Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 27

Fréttablaðið - 15.03.2012, Síða 27
NOTKNOT VARA ÁRSINS 2012 HJÁ GRAPEVINE Úr umsögn dóm- nefndar: „Nýstárleg úrvinnsla á ís- lensku ullinni. Frábært dæmi um handgerða vöru sem er um leið á við- ráðanlegu verði.“ Þetta er ótrúlega gaman. Ég er líka ánægð með þetta framtak hjá Grapevine til að vekja athygli á íslenskri hönnun,“ segir vöruhönnuð- urinn Ragnheiður Ösp Sigurðar dóttir en tímaritið Grapevine valdi NotKnot- púðana hennar Vörulínu ársins 2012 á sunnudaginn var. Púðana framleiðir Ragnheiður úr íslenskri ull, hólkarnir eru prjónaðir hjá Glófa en henni er umhugað um að varan sé framleidd á Íslandi. „Mér finnst frábært hvað ullar- vinnslan hér er aðgengileg og ég mun örugglega halda mig við íslensku ullina áfram. Enn sem komið er sé ég sjálf um framleiðsluna á púðunum en þyrfti að koma henni á fleiri hendur,“ segir hún og bætir við að stefnan sé sett á að sýna púðana í Evrópu í ár. Þá er komin pöntun frá erlendri verslun fyrir utan Evrópu markað sem selur skandinavískar hönnunar vörur. Ragnheiður vill þó ekkert gefa upp um hvaða verslun ræðir. „Það eru samninga viðræður í gangi og boltinn hjá þeim í bili.“ Ragnheiður frumsýndi NotKnot á HönnunarMars í fyrra og í ár verður hún líka með vöru, unna úr íslenskri ull; teppi sem hún kallar Kot en hún hannar munstrið út frá þakflísum húsa. „Ég tek hluta úr kotinu og set í munstur. Ég er að útfæra fleiri munstur og í fram- haldinu koma fleiri teppi. Á Hönnunar- Mars mun ég sýna þrjú munstur, í fjólu- bláum tónum, bláum og bleikum.“ Teppin sýnir Ragnheiður á sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða í Brim- húsinu við Miðbakkann á Hönnunar- Mars. Ragnheiður tekur líka þátt í sýningunni Óróar á Laugavegi 25 þar sem hún deilir vinnustofu með fleiri hönnuðum. Nánar á www.umemi.is. ■ rat ULL Í VÖRU ÁRSINS HANNAR ÚR ÍSLENSKRI ULL Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður sýnir teppi úr íslenskri ull nú á HönnunarMars. Á síðasta ári frumsýndi hún púða úr ull sem tímaritið Grapevine hefur valið sem vöru ársins 2012. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga teg. BAHAMAS - klæðilegir með spöngum í D, DD, E, F, FF, G, GG, H, HH, J skálum á kr. 12.900,- SUNDBOLIRNIR LOKSINS KOMNIR Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Íþróttastuðningshlífar Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur Stærð Verð Tilboð 120x200 84.900 kr. 79.900 kr. VALHÖLLNý hönnun 5 svæðaskipt gormakerfi, gæðabólstrun, stál kantstyrkingar Verð með íslenskum botni og fótum 10.000 kr . vöruútte kt fylgir öllum fermingar rúmum NÝ LÍNA Ragnheiður með teppi úr Knot-línunni sem verður til sýnis á HönnunarMars. MYND/STEFÁN KARLMENNSKUTÁKN Yfirvaraskegg njóta ekki bara vinsælda á Íslandi. Þannig skörtuðu karlfyrirsætur myndarlegri mottu á sýningu Nuno Gama í Portúgal nýverið. Hönnuðurinn sýndi þar nýja haust- og vetrarlínu fyrir bæði kynin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.