Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 20.02.2012, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 20. febrúar 2012 15 Dómur Héraðsdóms Vestur-lands frá 9. febrúar síðast- liðnum, þar sem maður er sak- felldur fyrir kynferðisbrot gegn barni, hefur vakið nokkra athygli og orðið tilefni umfjöllunar á opinberum vettvangi, ekki síst vegna þess að refsingin er skil- orðsbundin. Gerandinn, sem er tæplega sextugur karlmaður, viðurkenndi fyrir dómi að hafa greitt 14 ára dreng allt að 30.000 krónur í reiðufé fyrir kynferðismök í tvö skipti. Með þessari háttsemi braut maðurinn gegn tveimur ákvæðum almennra hegningar- laga. Í fyrsta lagi gegn 1. mgr. 202. gr., sem leggur bann við því að hafa kynferðismök við barn yngra en 15 ára og í öðru lagi gegn 2. mgr. 206. gr. sem leggur bann við því að greiða börnum undir 18 ára aldri fyrir kynlífs- þjónustu, þ.e. fyrir að kaupa vændi af barni. Þá er vísað í 204. gr. hegningarlaganna í ákæru- skjali og dómsniðurstöðu en sam- kvæmt henni má sakfella mann fyrir brot gegn fyrrnefndri greininni þó viðkomandi hafi ekki verið viss um aldur barnsins heldur framið brotið í gáleysi um aldur þess. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi hreint saka vottorð. Í læknisvottorði, sem lagt var fram í málinu, segir að maðurinn sé vel gefinn og vel gerður sam- kynhneigður maður sem hafi um árabil lifað í felum með kyn- hneigð sína. Hann hafi freistast til að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í net heimum og hafi þetta orðið til þess að hann hafi verið af hjúpaður með miklum afleiðingum fyrir hann og fjölskyldu hans og hafi hann misst starf sitt. Enginn vafi leikur á því að mati læknisins að ákærði er ekki haldinn barna- girnd eða hefur langanir til afbrigðilegs kynlífs. Þá er lýst meðferðum sem ákærði hefur sótt eftir að atvik þessa máls urðu, en hann hafði bæði farið í áfengis- meðferð, meðferð við kynlífsfíkn og verið í viðtölum hjá geðlækni. Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en með hliðsjón af skýlausri játningu hans, þeim afleiðingum sem brot hans hafa haft fyrir hann og því hvernig hann hefur unnið úr sínum málum er refsingin skilorðs- bundin að öllu leyti og fellur niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Dómurinn hefur orðið tilefni gagnrýni vegna ákvörðunar refsingar, en mörgum þykir sem gerandinn hafi sloppið nokkuð vel. Að sönnu virðist sem refsing ákærða sé í vægara lagi miðað við alvarleika brotsins. Í fyrsta lagi er refsingin ákveðin eins árs fangelsi, en vægari getur hún ekki orðið þar sem þetta er lágmarks- refsing fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. hgl., en maðurinn var sak- felldur fyrir brot gegn því ákvæði. Hámarksrefsing er á hinn bóginn 16 ár. Í öðru lagi er refsingin skilorðs bundin að öllu leyti. Fyrir þessari ákvörðun færir héraðs- dómarinn þrenns konar rök, þ.e að ákærði játaði brotin skýlaust, afleiðingar brotanna hafi þegar orðið alvarlegar fyrir hann og hann hafi unnið vel úr sínum málum með því að sækja með- ferðir við vanda sínum. Í þeirri gagnrýni sem hefur birst hefur þó verið horft framhjá því að þau sjónarmið sem héraðs- dómarinn rekur eru þekkt í dóma- framkvæmd og hafa oft verið látin hafa áhrif við á kvörðun refsingar, sem og á skilorðs- bindingu refsingar að hluta eða öllu leyti. Þetta hefur þótt eiga við í kynferðisbrotamálum með áþekkum hætti og í öðrum saka- málum. Þykir mörgum sann- gjarnt og réttlátt að þeir sem játa brot sín skýlaust og sýna iðrun og yfirbót í orði og verki njóti þess við ákvörðun refsingar. Þótt dómurinn geti þannig stað- fest frá refsiréttarlegu sjón- armiði að þau sjónarmið sem dómarinn beitir geti að sínu leyti verið réttmæt, er dómurinn ekki hafinn yfir gagnrýni. Einkum vaknar sú spurning hvort hann sé í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í þessum málaflokki á síðustu árum. Grunnurinn að þessari þróun eru m.a. annars breytingar sem gerðar vou á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna með lögum nr. 61/2007. Ýmis nýmæli var þar finna, en m.a. var mælt fyrir um þyngingu refsingar fyrir sum brot, auk þess sem ákveðið var að viss alvarleg brot skyldu ekki fyrnast. Má ætla að í þessu hafi falist þau skilaboð löggjafans að harðar skyldi tekið á málum en áður. Í öðru lagi fer tæpast á milli mála að dómar í málum af þessu tagi hafa verið að þyngjast undan- farin ár. Í þriðja lagi má segja að umræðan undanfarin ár hafi í æ ríkara mæli tekið mið af fórnar- lömbum þessara brota þar sem aukin vitund, þekking og umræða um langvarandi og alvarlegar afleiðingar þessara brota fyrir þolendur þeirra hefur haft vaxandi þýðingu við stefnumótun og réttarframkvæmd í þessum málflokki. Brot sakfellda í þessu máli voru að sönnu alvarleg. Um var að ræða mann um sextugt sem keypti vændisþjónustu af dreng á fermingaraldri. Augljóslega var hann í yfirburðastöðu og nýtti sér varnarleysi og þroskaleysi hins unga pilts, en gera má ráð fyrir að afleiðingar brotsins fyrir pilt- inn geti orðið bæði langavarandi og erfiðar viðfangs. Má geta þess að löggjöf er leggur bann við því að fullorðnir stundi kynlíf með börnum er á því reist að vernda þurfi barnið óháð viljaafstöðu þess til þátttöku í kynlífsathöfnum. Í ljósi alvarleika brotsins og þess sem ætla má að hafi verið eindreginn brotavilji á gerandinn sér í raun fáar málsbætur að því er best verður séð sé miðað við sambærileg mál. Því er það rétt- mæt spurning hvort ekki voru skilyrði til þess að ganga lengra en að dæma í lægstu mögulegu refsingu, sem og skilorðsbinda hana að öllu leyti. Færa má rök fyrir því að það hefði verið í betra samræmi við þá þróun sem hefur orðið í þessum málaflokki undan- farin ár. Kaup á vændi af barni Kynferðisbrot Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Opinn fundur í Salnum í kvöld Dagskrá fundarins 19:30 Húsið opnar 20:00 Steinþór Pálsson Landsbankinn heldur áfram 20:15 Helga Valfells, Nýsköpunarsjóði Nýsköpunarsamfélagið á Íslandi 20:45 Margrét O. Ásgeirsdóttir Nýsköpunarþjónusta Landsbankans 21:00 Steinunn Sigurðardóttir Steinunn 21:10 Þórhallur Ágústsson Caoz 21:20 Pallborðsumræður með fyrirlesurum og stjórnendum bankans Allir velkomnir Opinn fundur Landsbankans um árfestingu, nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífsins verður haldinn í Salnum, Kópavogi í kvöld 20. febrúar kl. 20. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í 410 4000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.