Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 52
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR40
Kvikmyndin Carnage
verður frumsýnd í kvik-
myndahúsum annað kvöld.
Myndin er í leikstjórn
Romans Polanski og hafa
leikarar hennar hlotið
mikið lof fyrir frammi-
stöðu sína í myndinni.
Kvikmyndin segir frá tvennum
hjónum sem ákveða að ræða málin
eftir að synir þeirra lenda upp á
kant hvor við annan. Það sem upp-
haflega átti að vera róleg kvöld-
stund með kurteislegum sam-
ræðum breytist þó fljótlega í
hávaðarifrildi og ósætti milli hjóna.
Leikstjórinn og Óskarsverð-
launahafinn Roman Polanski
skrifaði bæði handritið að
myndinni og leikstýrði og hefur
hlotið einróma lof gagnrýnenda
og áhorfenda. Með aðalhlutverk
fara stórleikararnir Jodie Foster,
Kate Winslet, Christoph Waltz og
John C. Reilly.
Carnage var frumsýnd á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum í ágúst og hlaut þar
góðar viðtökur. Vefsíðan Rotten
Tomatoes gefur myndinni 72
prósent á ferskleikaskalanum og
vefsíðan Metacritic gefur henni
61 stig af hundrað mögulegum.
Winslet og Foster voru báðar
tilnefndar til Golden Globe-verð-
launanna fyrir leik sinn í kvik-
myndinni auk þess sem Boston
Society of Film Critics tilnefndi
leikarahópinn til verðlauna í
flokki yfir besta leikaraval í
kvikmynd.
Tvær kvikmyndir eru frumsýndar í
bíóhúsum um helgina auk myndarinnar
Carnage sem er fjallað um hér fyrir
neðan.
Í myndinni Act of Valor fara raun-
verulegir sérsveitarmenn með helstu
hlutverk. Eftir að hafa náð að frelsa
CIA-starfsmann úr klóm mann-
ræningja komast sérsveitar mennirnir
á snoðir um hryðjuverkahóp sem er
að skipuleggja mannskæða hryðju-
verkaárás á Bandaríkin. Þeir lenda í
kjölfarið í veigameira verkefni en þeir
höfðu nokkurn tímann búið sig undir
og ferðast um allan heim í þeirri von
að uppræta hryðjuverkasamtökin og
koma í veg fyrir árásirnar, hvað sem
það kostar, en myndin hefur verið nefnd
ein albesta hasarmynd seinni tíma.
Gamanmyndin Project X kemur úr
smiðju þeirra sömu og færðu okkur
Hangover-myndirnar og má því áætla
að von sé á góðu. Myndin fjallar um
þrjá stráka sem ákveða að halda risa-
partý í tilefni 17 ára afmælis eins
þeirra, í þeirri von að afla sér vinsælda
innan skólans. Partýið fer þó heldur
betur úr böndunum, með skrautlegum
afleiðingum.
Meirihluti leikaranna í myndinni
hefur aldrei birst á hvíta tjaldinu áður,
þó nokkur nöfn séu lítillega kunnug, en
með helstu hlutverk fara Thomas Mann,
Oliver Cooper og Jonathan Daniel. - trs
Hryðjuverkaárásir og villt partý
MÖGNUÐ SPENNUMYND Myndin Act of Valor
hefur verið nefnd ein besta hasarmynd síðari
ára, en í henni leika raunverulegir og þaul-
þjálfaðir sérsveitarmenn.
Adam Sandler vinnur nú að nýrri
teiknimynd í þrívídd sem heitir
Hotel Transylvania. Söguhetjan
er Drakúla greifi og félagar hans
sem halda upp á afmæli Mavis,
dóttur Drakúla, á hóteli hans. Um
er að ræða hryllings-grín og ljá
stjörnur á borð við Kevin James,
David Spade og Selena
Gomez fígúrunum
rödd sína. „Þegar
allir voru mættir í
stúdíóið varð alger
orkusprenging sem
er nauðsynleg til að
sýna fram á að þessi
skrímsli eru
fjölskylda,“
segir
Sandler.
