Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 16
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, Kristjana Guðrún Benediktsdóttir (Kidda) Arnarsíðu 2B, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 16. febrúar sl. Útförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Jóhann Benedikt Eðvarðsson Eðvarð Eðvarðsson Elín Helga Hannesdóttir Sævar Eðvarðsson Sigrún Aðalsteinsdóttir Ragnhildur Benediktsdóttir Einar Pálsson Bára Benediktsdóttir Kristján Torfason Víðir Benediktsson Jenný Ragnarsdóttir Sigrún Benediktsdóttir Ari Jóhann Sigurðsson Harpa María Benediktsdóttir Andrea Ylfa Benediktsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Sch. Thorsteinsson Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést sunnudaginn 12. febrúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Sigmundur Guðmundsson Bergþóra Sigmundsdóttir Gunnar V. Johnsen Egill Þ. Sigmundsson Petra Lind Einarsdóttir Björg Sigmundsdóttir Már Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Hilmar Björnsson Víðihvammi 24, Kópavogi, sem lést 13. febrúar, verður jarðsunginn 22. febrúar kl. 13.00 í Kópavogskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Marie Bögeskov Emilía María Hilmarsdóttir Björn Elíasson Björn Bögeskov Hilmarsson Ólöf Ævarsdóttir Hjördís Hilmarsdóttir Tryggvi Rúnar Guðmundsson og barnabörn. 24 SÖNGKONAN RIHANNA er 24 ára í dag.„Ég er barn en ég verð að hugsa og hegða mér eins og kona. Þessi bransi krefst þess af mér.“ Rúmlega 300 ljóð og um 80 ritgerðir bárust í ljóða- og r itgerðasamkeppni Yrkjusjóðs, sem efnt var til meðal grunn skóla barna um allt land í haust. Verðlaun voru veitt í Norræna húsinu á föstudaginn og var það Sigurður Páls son skáld sem veitti vinnings höfum viður- kenningar skjal. Auk þess hlutu vinnings hafar 25.000 króna verð laun til glaðnings sínum bekk. Dóm nefnd var skipuð Sigurði Páls syni skáldi, Laufeyju Sigvalda- dóttur kennara og Sölva Birni Sigurðssyni rithöfundi. Keppt var í tveimur flokkum, miðstigi og efsta stigi, og þemað var „Þetta gerir skógurinn fyrir mig“. Verðlaun á miðstigi, 5.-7. bekk, hlutu Áslaug Erla Haraldsdóttir, Granda- skóla, fyrir ljóð og Andrea Dís Steinarsdóttir, Klé- bergsskóla, fyrir ritgerð. Á efsta stigi, 8.-10. bekk, hlutu Hafþór Gísli Hafþórsson, Norðlingaskóla, verðlaun fyrir ljóð og Halldór Smári Arnars son, Landakotsskóla, fyrir ritgerð. Tilefni samkeppninnar var Alþjóðlegt ár skóga 2011, þar sem þemað var „Þetta gerir skógurinn fyrir þig“, og tuttugu ára afmæli Yrkju- sjóðs sem er á þessu ári. - fsb 300 ljóð og 80 ritgerðir VERÐLAUNAHAFAR Í LJÓÐA- OG RITGERÐASAMKEPPNI YRKJUSJÓÐS Frá vinstri Halldór Smári Arnarsson, Áslaug Erla Haraldsdóttir og Hafþór Gísli Hafþórsson. Fjórði verðlaunahafinn, Andrea Dís Steinars- dóttir, átti ekki heimangengt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Merkisatburðir 1882 Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta íslenska kaupfélagið, var stofnað að Þverá í Laxárdal. 1911 Fiskifélag Íslands var stofnað til að „styðja og efla allt það er verða má til framfara og umbóta í fiskveiðum Íslendinga“. 1933 Adolf Hitler hitti þýska iðnjöfra á leynilegum fundum til að fjármagna komandi kosningabaráttu nasistaflokksins. 1943 Skömmtun hófst á bensíni á Íslandi. Eigendur smábifreiða fengu 1,5 lítra á dag. 1991 Þyrla landhelgisgæslunnar bjargaði átta manna áhöfn Steindórs GK sem strandaði við Krýsuvíkurbjarg. 