Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 2

Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 2
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS MENNING Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins lýkur á hádegi í dag en þemað er „Páskastemning“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á laugar- daginn kemur. Verðlaun fyrir fyrsta sætið er heimaljósastúdíó frá Nýherja. Í því eru tveir 150W ljósastandar, regn- hlíf og DVD-kennsludiskur. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru ferðir í Borgarleikhúsið fyrir tvo. Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd, sendi hann fleiri gildir fyrsta myndin. Hún skal hafa verið tekin nú í vetur. Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem eru teknar af öðrum en sendanda. Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem er og til að breyta fyrirsögn og myndatexta í birtingu, jafnframt er áskilinn réttur til birtingar myndar á forsíðu blaðsins. Innsendar myndir eru eign höf- unda, en Fréttablaðinu og Vísi.is er heimilt að birta þær í tengslum við keppnina og í kjölfar hennar svo fremi sem höfundarnafn sé tiltekið. Samkeppnin hófst sem fyrr segir á miðvikudag- inn en stendur til klukkan tólf á hádegi í dag. Tekið er við myndum á netfanginu ljosmyndasam- keppni@frettabladid.is og skulu þær vera í nægi- legri upplausn til að birta í blaðinu. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilis- fang, netfang og símanúmer. - kh Frestur til að senda myndir í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins rennur út í dag: Heimaljósastúdíó fyrir fyrsta sætið SIGURMYND Þessi fallega mynd prýddi forsíðu Fréttablaðsins en hún var valin besta myndin í ljósmyndasamkeppni blaðsins í desember 2010. SVÍÞJÓÐ Kona á fertugsaldri var í gær dæmd í undirrétti í Malmö til að greiða 100 dagsektir á 50 sænskar krónur fyrir að hafa þvingað þriggja ára son sinn til þess að reykja sígarettu og drekka nokkra sopa af bjór. Á hreyfimyndum, sem teknar voru á farsíma sem lögreglan komst yfir við rannsókn annarra mála, sást konan hvetja snáðann til þess að bæði reykja og drekka. Móðirin er nú á meðferðarheimili en litla drengnum og systkinum hans var komið í fóstur. - ibs Sænsk móðir greiði dagsektir: Lét þriggja ára drekka bjór og reykja sígarettu Ertu „enn á leiðinni“ í jóga? Vantar þig orku, einbeitingu, gleði og ró? KUNDALINI JÓGA Orkugefandi - Markvisst - Umbreytandi Skráning og nánari upplýsingar: www.jogasetrid.is JÓGASETRIÐ - Borgartúni 20, 4. hæð BYRJENDANÁMSKEIÐ 10. apríl Krakkajóga hefst 15. apríl Björn, var þetta fyrirsjáanlegt? „Nei, en lausnin er í sjónmáli.“ Biðlistar eftir aðgerð á augasteinum hafa lengst töluvert á undanförnum árum. Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans. MENNTUN Veikleikar háskólastigs- ins á Íslandi felast í of mörgum og fámennum háskólum og mögulegt er að fækka þeim úr sjö í fjóra án mikillar röskunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að skýrslu sem Vísinda- og tækniráð hefur sett á heimasíðu sína. Skýrslan fjallar um einföldun á vísinda- og nýsköp- unarkerfinu í heild, sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Vís- inda- og tækniráð starfar undir stjórn forsætisráðherra og mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Þrenns konar rekstrarform, opinberir háskólar, sjálfseignar- stofnanir og hlutafélag, hindrar samstarf milli háskóla,“ segir í skýrslunni. Tvær tillögur eru lagð- ar fram til breytinga á háskólun- um. Annars vegar er lagt til að skól- unum verði fækkað í fjóra úr sjö. Tveir yrðu opinberir háskólar og tveir sjálfstæðir. Þannig myndu Háskóli Íslands og Landbúnað- arháskóli Íslands sameinast, Háskólinn á Akureyri og Háskól- inn á Hólum sömuleiðis. Þá myndu Háskólinn í Reykjavík og Háskól- inn á Bifröst verða sameinaðir, en Listaháskóli Íslands yrði áfram eins og er. Þessi skipan myndi festa háskólastarf í sessi á lands- byggðinni að mati skýrsluhöfunda, auk þess sem leiðin er auðveld og myndi valda lítilli röskun. Hins vegar yrðu kraftar áfram töluvert dreifðir og rekstrarformin áfram ólík. Hinn valkosturinn er að halda fjölda háskóla óbreyttum en breyta rekstrarformi þeirra svo þeir yrðu allir reknir sem sjálfseignarstofn- anir. Með því að fara þá leið yrði ábyrgðin á verkaskiptingu og sam- einingu sett á sjálfa háskólana. „Líklegur ávinningur er að enn frekari breytingar á verkaskipt- ingu og enn skjótvirkari samein- ingar næðust fram með þessari ákvörðun,“ segir í skýrslunni. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru mun minni en í saman- burðarlöndum, hvort heldur sem litið er til ríkja innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar eða á Norðurlöndunum. „Frá 2008 hafa fjárveitingar til háskóla dreg- ist saman að raungildi um ríf- lega 13 prósent án þess að gripið hafi verið til heildstæðra hag- ræðingaraðgerða.