Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 12
12 20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 H æstiréttur dæmdi á föstudag Baldur Guðlaugsson, fyrr- um ráðuneytisstjóra, í tveggja ára fangelsi fyrir inn- herjasvik. Baldur seldi hlutabréf sín í Lands bankanum fyrir 192,6 milljónir króna 17. og 18. september 2008, þremur vikum fyrir fall bankans, þrátt fyrir að hann sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hæsti réttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Baldur hafi í fimm tilgreindum tilvikum, frá 22. júlí til 16. september 2008 búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans vegna setu sinnar í hópnum þegar hann seldi bréf sín. Dómur Hæstaréttar yfir Baldri er merkilegur fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi er þetta fyrsti dómur sem Hæstiréttur fellir í innherja- svikamáli. Í raun er þetta einungis annað innherjamálið sem fer fyrir dóm á Íslandi. Í hinu var sýknað árið 2001 og þeirri niðurstöðu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Í öðru lagi eru engin fordæmi fyrir því að jafn háttsettur embættis- maður hafi verið dæmdur fyrir alvarlegt lögbrot. Baldur starfaði líka sem lögmaður í áratugi, var fyrirferðamikill í viðskiptum, tengdist stjórnmálum og hafði rík tengsl innan innsta valdakjarna landsins árum saman. Það sést best á því að sex af tólf Hæstaréttardómurum lýstu sig vanhæfa til að dæma hann vegna tengsla. Mál Baldurs var því ákveðinn prófsteinn á kunningjasamfélagið. Í þriðja lagi er augljóst að Baldur bjó yfir mun meiri og nákvæmari upplýsingum en nánast allir aðrir um stöðu Landsbankans. Það var handfylli manna sem hafði aðgang að þeim upplýsingum sem fram komu á fundum sam- ráðshópsins. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að bankastjórar Landsbankans hafi upplýst hópinn um kröfur breska fjármála- eftirlitsins í ágúst 2008 sem þeir töldu að gætu haft „ófyrirsjáan- legar afleiðingar“ fyrir bankann. Jónína Lárusdóttir, þáverandi ráðuneytis stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu vegna máls Baldurs að hún teldi trúnaðarupplýsingarnar sem komu fram á fundum hópsins „svo viðkvæmar að hætta væri á áhlaupi á bankana yrðu þær opinberar“. Hún hafi því geymt fundargerðir hópsins í læstum skáp. Bolli Bollason, þáverandi ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Tryggvi Pálsson, þáverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu átt hlutabréf í íslenskum bönkum. Þeir töldu sér ekki stætt að selja þau vegna setu sinnar í samráðshópnum. Mörgum grunaði að bankarnir stæðu illa. En örfáir vissu það. Baldur var einn þeirra. Hefði hann ekki fallið undir skilgreiningu laga sem innherji þá væru lögin í ólagi. Þá væru þau ekki að þjóna tilgangi sínum. Það á engum að vera það sérstakt fagnaðarefni þegar maður er dæmdur til fangelsisvistar fyrir lögbrot. Það er hins vegar mikil- vægt að staðfesta að lög og reglur virki og að þau nái jafnt yfir alla. Miðað við þann fjölda mála sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara má þó ætla Baldur verði ekki sá síðasti sem verður dæmdur. Það er nauðsynlegt að muna að uppgjörinu við það sem gerðist á Íslandi lýkur ekki við það að dæma gerendur í fangelsi. Þaðan munu menn snúa um síðir. Þá reynir á íslenskt samfélag að virða þau málalok, samþykkja að menn hafi tekið út sína refsingu og gera þeim kleift að verða nýtir þátttakendur í samfélaginu að nýju. Það eiga allir skilið að fá tækifæri til að bæta fyrir mistök sín. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnu- bragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og við- varanir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnu- mótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svör Nú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Sam- fylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við ein- földustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomu- lagi kennslunnar verði háttað til fram- tíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðar- sýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglinga- deildar skólans og sérdeildar fyrir ein- hverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamra- skóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrir spurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfull- trúum Samfylkingar og Besta flokksins. Sýndarsamráð Menntamál Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Biðin langa Í nýársávarpi sínu virtist Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefa í skyn að hann hygðist láta af embætti í sumar. Mörgum þótti hann þó ekki alfarið útiloka að bjóða sig fram á ný og hófu stuðningsmenn hans stuttu síðar að safna undirskriftum þar sem hann var hvattur til framboðs. Það einkennilega er að Ólafur Ragnar hefur, þrátt fyrir reglulegar spurningar frá fjöl- miðlum og söfnunina, ekki viljað svara því í eitt skipti fyrir öll hvað hann hyggst fyrir. Forseti höggvi á hnútinn Hingað til hefur það verið talin sjálf- sögð kurteisi við mögulega forseta- frambjóðendur að gefa þeim nægan tíma til að velta fyrir sér framboði. Hvort sitjandi forseti hyggst hætta eða ekki er vitaskuld grundvallar- forsenda við slíkar vangaveltur. Núna hafa þingmenn af báðum vængjum stjórnmálanna, Róbert Marshall og Kristján Þór Júlíusson, kallað eftir því að forseti höggvi á hnútinn. Er ekki kominn tími til þess? Costner í kvikmyndinni Allir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um brott- vikningu Gunnars Andersen úr starfi forstjóra FME. Eyjan.is lét sitt ekki eftir liggja og skrifaði nokkrar fréttir um málið, þar á meðal um álitsgerð Ástráðs Haraldssonar og Ásbjörns Björnssonar um hæfi Gunnars. Þor- valdur Gylfason, hagfræði prófessor, skrifaði athugasemd við frétt Eyjunnar þar sem hann lýsti Gunnari svo: „Gunnar Andersen kemur mér fyrir sjónir sem „crime buster“ af gamla skólanum.“ Hélt Þorvaldur svo áfram og sagði að bólstraður Kevin Costner ætti að leika Gunnar ef Baltasar Kormákur gerði Hollywood-mynd um málið. Ekki amaleg meðmæli það. magnusl@frettabladid.is Dómur vegna innherjasvika var sögulegur: Baldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.