Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.04.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.04.2012, Qupperneq 4
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 PAKISTAN, AP Þrjár ekkjur Osama bin Ladens og tvær af dætrum hans hlutu 45 daga fangelsisdóm í Pakistan í gær fyrir að hafa komið ólöglega til landsins. Þær voru formlega handteknar þann 3. mars síðastliðinn og eiga því eftir að afplána hálfan mánuð í fangelsinu. Að því búnu verða þær sendar heim til föðurlands- ins, en tvær af ekkjunum eru sagðar frá Jemen og ein frá Sádi- Arabíu. Þær voru einnig dæmdar til greiðslu sektar upp á um það bil 14 þúsund krónur hver. Sektin hefur þegar verið greidd. Lögmaður þeirra ætlar ekki að áfrýja úrskurði dómstólsins. - gb Ekkjur og dætur bin Ladens: Fengu fangelsis- dóm og fésektir OSAMA BIN LADEN Þrjár ekkjur hans og tvær dætur verða sendar úr landi. NORDICPHOTOS/AFP Hreinsiefni fyrir heita potta Eigum mikið úrval af hreinsiefnum fyrir heita potta. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Baldursnesi 6 • Akureyri www. tengi.is • tengi@tengi.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 18° 9° 5° 17° 18° 6° 6° 21° 14° 19° 16° 32° 5° 16° 17° 4°Á MORGUN Fremur hægur vindur víðast hvar FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur 3 3 4 2 3 2 3 3 3 -3 4 8 9 7 6 4 2 4 6 5 8 6 7 8 5 6 5 4 6 6 8 8 DYMBILDAGAR Páskafiðringurinn farinn að gera vart við sig. Dálítil rigning eða súld V-til í dag og N- og V-til á morgun og á skírdag. Nokkuð bjart A-til í dag en dregur svo fyrir. Hlýnar í dag og nokkuð milt næstu daga. Mildast SV- og S-til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Datt um koll í Dollu Erlend kona slasaðist í hellinum Dollu á Gíghæð við Grindavíkurveg um helgina. Konan datt á höfuðið og hlaut skurð á enni. Sauma þurfti nokkur spor og var það gert á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Konan var vel búin, með ennisljós og hjálm. REYKJANES LANDHELGISGÆSLAN Stuðst var við gögn úr fjareftirliti Landhelgis- gæslunnar í tveimur nýlegum dómum yfir skipstjórum línubáta sem dæmdir voru fyrir ólöglegar veiðar á friðuðu svæði. Í hvorugu tilvikinu hafði Land- helgisgæslan tök á að senda varð- skip eða loftfar á svæðið, að því er fram kemur á vef Gæslunnar. Dómarnir tveir féllu í Héraðs- dómi Reykjaness, en skipstjór- arnir voru hvor um sig dæmdir til að greiða 400 þúsund króna sekt í Landhelgissjóð. - óká Gripnir við ólöglegar veiðar: Fjareftirlit stóð á bak við dóma MENNING Áfengissala í Vínbúð- unum dróst saman um 2,7% eða um 600 þúsund lítra á árinu 2011 miðað við árið áður. Alls seld- ust 18,4 milljónir lítra af áfengi á árinu. Sala á bjór og sterku áfengi dróst saman á milli ára en sala á léttvíni og styrktu áfengi jókst lít- illega. Áfengissala hefur dregist nokk- uð saman eftir hrun en hún varð mest á árinu 2008 þegar alls 20,4 milljónir lítra áfengis voru seldir í Vínbúðunum. Áfengissalan í fyrra var svipuð því sem var árið 2006 en síðustu þrjú ár hefur áfengis- sala minnkað á milli ára. Heild- arsamdráttur í sölu frá metárinu 2008 nemur um 10% eða tæpum tveimur milljónum lítra. Vínbúðirnar birtu í síðustu viku tölur um afkomu sína fyrir árið í fyrra. Kemur í ljós að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) skilaði rúmlega 1,2 milljarða króna hagnaði á