Fréttablaðið - 20.02.2012, Side 11

Fréttablaðið - 20.02.2012, Side 11
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2012 11 Stöndum saman – lækkum lyfjaverð! Er þér boðið ódýrasta lyfið í apótekinu þínu? Grensásvegi 22 | 108 Reykjavík | S ími 534 3500 Verðlagseftirlit ASÍ – 14. júní 2006 – „Allt að 68% verðmunur á lyfjum“ Neytendum bent á að vera vakandi fyrir ódýrari samheitalyfjum. Hefur ekkert breyst frá 2006? – www.asi.is Markmið LYFIS er að bjóða lægsta lyfjaverð á Íslandi og hefur tilkoma lyfja fyrirtækisins aukið verulega samkeppni og leitt til mikilla verðlækkana í viðkomandi lyfjaflokkum. LYFIS lyfin eru framleidd hjá þekkustu og öflugustu lyfjaframleiðendum heims, m.a. TEVA – RATIOPHARM – KRKA – MEDIS – BLUEFISH – FARMAPLUS, sem allir hafa hlotið lof og viðurkenningu fyrir mikil gæði og örugga framleiðslu. LYFIS hefur markaðssett fjölda samheitalyfja og margir tugir lyfja eru á leiðinni. STJÓRNMÁL Hallveig, félag ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, hefur ályktað að gera eigi opnunar tíma skemmtistaða í mið- borg Reykjavíkur frjálsan. Telur stjórn félagsins það ekki í verka- hring borgaryfirvalda að stjórna opnunartíma skemmtistaða. Í ályktuninni segir að tak- mörkun á opnunartíma sé skað- leg fyrir rekstur skemmtistaða og færi skemmtanalífið úr mið- borg og inn í íbúðahverfi þangað sem lögregla hafi ekki eins góða yfirsýn yfir það. Þá geti það valdið fjölskyldufólki áreiti. Loks harmar félagið að borgarstjórnar- meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins hafi ákveðið að stytta opnunartíma skemmtistaða á þessu kjörtímabili. - mþl Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík: Vilja frjálsan opnunartíma MIÐBORGIN Stjórn Hallveigar telur að takmarkanir á opnunartíma færi skemmtanalífið úr miðborginni og inn í íbúðahverfi. MYND/HARI SAMFÉLAGSMÁL Barnaheill á Íslandi stendur nú fyrir samstarfsverkefni með 13 íslenskum veitinga stöðum á landinu. Ágóði af ákveðnum réttum á stöðunum rennur í sjóð sem stuðlar að verndun barna gegn ofbeldi. Verkefnið hófst 15. febrúar og stendur til 15. mars. Veitinga- staðirnir sem taka þátt í þessum mánuði eru Caruso, Dominos, Grill66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Naut- hóll, Pizza Hut, Saffran, Serrano, Skrúður, Subway og Taco Bell. - sv Út að borða fyrir börnin: Veitingastaðir styrkja börnin FERÐAMÁL Fyrirtækið Iceland Travel hlaut Starfsmenntaviður- kenningu Samtaka ferðaþjónust- unnar (SAF) í ár. Verðlaunin voru afhent fyrir helgi. Fram kemur hjá SAF að alls hafi borist níu tilnefningar til starfsmennta viður kenningarinnar, sem nú var veitt í fimmta sinn. Í rökstuðningi eru tínd til fjöl- mörg atriði sem urðu til þess að Iceland Travel hlaut viður- kenninguna, svo sem að þar sé litið á endurmenntun sem lykil- atriði í að viðhalda starfsánægju innan fyrirtækisins. - óká Afhent á degi menntunar: Verðlaunað í fimmta sinn AFHENDINGIN María Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi SAF, Árni Gunnarsson for- maður, Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra og Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri Iceland Travel. MYND/SAF Skalli við Hlöllabáta Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur rúmlega tvítugum manni fyrir að verjast handtöku með því að skalla lögregluþjón við matsölustaðinn Hlöllabáta á Ingólfstorgi fyrir rúmu ári. Sá marðist á gagnauga. DÓMSTÓLAR NÁTTÚRA Vísbendingar eru um að breytt veiði- fyrirkomulag í Eyjafjarðará hafi skilað betri seiðabúskap í Eyjafjarðará, einni bestu bleikju- veiðiá landsins. Nýverið sendi Veiðimálastofnun frá sér skýrslu með niðurstöðum úr seiðamælingum í ánni haustið 2011. Þéttleiki seiðanna og ástand þeirra var metið á vatnasvæðinu. Líkt og í flestum sjóbleikjuám á Íslandi hefur dregið úr veiði síðastliðinn áratug og hefur sú þróun verið sett í samband við hlýnandi veðurfar. Meðal- veiðin í ánni á árunum frá 1986 til 2010 var 2.132 bleikjur. Til að bregðast við minnkandi veiði í Eyja- fjarðará hafa frá árinu 2008 verið takmarkanir á veiðar á annað agn en flugu og veiðimönnum gert að sleppa mestu af þeirri bleikju sem þeir veiða. Vísbendingar eru um að þær ráðstafanir séu að bera árangur. Í skýrslunni kemur fram að heildarþéttleiki flestra árganga bleikjuseiða hafi ekki áður mælst jafn mikill og haustið 2011. Ekki er um stórfelldar breytingar að ræða en þó virðist sem nýliðun seiða í ánni hafi náð sér á strik síðustu ár og sé fremur á uppleið. Augljóst er að bleikjustofninn á vatnasvæðinu er fáliðaður og einhver búsvæði á vatnasvæðinu vannýtt. - shá Rannsóknir sýna bættan seiðabúskap eftir breytt veiðifyrirkomulag í Eyjafjarðará: Fluguveiði og sleppingar skila sér vel FALLEG VEIÐI Gísli Sigurðsson með glæsilegan feng. Stórtæk efnistaka úr ánni hefur verið nefnd sem skýring þess að bleikjustofninn hefur látið undan síga. MYND/STEFÁN JÓN HAFSTEIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.