Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 48
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is HALLDÓR ORRI BJÖRNSSON var í gær valinn í landsliðshóp Íslands sem fer til Japan í vikunni. Stjörnu- maðurinn tekur sæti Theodórs Elmars Bjarnasonar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Halldór Orri hefur ekki leikið A-landsleik áður. Leikurinn í Japan verður fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Fasteignagjöld 2012 á Öruggur og einfaldur aðgangur að þínum upplýsingum. Skjölin vís á Ísland.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 6 Powerade-bikar karla: Keflavík-Tindastóll 97-95 Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4. Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoð- sendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4. Powerade-bikar kvenna: Snæfell-Njarðvík 77-84 Snæfell: Kieraah Marlow 37/4 varin skot, Jordan Lee Murphree 15/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Hildur Sigurðardottir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 4, Björg Einarsdóttir 3. Njarðvík: Shanae Baker-Brice 35/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Lele Hardy 26/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 18, Salbjörg Sævarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/9 fráköst Enski bikarinn: Chelsea-Birmingham 1-1 0-1 David Murphy (19.), 1-1 Daniel Sturridge (62.) Everton-Blackpool 2-0 1-0 Royston Drenthe (1.), 2-0 Denis Stracqualursi (5.). Millwall-Bolton 0-2 0-1 Ryo Miyaichi (4.), 0-2 David Ngog (59.) Norwich-Leicester 1-2 0-1 Sean St. Ledger (4.), 1-1 Wesley Hoolahan (23.), 1-2 David Nugent (71.). Sunderland-Arsenal 2-0 1-0 Kieran Richardson (39.), 2-0 Alex Oxlade Chamberlain, sjm (77.). Crawley Town-Stoke City 0-2 0-1 Jon Walters, víti (41.), 0-2 Peter Crouch (51.). Stevenage-Tottenham 0-0 Liverpool-Brighton 6-1 1-0 Martin Skrtel (4.), 1-1 Kazenga LuaLua (16.), 2-1 Liam Bridcutt, sjm (43.), 3-1 Andy Carroll (57.), 4-1 Liam Bridcutt, sjm (70.), 5-1 Lewis Dunk, sjm (73.), 6-1 Luis Suarez (85.) ÚRSLIT FÓTBOLTI Matthías Vilhjálmsson var ekki nema 55 sekúndur að stimpla sig inn hjá Start. Hann spilaði æfingaleik með liðinu á laugardag og var kominn á blað á innan við mínútu. Matthías átti stórleik í 4-3 sigri Start á Bryne. Átti skalla að marki sem endaði með sjálfs- marki og lagði upp annað mark. - hbg Draumabyrjun Matthíasar: Skoraði og lagði upp mark DRAUMABYRJUN Matthías var fljótur að láta til sín taka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Það er farið að hitna undir stjórum Arsenal og Chelsea - Arsene Wenger og Andre Villas- Boas. Arsenal fullkomnaði ömurlega viku með því að tapa gegn Sunderland í bikarnum um helgina. Fyrr í vikunni steinlá liðið gegn AC Milan í vikunni. Titlaþurrð Arsenal mun því halda áfram og hörð barátta er fram undan um að ná sæti í Meistara deild að ári. Margir stuðningsmenn Arsenal hafa fengið nóg og telja að stjórinn, Arsene Wenger, sé ástæðan fyrir því að liðið vinnur ekki neitt. „Við verðum að taka gagn- rýninni, standa saman og svara henni. Eina sem við getum gert er að þjappa okkur saman og koma sterkari til baka,“ sagði Wenger. Chelsea er einnig heillum horfið og er engu líkara en ein hverjir leikmanna séu búnir að snúa baki við stjóranum, Villas-Boas. Eigandinn er farinn að skipta sér af æfingum og talið tímaspursmál hvenær Villas-Boas fær að fjúka. „Framtíð mín er ekki undir í Meistaradeildarleiknum gegn Napoli,“ sagði Villas-Boas eftir dapurt jafntefli gegn Birmingham. „Ég ræð annars ekki minni framtíð og þið þurfið að spyrja rétta aðila um þetta.