árinu. Til saman- burðar nam hagnaður fyrirtæk- isins 1,3 milljörðum króna árið 2010 og 1,4 milljörðum árið 2009. Á árunum 2007 og 2008 var hagn- aður í kringum hálfan milljarð hvort ár. Heildartekjur ÁTVR á árinu 2011 voru 25,4 milljarðar króna. Þar af voru tekjur af sölu áfengis 17 milljarðar og tekjur af sölu tób- aks 8,4 milljarðar. Loks kemur fram í afkomutil- kynningu ÁTVR að fyrirtækið fékk annað árið í röð hæstu ein- kunn í hópi smásölufyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni. magnusl@frettabladid.is GENGIÐ 02.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4445 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,1 126,7 202,21 203,19 168,22 169,16 22,605 22,737 22,224 22,354 19,053 19,165 1,5243 1,5333 195,2 196,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 14,2 Milljón lítrar 14,8 Milljón lítrar 15,9 Milljón lítrar 17,2 Milljón lítrar 18,5 Milljón lítrar 19,6 Milljón lítrar 20,4 Milljón lítrar 20,0 Milljón lítrar 19,0 Milljón lítrar 18,4 Milljón lítrar 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Heildarsala áfengis Léttvín og styrkt undir 23% Sterkt áfengi yfir 22% Þróun á áfengissölu í Vínbúðunum frá 2002 til 2011 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Bjór 11,0 Milljón lítrar 11,4 Milljón lítrar 12,3 Milljón lítrar 13,3 Milljón lítrar 14,4 Milljón lítrar 15,2 Milljón lítrar 15,9 Milljón lítrar 15,6 Milljón lítrar 15,0 Milljón lítrar 14,4 Milljón lítrar 2,5 2,7 3,0 3,2 3,3 3,4 4,0 3,3 3,1 3,2 Milljón lítrar Milljón lítrar 767 678 654 663 708 892 1.099 919 828 798 Íslendingar drekka nú tíu prósentum minna en 2008 Áfengissala í Vínbúðunum dróst saman þriðja árið í röð í fyrra. Alls seldust 18,4 milljónir lítra á árinu en til samanburðar seldust 20,4 milljónir lítra á metárinu 2008. Ekki hefur selst minna af bjór frá því 2005 og sterku áfengi frá 2006. Hins vegar jókst sala á léttvíni og styrktu áfengi lítillega frá því í fyrra. ORKUMÁL Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíu- vinnslu á Drekasvæðinu. Íslend- ingar eru aðilar að þeim öllum og bresk leitarfélög standa að tveim- ur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri sagði útkomuna góða í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að þarna séu mjög reynd leitarfyrirtæki sem komi að mál- inu. Valiant Petroleum er stærst félaganna, ef miðað er við veltu. Það er með höfuðstöðvar í útjaðri London í Englandi, stundar olíu- vinnslu í Norðursjó og olíuleit við Noreg og Færeyjar. Faroe Petroleum, sem hét upp- haflega Føroya Kolvetni, er nú orðið alþjóðlegt félag með höfuð- stöðvar í Aberdeen í Skotlandi. Það er í olíuleit og vinnslu í lög- sögu Bretlands, Noregs og Fær- eyja. Orkustofnun mun nú fara yfir umsóknirnar og úthluta rann- sóknar- og vinnsluleyfum eigi síðar en í lok nóvember. Oddný Harðardóttir, iðnaðar- og fjármálaráðherra, lýsti mis- munandi sviðsmyndum um áhrif olíuleitar á ríkissjóð í gær og sagði þá bjartsýnustu gera ráð fyrir að eftir tíu ár gætu tekjurn- ar orðið óhemju miklar í stuttan tíma. - kmu Þrjár umsóknir bárust í sérleyfi til rannsókna og vinnslu olíu á Drekasvæðinu: Íslendingar áberandi í útboðinu Þessir sóttu um: n Eykon Energy, óskráð félag n Faroe Petroleum/Íslenskt kolvetni ehf. n Valiant Petroleum og Kolvetni ehf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.