Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 54

Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 54
15. mars 2012 FIMMTUDAGUR42 KYNLÍF Nýlega gaf mannréttinda- skrifstofa Reykjavíkurborgar og MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands út fræðslubæklinginn „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“. Í bæklingnum má finna fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni á vinnustað. Þegar ég las titil bæklingsins þá vissi ég ekki hverju ég ætti von á og hugsaði með mér að þetta væri enn eitt dreifiritið sem kennir klámi um allt sem aflaga fer í þessum heimi. Ég persónulega er orðin þreytt á slíkri skýringu enda er það ofureinföldun að henda öllum vandmálum heimsins í rusla- tunnu klámsins. En er ég las bæklinginn þá rifjaðist upp fyrir mér tímabil í lífi mínu þar sem ég var níu til fimm starfsmaður fjármálafyrir- tækis, fyrir hrun. Þekking mín á fjármálum var takmörkuð við það að þéna og eyða en það virtist ekki koma að sök. Vinnustaðurinn var mér mjög framandi. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara og læra reglurnar sem þarna giltu. Fyrsta vinnudaginn fór samstarfsmaður í tölvupóstinn minn og sendi öðrum starfsmanni póst um að ég þráði hann kynferðislega. Þá tók að rigna yfir mig skilaboðum, í síma og pósti, frá hinum ýmsu mönnum að segja mér hvað ég væri sæt. Þetta þótti ákaflega fyndið og ég roðnaði rétt ögn en hló með, þetta voru víst reglurnar sem giltu í þessum heimi. Ég var kölluð „sæta“, af körlum, jafnt sem konum. Það pirraði mig ekkert því svona var þessi heimur og ég taldi það vera mitt hlutverk að spila með. Í starfs- mannateitum þótti ekkert tiltöku- mál að mæta án maka enda kjörið tækifæri fyrir undirmenn að fara í sleik við yfirmenn. Þá mátti líka klípa, flassa og flengja rassa, rífa úr skyrtum og sitja í kjöltu sam- starfsmanna. Ef þú varst ekki til í tuskið þá varstu bara leiðinleg eða „róttækur rauðsokkufemínisti“ með loðin kynfæri. Ég klæddist kjólum og það þótti einkar kyn- æsandi í þessu starfsumhverfi var mér tjáð af kvenkyns samstarfs- manni. Ekkert var heilagt, hvorki í gjörðum né orðum. Það var samt ekki einungis kyn- ferðisleg áreitni sem viðgekkst heldur einnig kynja misrétti. Á einum starfsmatsfundi með karlkyns yfirmanni óskaði ég eftir launahækkun. Hann horfði hneykslaður á mig og spyrði hvernig mér dytti í hug að fara fram á sömu laun og nýútskrifaður verkfræðingur. Ég benti honum góðfúslega á að sömu þrjú ár í háskóla væru að baki þeirri menntun líkt og minni. Hann hristi höfuðið og sagðist ekki geta hækk- að mig upp í sömu laun og lægstu laun karlmannsins í minni deild. Þegar ég kvartaði yfir þessum ummælum við karlkyns starfs- mannastjóra þá hló hann og sagði ummælin „óheppileg“. Stuttu áður en krafa mín um launahækkun átti sér stað þá hafði kvenkyns yfirmaður dregið mig afsíðis og lesið mér pistilinn um að „sterkar og sjálfstæðar“ konur, eins og „við“, myndum aldrei ná okkur í maka því karlmönnum stæði ógn af okkur. Hvað hennar skoðun á mínu einkalífi tengdist vinnu var ég ekki viss um og er ekki í raun enn þann dag í dag. Áreitni, kynferðisleg og önnur, er útsmogin og oft dulin en alger- lega ólíðandi. Vinnu staður á að vera faglegur vettvangur þar sem verðleikar eiga að ráðast af frammistöðu en ekki vilja til framhjáhalds og slúðurs. Útsmogin kynferðisleg áreitni ÓÞOLANDI Áreitni, kynferðisleg og önnur, er útsmogin og oft dulin en algerlega ólíðandi. NORDICPHOTOS/GETTY KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is FARSÍMANOTKUN VELDUR ÞUNGLYNDI Samkvæmt nýjum rannsóknum Sahlgrenska sjúkrahússins í Svíþjóð getur mikil farsímanotkun valdið bæði stressi og þunglyndi. Vandamálið er algengast hjá ungu fólki á aldrinum 20-25 ára sem stöðugt er með símann við höndina. Mikið úrval Gerðu frábær kaup Opnunartímar Miðhrauni 2 ÞRI.-FÖS.: 12:00 - 18:00 LAU.-SUN.: 11:00 - 17:00 Frábært verð Miðhrauni 2, Garðabæ lifsstill@frettabladid.is TÍSKA Línurnar fyrir komandi haust voru lagðar á nýyfirstöðnum tískuvikum. Þar mátti sjá margar fallegar flíkur og fylgihluti og greina yfirvofandi tískustrauma. Víða mátti sjá munstraðar flíkur, og þá sér í lagi blóma- og austurlensk munstur, líkt og hjá hönnuðunum Jason Wu og Proenza Schouler. Víðar leður- buxur voru einnig áberandi og mátti sjá fyrirsætur klæðast slíku á sýningum Topshop Unique, Gucci og Derek Lam. Aðrir tísku straumar sem búast má við að verði áberandi næsta haust eru útvíðar buxur, loðkragar og sterkir bláir litir. LEÐUR OG BLÓM N O R D IC PH O TO S/ G ET TY DEREK LAM DOO.RI GUCCI JASON WU PROENZA SCHOULER RAG & BONE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.