Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 27
NOTKNOT VARA ÁRSINS 2012 HJÁ GRAPEVINE Úr umsögn dóm- nefndar: „Nýstárleg úrvinnsla á ís- lensku ullinni. Frábært dæmi um handgerða vöru sem er um leið á við- ráðanlegu verði.“ Þetta er ótrúlega gaman. Ég er líka ánægð með þetta framtak hjá Grapevine til að vekja athygli á íslenskri hönnun,“ segir vöruhönnuð- urinn Ragnheiður Ösp Sigurðar dóttir en tímaritið Grapevine valdi NotKnot- púðana hennar Vörulínu ársins 2012 á sunnudaginn var. Púðana framleiðir Ragnheiður úr íslenskri ull, hólkarnir eru prjónaðir hjá Glófa en henni er umhugað um að varan sé framleidd á Íslandi. „Mér finnst frábært hvað ullar- vinnslan hér er aðgengileg og ég mun örugglega halda mig við íslensku ullina áfram. Enn sem komið er sé ég sjálf um framleiðsluna á púðunum en þyrfti að koma henni á fleiri hendur,“ segir hún og bætir við að stefnan sé sett á að sýna púðana í Evrópu í ár. Þá er komin pöntun frá erlendri verslun fyrir utan Evrópu markað sem selur skandinavískar hönnunar vörur. Ragnheiður vill þó ekkert gefa upp um hvaða verslun ræðir. „Það eru samninga viðræður í gangi og boltinn hjá þeim í bili.“ Ragnheiður frumsýndi NotKnot á HönnunarMars í fyrra og í ár verður hún líka með vöru, unna úr íslenskri ull; teppi sem hún kallar Kot en hún hannar munstrið út frá þakflísum húsa. „Ég tek hluta úr kotinu og set í munstur. Ég er að útfæra fleiri munstur og í fram- haldinu koma fleiri teppi. Á Hönnunar- Mars mun ég sýna þrjú munstur, í fjólu- bláum tónum, bláum og bleikum.“ Teppin sýnir Ragnheiður á sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða í Brim- húsinu við Miðbakkann á Hönnunar- Mars. Ragnheiður tekur líka þátt í sýningunni Óróar á Laugavegi 25 þar sem hún deilir vinnustofu með fleiri hönnuðum. Nánar á www.umemi.is. ■ rat ULL Í VÖRU ÁRSINS HANNAR ÚR ÍSLENSKRI ULL Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður sýnir teppi úr íslenskri ull nú á HönnunarMars. Á síðasta ári frumsýndi hún púða úr ull sem tímaritið Grapevine hefur valið sem vöru ársins 2012. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga teg. BAHAMAS - klæðilegir með spöngum í D, DD, E, F, FF, G, GG, H, HH, J skálum á kr. 12.900,- SUNDBOLIRNIR LOKSINS KOMNIR Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Íþróttastuðningshlífar Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur Stærð Verð Tilboð 120x200 84.900 kr. 79.900 kr. VALHÖLLNý hönnun 5 svæðaskipt gormakerfi, gæðabólstrun, stál kantstyrkingar Verð með íslenskum botni og fótum 10.000 kr . vöruútte kt fylgir öllum fermingar rúmum NÝ LÍNA Ragnheiður með teppi úr Knot-línunni sem verður til sýnis á HönnunarMars. MYND/STEFÁN KARLMENNSKUTÁKN Yfirvaraskegg njóta ekki bara vinsælda á Íslandi. Þannig skörtuðu karlfyrirsætur myndarlegri mottu á sýningu Nuno Gama í Portúgal nýverið. Hönnuðurinn sýndi þar nýja haust- og vetrarlínu fyrir bæði kynin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.