“ Á sama tíma hefur nemendafjöldinn aukist og því er krafa á háskólana að auka þjónustu fyrir minna fé. „Að öðru óbreyttu ógnar þessi óheillaþróun rannsóknastarfsemi innan háskól- anna.“ thorunn@frettabladid.is Háskólunum verði fækkað úr sjö í fjóra Fjárveitingar til háskóla eru mun minni hér en annars staðar. Veikleikar há- skólastigsins felast í of mörgum og fámennum skólum. Hægt væri að fækka skólunum án mikillar röskunar, eða breyta rekstrarformi til að auka samstarf. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Hægt væri að sameina HR og Háskólann á Bifröst, sam- kvæmt skýrslu Vísinda- og tækniráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Annar höfuðpauranna í stórfelldu og flóknu fjársvikamáli sem beindist að tveimur eignar- haldsfélögum og Íbúðalánasjóði játaði sök við þingfestingu þess í gær. Hinn tók sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. Mennirnir fölsuðu ógrynni skjala sumarið 2009 til að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga, taka tólf milljónir út af reikningi ann- ars þeirra og selja fasteignir undan þeim báðum. Þeir fölsuðu einnig skjöl til að taka lán hjá Íbúðalána- sjóði til að kaupa eignirnar tvær í nafni fólks sem ekki tengdist mál- inu. Lánunum, samtals 40 milljón- um króna, stungu þeir undan. Tveir vitorðsmenn þeirra, sem tóku við peningunum inn á reikn- inga sína og eru ákærðir fyrir hylm- ingu, mættu ekki fyrir dóminn. Ákæruvaldið gerir kröfu um að Harley Davidson-mótorhjól verði gert upptækt af einum sakborn- inganna. Talið er að það hafi verið keypt fyrir ávinning af brotinu. Engar bótakröfur eru gerðar í ákærunni. Gunnhildur Gunnars- dóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalána- sjóði, segist hafa átt von á því að ákæruvaldið veitti sjóðnum kost á að koma að bótakröfu vegna millj- ónanna fjörutíu og kveðst munu freista þess að koma henni að þótt búið sé að þingfesta ákæru. - sh Engin bótakrafa er gerð í ákærunni á hendur Íbúðalánasjóðssvikurum: Annar höfuðpaurinn játaði sök FLÓKIN SVIK Mennirnir fölsuðu ógrynni skjala til að komast yfir féð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLYS Lík Magnúsar Þ. Daníels- sonar, skipstjórans á Hallgrími SI 77, er að öllum líkindum fund- ið við Noreg en hann fórst með skipinu þann 25. janúar síð- astliðinn ásamt tveimur öðrum úr áhöfn skips- ins, þeim Gísla Garðarssyni og Einari G. Gunnarssyni. Eiríkur Ingi Jóhannsson komst lífs af við illan leik. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá líkfundinum í gærkvöldi, en lögreglu barst tilkynning á fimmtudag um lík í sjónum fyrir utan eyjuna Kvaloya. Enn er beðið niðurstaðna úr DNA-prófi en persónulegir munir gefa sterklega til kynna að um lík Magnúsar sé að ræða. - shá Líkfundur í Noregi: Lík skipstjórans er talið fundið MAGNÚS Þ. DANÍELSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt tvo rúmenska menn í eins árs fangelsi fyrir að koma afritunarbúnaði fyrir á hraðbönkum Arion banka við Laugaveg og Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík og afrita kortaupplýsingar notenda. Brotin voru framin í lok febrú- ar og byrjun mars á þessu ári. Annar þeirra játaði sök en sagði tilraunina hafa mistekist. Hinn neitaði sök. Í dómnum segir að brot af þessu tagi séu alþekkt og tengist jafnan skipulagðri, alþjóðlegri glæpastarfsemi. Brot mannanna séu mjög alvarleg og þaulskipu- lögð. - sh Tveir Rúmenar í árs fangelsi: Dæmdir fyrir að afrita kort STÁLU UPPLÝSINGUM Mennirnir fluttu afritunarbúnaðinn til landsins. RÚSSLAND, AP Rússnesk farþega- flugvél fórst stuttu eftir flugtak frá borginni Tyumen í Síberíu. Með vélinni fórst 31 af þeim 43 sem voru um borð. Tólf manns fundust á lífi í flaki vélarinnar, en allir illa slasaðir og voru strax fluttir á sjúkrahús. Talið var að bilun í tækjabún- aði hefði valdið slysinu, en ekki þykir útilokað að mistök flug- manna eða flugumferðarstjóra hafi átt hlut að máli. Vélin var á leiðinni frá Tyumen til olíuborg- arinnar Surgut. - gb Tugir fórust í flugslysi: Farþegaflugvél fórst í Síberíu UNGVERJALAND, AP Pal Schmidt, forseti Ungverjalands, sagði af sér í gær eftir að hafa orðið upp- vís að ritstuldi. Í síðustu viku svipti Semmel- weis-háskólinn í Búdapest Schmidt doktorsgráðu hans eftir að rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði stolið meginefni doktorsritgerð- ar sinnar úr tveimur öðrum rit- gerðum. Ritgerðin, sem skil- aði honum doktorsgráðu árið 1992, fjallaði um Ólympíuleika nútímans. Sjálfur hefur hann ekki viður- kennt ritstuld, en sagðist segja af sér til að persónuleg málefni sín valdi ekki harðvítugum deil- um í landinu. - gb Forseti segir af sér: Sakaður um ritgerðarstuld Þrenns konar rekstrar- form, opinberir há- skólar, sjálfseignarstofnanir og hlutafélag, hindrar samstarf milli háskóla. ÚR SKÝRSLU VÍSINDA- OG TÆKNIRÁÐS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.