“ - hbg Arsenal tapaði fyrir Sunderland og Chelsea gerði jafntefli gegn Birmingham: Pressan eykst á Wenger og Villas-Boas RÁÐALAUS Villas-Boas virðist vera að missa tökin hjá Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Keflvíkingar urðu um helgina bikarmeistarar í körfu- knattleik karla þegar þeir lögðu Tindastól að velli, 97-95, í fínum körfuboltaleik. Suðurnesjamenn höfðu allan tímann frumkvæðið í leiknum en Stólarnir gáfust aldrei upp. „Tilfinningin er æðisleg og þetta verður bara betra með árunum,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, rétt eftir leikinn. „Við börðumst bara örlítið meira en hinir og þar að leiðandi stóðum við uppi sem sigurvegarar. Svona leikur vinnst bara á baráttu og dugnaði og það sýndum við í dag. Stemmningin var mögnuð í höll- inni og svona viljum við hafa þessa leiki, brjáluð læti og mikil spenna. Sem íþróttamaður er skemmti- legast að spila þessa leiki og þetta er ástæðan fyrir því að maður er í körfubolta“. „Það vantaði bara herslumuninn hjá okkur,“ sagði Þröstur Leó Jóhannsson, leik- maður Tindastóls eftir ósigurinn gegn Keflavík á laugardaginn. „Þeir ná strax tíu stiga for- skoti og við náum bara ekki að brúa það bil, en það vantaði lítið upp á. Það fór mikil orka í að elta allan leikinn. Við fengum frábær tækifæri í restina til þess að jafna leikinn og þau skot hefðu líklega fallið með okkur ef menn hefðu ekki verið bensínlitlir“. Þröstur Leó gekk til liðs við Tindastól frá Keflavík fyrir tíma- bilið og því var þetta enn súrara fyrir leikmanninn. „Þetta var sér- staklega súrt fyrir mig og virki- lega erfitt að taka í hendurnar á strákunum eftir leikinn, það er ekki gaman að tapa fyrir vinum sínum“. Njarðvík vann sinn fyrsta titil Fyrr um daginn mættust Njarð- vík og Snæfell í úrslitum kvenna og þar fór titillinn einnig á Suður- nesin. Njarðvíkingar unnu leikinn 84-77 en leikurinn var spennandi alveg fram til loka. Þetta var í fyrsta sinn sem kvennalið Njarð- víkur vinnur stóran titil í körfu- bolta en Njarðvík hafði þrívegis áður leikið til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar og því fer þessi leikur án efa í reynslubankann hjá Hólmurum. „Þetta er magnað og mér líður gríðarlega vel núna,“ sagði Sverr- ir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn um helgina. „Ég er bara hrikalega ánægður. Þessi leikur var ógeðslega erfiður og við þurftum að halda vel á spöð- unum allan tímann. Ef allt smellur hjá okkur þá vinnum við öll lið, við getum farið alla leið í ár“. - sáp Bikararnir fóru báðir í Reykjanesbæ Njarðvík vann um helgina sinn fyrsta titil í kvennakörfuknattleik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Snæfell. Keflvíkingar voru sterkari gegn Tindastól karlamegin og því fóru báðir titlarnir á Suðurnesin. SIGURVEGARI Sigurður Ingimundarson er vanur því að vinna bikara með Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÖGNUÐUR Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, lyftir bikarnum að ofan og Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur hleypur með bikarinn að neðan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Menn glöddust á Anfield í gær er Liverpool valtaði yfir Brighton, 6-1. Brighton skoraði reyndar helming marka Liver- pool í leiknum en það jákvæða fyrir Liverpool var að þeir Andy Carroll og Luis Suarez komust á blað. „Carroll er alltaf að verða betri og betri. Hann var besti maður vallarins í dag,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. - hbg Stórsigur hjá Liverpool: Veisla á Anfield FAGNAÐ Gerrard fagnar marki sínu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.