Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 8
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR8 „Líka fyrir konur. Mottumars er líka fyrir konur. Þótt þær séu lengur að safna skeggi.” Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is H :N M ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Umsóknarfrestur er til og með 10. júní Mælt er með að umsækjendur komi í viðtal áður en sótt er um Upplýsingar veitir Soffía Sveinsdóttir, IB-stallari, í síma 595 5233 soffia@mh.is og ibstallari@mh.is • http://www.mh.is Opið hús í MH í dag, 17-19, allir velkomnir HOLLAND Thomas Lubanga, 51 árs gamall uppreisnarforingi frá Austur- Kongó, er að mati stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna sekur um að hafa rænt hundruðum barna og notað þau til að drepa fólk. „Ákæruvaldið hefur sannað með óyggjandi hætti að Thomas Lubanga sé sekur um þann glæp að skylda og skrá börn innan við 15 ára aldur til hernaðar og nota þau til virkrar þátttöku í hernaðar- átökum,“ segir í úrskurði dómara Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag. Þetta er sögulegur atburður því þetta er fyrsti úrskurður þessa dómstóls, sem tók til starfa fyrir tíu árum. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll fellir dóm í málum barna sem neydd hafa verið til þátttöku í stríðs átökum. Sameinuðu þjóðirnar telja að tugir þúsunda barna séu notaðir í hernaði víðs vegar um heim, einkum þó í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. „Sakfelling Lubangas er áhrifa- rík aðvörun til herforingja í Kongó og annars staðar: að nota börn sem vopn í stríði er alvarlegur glæpur sem getur komið þeim á saka- mannabekkinn,“ segir Geraldine Mattioli-Zeltner hjá mannréttinda- samtökunum Human Rights Watch. Dómstóllinn er viðurkenndur af 120 ríkjum en Bandaríkin, Kína, Ísrael og fleiri ríki hafa ekki viður- kennt hann, svo dómstóllinn hefur ekki lögsögu yfir glæpum sem framdir eru í þeim löndum. Réttarhöldin yfir Lubanga hófust árið 2009. Hann var handtekinn árið 2006, fyrstur allra sem hand- teknir hafa verið samkvæmt hand- tökubeiðni frá Alþjóðlega saka- dómstólnum. Hann var leiðtogi Bandalags kongóskra föðurlandssinna, liðs- safnaðar sem tók þátt í Kongó- stríðinu upp úr síðustu aldamót- um. Hersveitir Lubangas gerðu margar árásir á almenna borgara í Ituri-héraði og rændu hundruðum barna. Meðal annars eru liðsmenn hans sagðir hafa ráðist á skóla og rænt þar öllum börnum sjöunda bekkjar. Liðsmenn hans voru sakaðir um að hafa drepið níu friðargæslu- liða frá Sameinuðu þjóðunum árið 2006. Eftir það sá Laurent Kabila, þáverandi forseti Kongó, sér ekki annað fært en að láta handtaka Lubanga og framselja. gudsteinn@frettabladid.is Hlýtur dóm fyrir að nota börn í hernaði Fyrsti dómur alþjóðlega sakadómstólsins í Haag var kveðinn upp í gær. Rúmlega fimmtugur uppreisnarforingi frá Kongó sakfelldur fyrir að þvinga hundruð barna til að taka þátt í hernaði. Hann á nú yfir höfði sér ævilangt fangelsi. THOMAS LUBUNGA Fyrr- verandi uppreisnarforingi sakfelldur í réttarsal í Haag. N O R D IC PH O TO S/A FP ÞJÓÐKIRKJAN Atkvæðagreiðsla vegna biskupskjörs er hafin og hafa nú fyrstu atkvæðin skilað sér inn til biskupsstofu. Alls eru 502 kjörmenn með atkvæðisrétt. Atkvæðaseðlar voru póstlagðir til kjörmanna síðastliðinn föstudag. Frestur til að skila inn rennur út 19. mars. Talning atkvæða fer fram þann 23. mars næst- komandi. Stefnt er að biskups- vígslu sunnudaginn 24. júní 2012. - sv Biskupskjöri lýkur 19. mars: Atkvæðin farin að tínast inn DANMÖRK Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra Dan- merkur, er reiðubúin að nýta upp- lýsingar fengnar með pyntingum verði þær til að bjarga lífi danskra þegna. Dönsk yfirvöld líta hins vegar á pyntingar sem mannréttindabrot. Þetta kemur fram á vef danska blaðsins Berlingske sem hefur það eftir forsætisráðherranum að upplýsingarnar verði hins vegar ekki áframsendar til annarra landa. Samkvæmt frásögn Berlingske vildi ráðherrann ekki svara því beint hvort það þýddi að dönsk yfirvöld myndu ekki senda slíkar upplýsingar áfram ef hætta væri til dæmis á árás á Svíþjóð. - ibs Danski forsætisráðherrann: Má nýta upplýs- ingar fengnar með pyntingum Selja veiði og hús í Sogi Sveitarstjórn Grímsness- og Grafnings hrepps hefur ákveðið að auglýsa veiðiréttindi og veiðihús sveitarfélagsins við Sogið til sölu á almennum markaði. SVEITARFÉLÖG SAMFÉLAGSMÁL Í fyrra fæddust 4.496 börn með lögheimili á Íslandi, að því er segir í frétt á vef Hagstofunnar. Þetta er fækkun frá 2010 þegar 4.907 börn fæddust. Drengirnir sem fæddust í fyrra voru 2.327 en stúlkurnar 2.169. Bent er á að þrátt fyrir fækkunina sé fjöldi fæðinga í fyrra engu að síður svipaður og meðaltal undanfarinna áratuga en árgangurinn 2011 er sá 26. stærsti frá 1951. Fæðingartíðnin, það er fjöldi fæðinga á hverjar 1.000 konur á aldrinum 20 til 44 ára, var 68 árið 2011, samanborið við 73,7 árið á undan. Flestar fæðingar í fyrra urðu í ágústmánuði, alls 428, og í júlí en þá fæddust 405 börn. Fæstar fæðingar urðu í fyrra í október en þá voru þær 336. Árið 2010 fæddust flestir í september eða alls 472. Það ár fæddust fæstir í febrúar eða 372. Tölur um fæðingar ná til allra barna mæðra sem eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu, hvort sem þau eru fædd innanlands eða utan. - ibs Í fyrra fæddust alls 4.496 börn, 2.327 drengir og 2.169 stúlkur: Fæðingum fækkar milli ára Á FÆÐINGARDEILD Í fyrra urðu flestar fæðingar í ágúst en fæstar í október. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Stjórn Totusar ehf., félags um eignarhald tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, hefur ákveðið að taka tilboði Lands- bankans um umsjón með útgáfu skuldabréfa sem félagið hyggst gefa út. Skuldabréf að upphæð 18,5 milljarða króna verða gefin út til að endurfjármagna fram- kvæmdirnar við húsið. Með útgáfunni verða framkvæmdirnar fullfjármagnaðar og í kjölfarið verður sambankalán, sem tekið var vegna framkvæmdanna í árs- byrjun 2010, greitt upp. - mþl Skuldabréfaútboð Hörpu: Landsbankinn sér um útgáfu 1. Hvað heitir yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar? 2. Í hvaða þingnefnd situr Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna? 3. Búningahönnuður fyrir hvaða ofurhetju mun hanna búninga fyrir Latabæ? SVÖR 1. Björgvin Björgvinsson 2. Utanríkis- málanefnd 3. Batman VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.