSmithKline: Rannsaka áhrif bólusetningar ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslunni hefur borist beiðni frá samtökum Mið-Ameríkuríkja um aðstoð vegna baráttu þeirra við ólög legar fisk- veiðar. Beðið er um aðstoð við að útfæra eftirlit og vöktun en vegna sérþekkingar sinnar fær Gæslan reglulega boð víða að úr heimin- um þar sem óskað er eftir kennslu og fyrirlestrum varðandi upp- byggingu, skipulag og árangur á eftirlits- og vöktunarkerfum. Gylfi Geirsson, sérfræðingur hjá Gæslunni, mun taka að sér kennslu í Hondúras nú í vikunni en hann tók að sér hliðstæða kennslu í Zaragoza á Spáni árið 2011. Námskeið hans útskýrir notkun kerfanna við eft- irlit á hafinu, almenna landhelgis- gæslu, fiskveiðieftirlit, landamæra- eftirlit, eftirlit með hvers konar ólöglegri starfsemi, neyðarþjónustu sem og leit og björgun. Mun Gylfi einnig fjalla um NEAFC (North East Atlantic Fisheries Commiss- ion) og árangur samtakanna í bar- áttu við ólöglegar (IUU) fiskveiðar á NA-Atlantshafi, en hann er jafn- framt formaður fiskveiðieftirlits- nefndar samtakanna. - shá Fjölbreytt verkefni í miðlun upplýsinga og kennslu: Landhelgisgæslan berst gegn sjóræningjaveiðum Á REYKJANESHRYGG 2006 Lengi vel fór mikill tími í að vakta miðin út af Reykjanesi. MYND/LHG BÓLUSETNING Foreldrar ársgamalla barna geta fengið fría bólusetningu gegn bakteríu sem veldur eyrnabólgum, alvar- legum blóðsýkingum og heilahimnu- og lungnabólgu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RANNSÓKNIR Landsvirkjun hefur úthlutað 58 milljónum úr Orku- rannsóknasjóði sínum. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála. Sex doktorsnemar og tíu meistara nemar hlutu styrki að upphæð 11 milljónir króna. Þá var 47 milljónum króna úthlutað til rannsóknarverkefna, bæði nýrra verkefna sem og framhaldsstyrkir til verkefna sem þegar hafa verið styrkt. - shá Landsvirkjun úthlutar: Nám og rann- sóknir styrkt SVÍÞJÓÐ Sífellt fleiri íbúar í Stokk- hólmi fara fram á að rafrænum sjúkraskrám um þá sé lokað. Árið 2009 voru þeir 416 en 2.222 í fyrra. Alls hefur 4.193 rafrænum sjúkraskrám verið lokað að beiðni sjúklinga, þar af 60 prósentum á sviði geðlækninga. Kerfið er talið auka öryggi í meðferð sjúklinga þar sem heil- brigðisstarfsmaðurinn getur séð allar fyrri sjúkdómsgreiningar viðkomandi í því. Samkvæmt sænskum lögum á að gera sjúklingum ljóst um hvað rafræna sjúkraskrárkerfið snýst. Sjúklingar eiga einnig rétt á að vita að þeir geti stöðvað upp- lýsingaflæðið, að því er segir á fréttavef Dagens Nyheter. - ibs Sjúklingar í Svíþjóð varkárir: Sífellt fleiri láta loka rafrænum sjúkraskrám 1. Hvert er íslenska heiti sjúkdóms- ins endómetríósu? 2. Hvað heitir yfirlæknir Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins? 3. Hvaða íslensku hljómsveit tengist Ana Maria Unnsteinsson fjölskylduböndum? SVÖR: 1. Legslímuflakk 2. Kristján Sigurðsson 3. Retro Stefson VEISTU SVARIÐ? Við teljum mikilvægt að koma þessu fólki í vinnu eða starfsþjálfun svo þetta verði ekki bara fram- tíðarskjólstæðingar velferðar- kerfisins. GISSUR PÉTURSSON FORSTJÓRI VINNUMÁLASTOFNUNAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.