2010 43 manns látast eftir í flóðum og og aurskriðum í kjölfar mikilla rigninga á Madeiraeyjum. „Okkur langar að gera önnur móður- mál en íslensku sýnileg. Svo er þetta líka frábært tækifæri fyrir alla borgar- búa til að kynnast tungumálum og fólkinu sem talar þau,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjöl- menningar hjá Borgarbókasafninu. Kristín er einn skipuleggjenda Alþjóð- lega móðurmálsdagsins, sem haldinn er í Borgarbókasafninu á morgun, þriðjudaginn 21. febrúar, í samstarfi við félagið Móðurmál og fjölda ein- staklinga. Markmið dagskrárinnar er að vekja athygli á tungumálum og menningarheimunum sem fylgja þeim og að skapa gleði og stolt hjá börnum sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. „Við þurfum að virkja öll þessi tungu- mál sem eru hluti af okkar samfélagi. Við eigum svo mörg tvítyngd börn,“ segir Kristín. Sjálf er hún alin upp í Dan mörku, þó hún eigi íslenska for- eldra, og hefur aldrei gengið í ís lenskan skóla. Hún þekkir vel reynsluheim tví- tyngdra barna. „Þetta er mitt hjartans mál. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ekki misst niður mitt móðurmál, þrátt fyrir að hafa ekki fengið móðurmáls- kennslu,“ segir Kristín. Þess má geta að hún talar fallega íslensku, sem er ótrú- legt í ljósi þess að hún hefur eingöngu búið hér á landi í fjögur ár af ævi sinni. Að mati Kristínar ætti að gera móður máli barna hátt undir höfði um leið og börn taka sín fyrstu skref í nýju landi. Það sé jafnt hagur barnanna sjálfra og samfélagsins, því börn sem séu fær í eigin móðurmáli séu líklegri til að læra íslensku vel. „Það er æski- legt að önnur móðurmál en íslenska séu metin í íslenska skólakerfinu, eins og til dæmis í valáföngum. Þetta getur verið lykilatriði fyrir bæði íslensku- kunnáttu og sjálfsmynd barnanna, sem hvoru tveggja hefur mikil áhrif á hversu vel okkur gengur að skapa fyr- irmyndar fjölmenningarsamfélag.“ Meðal þátttakenda í Alþjóðlega móður málsdeginum verður Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, en hún verður heiðurs- gestur samkomunnar. Dagskráin hefst klukkan 17 með skemmti atriðum frá félaginu Móðurmál, en klukkan 17.30 hefst svo dagskrá á Tungumála- torgi. Þar verður hægt að fræðast um japönsku, ítölsku, tékknesku og mörg önnur tungumál, hlusta á sögur á ýmsum tungumálum, búa til ljóð, fara í leiki og ýmislegt fleira. Þá verður hægt að kynna sér starfsemi Borgarbóka- safnsins á sviði fjölmenningar, að því ógleymdu að hitta fólk frá öllum heims- hornum og fræðast um menningu þess. holmfridur@frettabladid.is KRISTÍN R. VILHJÁLMSDÓTTIR: FAGNAR ALÞJÓÐLEGUM MÓÐURMÁLSDEGI Móðurmál er lykill að góðu lífi Á þessum degi fyrir einu ári síðan synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Icesave-lögunum staðfestingar í annað sinn. Þar með varð ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Þegar Alþingi samþykkti samningana um Icesave í vikunni á undan voru lagðar fram tvær tillögur um þjóðaratkvæða- greiðslu vegna málsins. Þær voru báðar felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðargildi laganna var haldin 9. apríl 2011. Lögunum var hafnað með um 60 prósentum atkvæða á móti 40 prósentum, sem var meira en skoðana- kannanir höfðu gefið til kynna. Þess er nú beðið að málið verði tekið fyrir hjá EFTA- dómstólnum en ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur gefið út að ekki verði beðið eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans, til að sjá hversu miklar endurheimtur úr búinu verða. Greiðslur úr þrotabúinu eru þegar hafnar. ÞETTA GERÐIST: 20. FEBRÚAR 2011 Forsetinn synjar í annað sinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.