Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 40

Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 40
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. pabbi, 6. mannþvaga, 8. töf, 9. mjöl, 11. mun, 12. gróðabrall, 14. óhreint vatn, 16. átt, 17. hlaup, 18. málmur, 20. gyltu, 21. innyfla. LÓÐRÉTT 1. magi, 3. í röð, 4. vandræði, 5. svelg, 7. sérgrein, 10. rúm ábreiða, 13. pumpun, 15. að auki, 16. neitun, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. pápi, 6. ös, 8. bið, 9. mél, 11. ku, 12. brask, 14. skolp, 16. nv, 17. gel, 18. eir, 20. sú, 21. iðra. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. áb, 4. pikkles, 5. iðu, 7. sérsvið, 10. lak, 13. sog, 15. plús, 16. nei, 19. rr. Viltu rétta mér smjörið Günther... Aber natürlich. elzebazzen! ...og majó- nesið líka takk! Ze za! Kærar þakkir! Má bjóða þér kaffi- sopa? Sama og þeeegið... Ohh já á, þetta e r gott! Ég missti iPodinn minn í kamarinn. Ekki segja neitt við mig. Engin ummæli... engar spurningar... ... engar heimspeki- legar pælingar. Hvað með smá hlátur? Bara ef honum fylgir kredit- kortanúmer. Hvers vegna fór apinn yfir götuna? Hvers vegna fór hesturinn yfir götuna? Hvers vegna fór asninn yfir götuna? Hvers vegna fór svínið yfir götuna? Ritstífla grínista. Stærðfræði- kennarinn minn er óþolandi! Hann hættir aldrei að brosa! Maður veit aldrei hvar maður hefur slíkan mann. Það var ekkert sérstaklega upplýsandi að fylgjast með réttarhöldunum í málinu gegn Geir H. Haarde. Flest sem þar var sagt kemur fram í 2.400 blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir sem áttu von á glænýjum upplýsingum sem varpa myndu nýju ljósi á hrunið og draga fram sannleikann eina í málinu urðu fyrir vonbrigðum. Kynt var undir væntingum, til dæmis, þegar afturköllunar tillagan var rædd í þinginu. Hana mátti ekki samþykkja því þá fengjum við ekki yfir- heyrslurnar yfir öllu lykilfólkinu í Lands- dómi. Látið var eins og allir myndu loksins segja satt í Þjóðmenningarhúsinu enda eiðsvarnir. Þá hentaði ekki að geta þess að þegar sama fólk kom fyrir rannsóknar- nefndina bar því að segja satt ellegar ætti það yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. UMRÆÐAN um vitnaleiðslurnar var hins vegar hressandi. Sumir eru ferlega pirraðir og jafnvel reiðir yfir að ekkert vitnanna hafi tekið á sig sökina á hruninu og sagt einfaldlega: Þetta var mér að kenna. Afsakið. Bestir eru þó þeir sem hafa af visku sinni bent á að hvorki sak- sóknari né verjandi hafi spurt réttu spurninganna eða leitt fram réttu vitnin. Einkunnir fjölmiðla um frammistöðu einstakra vitna voru líka athyglisverðar. Lárus Welding var víst tilþrifalítill en það ku hafa verið völlur á Sigurjóni Árnasyni. Upp úr stendur samt að símasambandið við Kanada var slæmt þegar Halldór J. Kristjánsson var yfirheyrður. Það þarf að bæta úr því áður en við tökum upp Kanadadollar. EINHVERJAR vikur munu líða þar til dómur fellur. Ljóst er þó að margir hafa þegar fellt sinn prívat dóm og þurfti svo sem ekki réttarhöldin til. Þeir sem það hafa gert munu ekki taka dóm Landsdóms gildan falli hann ekki eftir þeirra höfði. Áfram verður fullyrt að Geir sé sekur þótt Landsdómur sýkni hann, og öfugt. Það er annars umhugsunarefni hvers vegna ákæra Alþingis var ekki víðtækari en hún í raun var. Ætli það hafi ekki hvarflað að mönnum að ákæra Geir fyrir að vera ekki í nægilega góðu sambandi við almættið? Honum varð allavega ekki að þeirri ósk sinni að Guð veitti Íslandi sérstaka blessun. ÞEGAR þetta mál verður formlega út úr heiminum lýkur stuttum, afmörkuðum kafla í eftirhrunsmálum. Áfram burðumst við þó með þetta næstu ár; saksóknarinn stendur í sínum viðamiklu rannsóknum, slitastjórnirnar halda sínu striki og stjórn- málin munu hverfast um hrunið. Á þeim vettvangi verður áfram spurt hvers vegna enginn tók mark á Davíð sem sá jú hrunið fyrir eða hvers vegna tekið var mark á Davíð sem gaf jú bankana. Svona eftir því hvernig hjartað slær í fólki. Áfram veginn „VIÐ HLÖKKUM MIKIÐ TIL AÐ NJÓTA ÞESS AÐ VERA SAMAN OG EIGA MEIRI TÍMA MEÐ KRÖKKUNUM,” segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir sem flytur búferlum til Austurríkis með fjölskylduna í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.