Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2012 11 Stöndum saman – lækkum lyfjaverð! Er þér boðið ódýrasta lyfið í apótekinu þínu? Grensásvegi 22 | 108 Reykjavík | S ími 534 3500 Verðlagseftirlit ASÍ – 14. júní 2006 – „Allt að 68% verðmunur á lyfjum“ Neytendum bent á að vera vakandi fyrir ódýrari samheitalyfjum. Hefur ekkert breyst frá 2006? – www.asi.is Markmið LYFIS er að bjóða lægsta lyfjaverð á Íslandi og hefur tilkoma lyfja fyrirtækisins aukið verulega samkeppni og leitt til mikilla verðlækkana í viðkomandi lyfjaflokkum. LYFIS lyfin eru framleidd hjá þekkustu og öflugustu lyfjaframleiðendum heims, m.a. TEVA – RATIOPHARM – KRKA – MEDIS – BLUEFISH – FARMAPLUS, sem allir hafa hlotið lof og viðurkenningu fyrir mikil gæði og örugga framleiðslu. LYFIS hefur markaðssett fjölda samheitalyfja og margir tugir lyfja eru á leiðinni. STJÓRNMÁL Hallveig, félag ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, hefur ályktað að gera eigi opnunar tíma skemmtistaða í mið- borg Reykjavíkur frjálsan. Telur stjórn félagsins það ekki í verka- hring borgaryfirvalda að stjórna opnunartíma skemmtistaða. Í ályktuninni segir að tak- mörkun á opnunartíma sé skað- leg fyrir rekstur skemmtistaða og færi skemmtanalífið úr mið- borg og inn í íbúðahverfi þangað sem lögregla hafi ekki eins góða yfirsýn yfir það. Þá geti það valdið fjölskyldufólki áreiti. Loks harmar félagið að borgarstjórnar- meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins hafi ákveðið að stytta opnunartíma skemmtistaða á þessu kjörtímabili. - mþl Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík: Vilja frjálsan opnunartíma MIÐBORGIN Stjórn Hallveigar telur að takmarkanir á opnunartíma færi skemmtanalífið úr miðborginni og inn í íbúðahverfi. MYND/HARI SAMFÉLAGSMÁL Barnaheill á Íslandi stendur nú fyrir samstarfsverkefni með 13 íslenskum veitinga stöðum á landinu. Ágóði af ákveðnum réttum á stöðunum rennur í sjóð sem stuðlar að verndun barna gegn ofbeldi. Verkefnið hófst 15. febrúar og stendur til 15. mars. Veitinga- staðirnir sem taka þátt í þessum mánuði eru Caruso, Dominos, Grill66, Hamborgarafabrikkan, Íslenska kaffistofan, KFC, Naut- hóll, Pizza Hut, Saffran, Serrano, Skrúður, Subway og Taco Bell. - sv Út að borða fyrir börnin: Veitingastaðir styrkja börnin FERÐAMÁL Fyrirtækið Iceland Travel hlaut Starfsmenntaviður- kenningu Samtaka ferðaþjónust- unnar (SAF) í ár. Verðlaunin voru afhent fyrir helgi. Fram kemur hjá SAF að alls hafi borist níu tilnefningar til starfsmennta viður kenningarinnar, sem nú var veitt í fimmta sinn. Í rökstuðningi eru tínd til fjöl- mörg atriði sem urðu til þess að Iceland Travel hlaut viður- kenninguna, svo sem að þar sé litið á endurmenntun sem lykil- atriði í að viðhalda starfsánægju innan fyrirtækisins. - óká Afhent á degi menntunar: Verðlaunað í fimmta sinn AFHENDINGIN María Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi SAF, Árni Gunnarsson for- maður, Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra og Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri Iceland Travel. MYND/SAF Skalli við Hlöllabáta Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur rúmlega tvítugum manni fyrir að verjast handtöku með því að skalla lögregluþjón við matsölustaðinn Hlöllabáta á Ingólfstorgi fyrir rúmu ári. Sá marðist á gagnauga. DÓMSTÓLAR NÁTTÚRA Vísbendingar eru um að breytt veiði- fyrirkomulag í Eyjafjarðará hafi skilað betri seiðabúskap í Eyjafjarðará, einni bestu bleikju- veiðiá landsins. Nýverið sendi Veiðimálastofnun frá sér skýrslu með niðurstöðum úr seiðamælingum í ánni haustið 2011. Þéttleiki seiðanna og ástand þeirra var metið á vatnasvæðinu. Líkt og í flestum sjóbleikjuám á Íslandi hefur dregið úr veiði síðastliðinn áratug og hefur sú þróun verið sett í samband við hlýnandi veðurfar. Meðal- veiðin í ánni á árunum frá 1986 til 2010 var 2.132 bleikjur. Til að bregðast við minnkandi veiði í Eyja- fjarðará hafa frá árinu 2008 verið takmarkanir á veiðar á annað agn en flugu og veiðimönnum gert að sleppa mestu af þeirri bleikju sem þeir veiða. Vísbendingar eru um að þær ráðstafanir séu að bera árangur. Í skýrslunni kemur fram að heildarþéttleiki flestra árganga bleikjuseiða hafi ekki áður mælst jafn mikill og haustið 2011. Ekki er um stórfelldar breytingar að ræða en þó virðist sem nýliðun seiða í ánni hafi náð sér á strik síðustu ár og sé fremur á uppleið. Augljóst er að bleikjustofninn á vatnasvæðinu er fáliðaður og einhver búsvæði á vatnasvæðinu vannýtt. - shá Rannsóknir sýna bættan seiðabúskap eftir breytt veiðifyrirkomulag í Eyjafjarðará: Fluguveiði og sleppingar skila sér vel FALLEG VEIÐI Gísli Sigurðsson með glæsilegan feng. Stórtæk efnistaka úr ánni hefur verið nefnd sem skýring þess að bleikjustofninn hefur látið undan síga. MYND/STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.