Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 54

Fréttablaðið - 20.02.2012, Síða 54
20. febrúar 2012 MÁNUDAGUR30 MORGUNMATURINN Grænn drykkur úr dásamlega Vita-Mix blandaranum mínum eða ávaxtadrykkur. Sá græni er bara með öllu því græna sem til er í ísskápnum, kókosvatni og kannski einu epli, hinn er yfirleitt með bláberjunum sem ég týndi sl. haust og svo þeim ávöxtum sem finnast í ísskápnum, með smá möndlumjólk eða lífrænum safa. Edda Björgvinsdóttir, leikkona. „Dyraverðirnir verða með skæri á sér og þeir klippa á bindin,“ segir Arnar Gíslason, einn af eigendum nýs skemmtistaðar sem kemur í stað Olivers á Laugaveginum. Engin bindi verða leyfð á staðnum enda verður hann í anda gamanmyndarinnar The Big Lebowski þar sem bindisnotkun var litin hornauga af aðalpersónunum. Að sögn Arnars, sem rekur einnig Enska barinn, opnar staðurinn upp úr miðjum mars og eru fram- kvæmdir í fullum gangi. Búið er að panta risastóran glym- skratta frá útlöndum og fá gestirnir því tækifæri til að stjórna tónlistinni sjálfir. „Þetta verða bara slagar- ar og ef þú spilar sama lagið tvisvar verður refsing.“ Staðnum verður skipt upp í fjögur mismunandi svæði. Fremst verður keilubraut, sem hugsanlega verður bara upp á punt, í miðjunni verður bandarísk verönd, og innst í húsinu þar sem áður var dans gólfið verður bar og veitingastaður. Á efri hæðinni verður svo setustofa. Arnar segir að gestir staðarins geti valið það svæði eða leikmyndir sem henta þeim og það sé ekki skil- yrði að hafa séð kvikmyndina. „Ef þú fílar ekki neitt svæði er annað hvort eitthvað að þér eða okkur,“ segir hann léttur. Meðeigendur Arnars eru þeir Logi Helgason, Andri Björns- son og Óli Már Ólason. Þeir tveir síðastnefndu hafa rekið skemmtistaðinn Vegamót. Inntur eftir því hvort þetta sé ekki dýrt verkefni segir Arnar: „Þetta er ekkert brjálæðis- lega dýrt. Þú getur gert allt á Íslandi og ég reyni að versla við íslensk fyrir- tæki. En auðvitað kostar svona. Við erum líka að hugsa til fimmtán ára. Þá er allt í lagi að leggja aðeins í staðinn.“ -fb Dyraverðirnir klippa á bindin ENGIN BINDI Að sögn Arnars Gíslasonar verður klippt á öll bindi á nýja skemmti- staðnum. THE DUDE Aðalpersóna The Big Lebowski notaði aldrei bindi. Kiljan Svartur á leik eftir Stefán Mána fór beint á toppinn hjá Forlaginu og í annað sætið hjá Eymundsson eftir að hafa verið ófáanleg í mörg ár. „Það er löngu kominn tími á að lesendur fái þessa bók aftur,“ segir Stefán Máni, sem ætlar að hrifsa toppsætið hjá Eymundsson af Jo Nesbö í næstu viku. „En þetta er flott á fjórum dögum enda átta ára gömul bók.“ Svartur á leik kom út fyrir jólin 2004 en toppaði mjög seint að mati Stefáns Mána. „Það var ekkert gert fyrir hana. Hún var ekkert auglýst eða kynnt. Svo kom hún út í kilju strax eftir áramótin og þá rauk hún út. Þetta er svolítil ösku- buskusaga,“ segir hann og á við gömlu kiljuútgáfuna sem seldist í um fimm þúsund eintökum. Það var gamla Mál og menning sem gaf bókina út en Forlagið gefur út þá nýju. Nýja kiljan er einni blaðsíðu lengri en sú gamla. „Ég skrifaði nýjan og stuttan upphafskafla í hana. Þetta er eins og með súkkulaði stykkin, X-prósent meira. Það er aðeins meiri stæll yfir þessu núna og gaman að hafa leikarana framan á kápunni.“ Kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd hér heima í byrjun mars og Stefán Máni á enn eftir að sjá hana. „Ég hafði tæki- færi í desember en var slappur og fór ekkert. Svo hef ég ekkert verið að stressa mig á því en mig langar rosalega að mæta á frum- sýninguna og sjá hana í bíó með öllum hinum.“ Aðspurður segist hann vera með nýja bók í smíðum og í þetta sinn verður hryllingurinn í fyrirrúmi. „Þetta er stór hrollvekja sem ég er með á teikniborðinu. Ég er mjög spenntur. Ég er búinn að vera skít- hræddur sjálfur og ligg andvaka yfir eigin rugli. Það er ágætt.“ -fb Átta ára gömul bók á toppnum SÁTTUR Stefán Máni er mjög sáttur við viðbrögðin sem nýja kiljan hefur fengið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er búið að vera hrikalega skemmtilegt og gaman að fá að vera með í þessu,“ segir leiklistar- neminn Sigurður Þór Óskarsson en hann hefur undanfarið fengið góða reynslu af leikhúsheiminum sem afleysingamaður í leikritinu Galdrakarlinn í Oz. Sigurður Þór leysti leikarann Hilmar Guðjónsson af hólmi um seinustu helgi og hoppaði þar inn í hlutverk fuglahræðunnar, en Hilmar þurfti að skjótast á Kvik- myndahátíðina í Berlín til að taka við Shooting Star verðlaununum. Sigurður fékk tvær vikur til að undirbúa sig fyrir hlutverkið og segist hafa legið yfir handriti og DVD upptökum af leik ritinu. „Jújú, mér var bókstaflega hent út í djúpu laugina. Ég held að ég hafi horft á leikritið 20 sinnum. Ég notaði svo kvöldin í handrita- lestur, fékk eina æfingu með dans- höfundinum og eina með leik- hópnum,“ segir Sigurður en hann stundar nám við leiklistardeild LHÍ og útskrifast í vor. Fyrsta sýning Sigurðar fyrir viku síðan var heldur betur eftir- minnileg en Halldór Gylfason leikari lenti í kröppum dansi er hann féll niður um lúgu á sviðinu í miðri sýningu og meiddist. Stöðva þurfti sýninguna og leikstjórinn, Bergur Ingólfsson, hljóp í skarðið fyrir Halldór, sem þurfti að fara upp á spítala. „Þetta var mikið sjokk og ég dáist að fagmann- legum viðbrögðum allra við áfallinu. Sýningin gekk vel þrátt fyrir allt saman,“ segir Sigurður og óhætt að fullyrða að hans fyrsta sýning í atvinnuleikhúsi hafi verið ævintýraleg en hann fór aftur með hlutverk fuglahræðunnar um liðna helgi sökum meiðsla Halldórs. Hilmar Guðjónsson var þá hug- lausa ljónið. „Ég er eiginlega bara skít- stressaður að kveðja fugla hræðuna því þetta er búið að vera svo gaman og mér hefur verið tekið vel af öllum. Ég get eiginlega ekki beðið eftir að byrja næsta haust og veit að það eru skemmtilegir tímar fram undan,“ segir Sigurður en ekki er langt þangað til hann kemst á svið í Borgarleikhúsinu á ný þar sem hann hefur þegar fengið fast- ráðningu þar eftir útskriftina í vor. alfrun@frettabladid.is SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON: STRESSANDI AÐ KVEÐJA FUGLAHRÆÐUNA Eftirminnilegt og ævintýra- legt upphaf í leikhúsinu FYRSTA SÝNINGIN EFTIR- MINNILEG Sigurður Þór Óskarsson hefur fengið ævintýralega byrjun á leikaraferli sínum en hann hoppar inn í hlut- verk fuglahræðunnar í Galdrakarlinum í Oz. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.