Fréttablaðið - 15.03.2012, Side 57
FIMMTUDAGUR 15. mars 2012 45
Sóley Stefánsdóttir hlaut
hæsta styrkinn hjá Kraumi
í ár. Aðrir sem fengu háan
styrk voru Sólstafir, Lay
Low, Of Monsters and Men
og hátíðin Eistnaflug.
Kraumur tónlistarsjóður hefur
úthlutað ellefu milljónum króna
til fimmtán tónlistartengdra
verkefna. Þar af fengu tónlistar-
menn sem eru að spila erlendis 5,4
milljónir.
Tónlistarkonan Sóley Stefáns-
dóttir fékk hæsta styrkinn, eða
1,2 milljónir króna. Hún gaf út
sína fyrstu sólóplötu í fyrra, We
Sink, sem hlaut mjög góðar við-
tökur gagnrýnenda.
Rokksveitin Sólstafir fékk eina
milljón í styrk og á eftir henni
komu Lay Low og Of Monsters
and Men með 800 þúsund krónur
fyrir sameiginlega tónleikaferð
um Bandaríkin og Kanada sem er
nýhafin.
Kammerkór Suðurlands hlaut
600 þúsund krónur og Dead
Skeletons, hljómsveit Jóns
Sæmundar og Henriks Björns-
sonar, fékk hálfa milljón, rétt eins
og Stafnbúi, sem þeir Hilmar Örn
Hilmarsson og Steindór Andersen
standa á bak við.
Fjórar milljónir voru veittar
til verkefna innanlands. Hæstu
styrkina fengu tónlistar hátíðin
Eistnaflug, Mr. Silla og Snorri
Helga, eða 700 þúsund hver. Raf-
tónlistarhátíðin Extreme Chill
Festival og hljómsveitin Moses
Hightower hlutu hálfa milljón hvor.
Kraumur hefur verið starfandi
í fimm ár og í þetta sinn bárust
sjóðnum 189 umsóknir um styrki.
Megintilgangur Kraums er að
styðja við bakið á íslensku tónlistar-
lífi og þá fyrst og fremst ungum
tónlistarmönnum. freyr@frettabladid.is
Cyndi Lauper, sem söng í
Hörpunni í fyrra, hefur hvatt
ferðamenn til að heimsækja
Japan. Eitt ár er liðið síðan
jarðskjálfti og fljóðbylgja
gengu yfir landið. Yfir fimmtán
þúsund fórust í harmleiknum.
„Mig langar að segja
heiminum að gleyma ekki
Japan. Fólkið sem lenti í þessu
má ekki einangrast,“ sagði
Lauper á blaðamannafundi í
Tókýó. Hún var einmitt stödd
í Japan þegar atburðirnir áttu
sér stað. Hún hvatti stjórnvöld
einnig til að veita meiri upp-
lýsingar um möguleg áhrif
geislunar á svæðinu.
Hugsar hlýtt
til Japans
CYNDI LAUPER Söngkonan hugsar hlýtt
til Japans.
Sóley hlaut hæsta styrkinn
ÞAU FENGU
MEST
Sóley, Sólstafir, Lay
Low og Of Monsters
and Men hlutu hæstu
styrkina hjá Kraumi í ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Leikkonan Lindsay Lohan keyrði
á mann er hún ók út af bílastæði
skemmtistaðar í Hollywood. Lohan
ók brott án þess að athuga hvort
manninum hefði orðið meint af.
Er Lohan var ók út af bíla-
stæðinu var bifreið hennar
umkringd af ljósmyndurum og
er leikkonan reyndi að komast í
gegnum þvöguna ók hún á fram-
kvæmdastjóra nálægs skemmti-
staðar. Leikkonan ók brott án þess
að athuga hvort maðurinn hafði
slasast við höggið. Lögregla var
kölluð til og yfirheyrði fórnar-
lambið og nokkur vitni en málið
var látið niður falla þegar í ljós
kom að fórnarlambið var óskaddað.
Lohan ók
á mann
Í VANDRÆÐUM Leikkonan Lindsay
Lohan ók á mann og lét sig hverfa.
NORDICPHOTOS/GETTY