Drakúla
í þrívídd
ADAM SANDLER
■ Carnage gerist í Brooklyn-hverfinu í New York en þrátt fyrir það fóru
tökur fram í París vegna handtökuskipunar á hendur Polanski í Banda-
ríkjunum, en líkt og frægt er orðið var hann ákærður fyrir nauðgun á
ungri stúlku árið 1977.
■ Handritið er byggt á leikritinu God of Carnage eftir franska leikskáldið
Yasmina Reza. Hún skrifaði handritið að kvikmyndinni ásamt Polanski.
■ Leikverkið God of Carnage hefur verið sett upp í West End í London
þar sem Ralph Fiennes fór með eitt aðalhlutverkanna. Það hefur einnig
verið sett upp á Broadway og fóru Jeff Daniels, Hope Davis og James
Gandolfini með aðalhlutverkin þar auk Marciu Gay Harden.
AF BROADWAY Á HVÍTA TJALDIÐ
Skjótt skipast veður í lofti
★ ★ ★★★
JOHN CARTER
„En myndin sem hér er til umræðu
nær aldrei almennilegu flugi og
bendi ég á þunglamalegt handritið
og oflengd sjálfrar myndarinnar sem
helstu sökudólga.“
★★★★★
THE WOMAN IN BLACK
„Eitt besta dæmið um eyðileggingar-
mátt pissupásunnar, en The Woman
in Black er frábær fram að henni.“
KVIKMYNDARÝNI
GOTT LEIKARAVAL Leikararnir í nýjustu kvikmynd Romans Polanski hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Myndin er frumsýnd annað
kvöld.
> SKILNAÐUR
Twilight-leikarinn Peter
Facinelli og eiginkona
hans Jennie Garth,
sem sló í gegn í
Beverly Hills 90210,
hafa ákveðið að
skilja eftir 11 ára
hjónaband. Þau
eiga saman þrjár
dætur á aldrinum
5 til 14 ára.
Í Hollywood virðist fortíðar þráin
einráð um þessar mundir, fjöl-
margar endurgerðar kvik myndir
hafa litið dagsins ljós og enn fleiri
eru enn á hugmyndastiginu.
Framleiðandinn Michael Eisner
hefur lýst yfir áhuga
á að framleiða mynd
byggða á fígúrum
Garbage Pail Kids-
safnspilanna.
Spilin voru fram-
leidd árið 1985 og
náðu miklum vin-
sældum, svo miklum
að þau voru bönnuð
í g r u n nskólu m
Bandaríkjanna því
börn voru hætt
að fylgjast með
í tímum. Eisner
hefur leitað leiða til
að koma hinum vin-
sælu Garbage Pail Kids á hvíta
tjaldið frá árinu 2007. Hann hefur
fengið til liðs við sig handrits-
höfundinn Michael Vukadinovich
til að vinna að uppkasti og átt í
viðræðum við leikstjórann Adam
Pesapane.
Gamlir safnarar
Garbage Pail Kids
gætu því átt von
á því að sjá Adam
Bomb, Peeled Paul,
Handy Randy og
Babbling Brook
á hvíta tjaldinu á
næstu árum.
Ruslabörnin í bíó
FORTÍÐARÞRÁ Fram-
leiðandinn Michael
Eisner hefur áhuga á
að framleiða mynd um
Garbage Pail Kids.
★★★★★
MACHINE GUN PREACHER
„Óvenjuleg mynd sem fer vel af stað
en tapar áttum. Butler nær þó að ýta
skrjóðnum langleiðina heim.“ - hva
★★★★★
SVARTUR Á LEIK
„Svartur á leik húðar viðfangsefni
sitt ekki í sykur. Óskar og félagar
sýna raunverulega mynd af sýndar-
heiminum í frábærri spennumynd.“
JOHN CARTER
bio@frettabladid.is