Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 10

Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 10
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 BANDARÍKIN, AP „Sannleikurinn er sá, að ég er að bjarga Repúblik- anaflokknum frá sjálfum sér því þeir vilja endalaus stríð,“ sagði Ron Paul, einn fjögurra repú- blikana sem sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins. Nú þegar forkosningar flokks- ins eru að verða hálfnaðar þá virðist Paul eiga sáralitla mögu- leika á sigri. Hann ætlar þó ótrauður að halda áfram barátt- unni og gagnrýnir mótframbjóð- endur sína harðlega fyrir að ætla að halda áfram að ausa fé úr rík- issjóði til stríðsrekstrar í Afgan- istan og jafnvel víðar um heim. „Þetta er sóun, endalokin verða ekki góð, og ég held að repúblik- anar hafi grafið sig niður í holu vegna þess að þeir eru að reyna að yfirkeyra forsetann með hern- aði, segja að við eigum að gera meira af þessu. Samt segjast 75 prósent Bandaríkjamanna hafa fengið nóg af þessu,“ sagði Paul í sjónvarpsviðtali. Næstu forkosningar flokksins verða haldnar í Wisconsin, Wash- ington-borg og Maryland í dag. Mestu munar þar um Wisconsin, þar sem 42 kjörmenn eru í boði. Mitt Romney er með yfir- burðastöðu. Hann hefur þegar tryggt sér að minnsta kosti 453 kjörmenn af þeim 1.144 sem hann þarf til að verða fyrir val- inu á landsfundi Repúblikana- flokksins í ágúst. Að auki hafa 110 kjörmenn lýst yfir stuðningi við hann, þótt þeir séu óbundnir þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Rick Santorum hefur tryggt sér stuðning 193 kjörmanna og fengið stuðningsyfirlýsingu frá 71 til viðbótar. Newt Gingrich hefur tryggt sér stuðning 132 kjörmanna og á líklega stuðn- ing 33 vísan til viðbótar. En Ron Paul hefur aðeins tryggt sér 26 kjörmenn, þótt hann eigi líklega stuðning 52 vísan til viðbótar. „Ég held að það séu yfirgnæf- andi líkur á því að Mitt Romney verði forsetaefni okkar,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi minni- hluta Repúblikanaflokksins í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. „Mér sýnist að við séum á lokasprettin- um við að klára þetta val. Flest- ir þingmenn repúblikana í öld- ungadeildinni annað hvort styðja hann, eða eru á sama máli og ég um að nú sé kominn tími til að beina athygli okkar að kosninga- baráttunni í haust og byrja að beina spjótum okkar að forseta Bandaríkjanna.“ Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Romney til þessa þótt lík- legastur repúblikananna fjög- urra til að vinna sigur á Barack Obama þegar kosningar verða haldnar í nóvember. Fylgi Obama hefur hins vegar aukist á síðustu dögum. Þá eru stuðningsmenn Obama strax byrjaðir að skjóta föstum skotum að Romney, meira en hálfu áru fyrir kosningar. gudsteinn@frettabladid.is Forskot Romneys nú orðið nánast öruggt Forkosningar Repúblikanaflokksins í Wisconsin þykja líklegar til að staðfesta nánast óyfirstíganlegt forskot Mitt Romneys á mótframbjóðendur hans. San- torum talinn kominn á lokasprettinum. Ron Paul heldur þó ótrauður áfram. FJÓRIR MEÐ FORSETADRAUMA Ron Paul, Rick Santorum, Mitt Romney og Newt Gingrich hlýða á þjóðsöng Bandaríkjanna í sjónvarpskappræðum nýverið. NORDICPHOTOS/AFP HUSKY-HUNDUR Eigandi Husky- hundanna hefur verið kærður til lögreglu. MYND/ÚR SAFNI VERSLUN Ákvörðun ÁTVR um að heimila sölu á bjór kenndum við svarta dauða mun ekki hafa áhrif á tilvik þar sem fyrirtækið hefur hafnað öðrum tegundum áfengis. Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins (ÁTVR). ÁTVR hafði hafnað sölu á bjórnum Black Death vegna áletrunarinnar „drekkið í friði“ sem stóð á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleik- um. Eigandi vörumerkisins kærði ákvörðunina til fjármálaráðuneytisins. „Þetta er sjálfstæð ákvörðun og er ekki skyld öðrum málum sem eru í gangi,“ segir Sigrún Ósk. Vegna stjórnsýslukærunnar og þeirra röksemda sem þar hafi komið fram hafi verið farið yfir málið á nýjan leik. Í framhaldi af því var ákveðið að heimila söluna. Sölu á nokkrum áfengisteg- undum hefur verið hafnað að undanförnu, meðal annars hefur rauðvíni, sem kennt er við hljóm- sveitina Motörhead, og páskabjór með mynd af páskaunga verið hafnað af ÁTVR. - þeb SVARTI DAUÐI Ákveðið var að leyfa Black Death bjórinn eftir að eigandi vörumerkis- ins hafði kært höfnunina. Ákvörðun ÁTVR um að leyfa bjór kenndan við svarta dauða er sjálfstæð: Hefur ekki áhrif á önnur bönn LÖGREGLUMÁL Eigandi tveggja hunda af Husky-kyni sem drápu kött í Foldahverfinu í Grafarvogi í fyrradag hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmi- leg að dýrið hryggbrotnaði. Hundarnir réðust á læðuna Lóló um eittleytið í gærdag. Það var eigandi hennar sem hrakti hundana tvo á brott og var aðkoman hræðileg. Kötturinn, sem var útataður í blóði og stjarf- ur af hræðslu, drapst á leiðinni á dýraspítala en hann hryggbrotn- aði í árásinni og var allur útbit- inn. Eigandinn hringdi á Neyðar- línuna um leið og árásin átti sér stað en auk þess fékk lög- regla tilkynningu um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn á öðrum stað í hverf- inu. Lögreglan elti hundana um hverfið og eftir nokkra stund tókst að loka þá inni í garði við Fjallkonuveg. Að því loknu var haft samband við eiganda þeirra sem kom á vettvang og tók dýrin í sína vörslu en annar hundurinn var blóðugur um kjaftinn eftir að hafa ráðist á köttinn. Eigandi kattarins fór til lög- reglu í gærmorgun og lagði fram kæru á hendur eiganda Husky- hundanna. Hann hefur einnig haft samband við hundaeftirlit Reykjavíkur en þar bíða eftirlits- menn eftir gögnum frá lögreglu. Eigandinn lítur málið grafalvar- legum augum og segist ekki vilja hugsa til þess hvað hefði geta gerst ef barnabörnin hefðu verið að leik fyrir utan húsið þegar hundana bar þar að. - kh Kötturinn Lóló lést í grimmilegri árás tveggja hunda í Grafarvogi: Eigandi Husky-hunda kærður KAUPTHING FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 (the “Sicav“) ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of KAUPTHING FUND to attend the annual general meeting to be held at the registered office of the Sicav on 19 April 2012 at 10.00 a.m. with the following agenda: 1. Report of the Board of Directors and of the Independent Auditor 2. Approval of the financial statements as at 31 December 2011 3. Allocation of the results 4. Discharge to the Directors 5. Renewal of the mandate of the Independent Auditor 6. Statutory elections 7. Miscellaneous The shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions will be taken by simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the Sicav. Shareholders, who wish to attend the annual general meeting, are requested to inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 – ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days prior to the annual general meeting. Auglýsing um framlagningu kjörskrár og framboðsfrest vegna kosningar vígslu- biskups í Hólaumdæmi 2012 Kjörstjórn við vígslubiskupskosningu hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011, samið kjörskrá vegna kjörs vígslubiskups í Hólaumdæmi. Á kjörskrá eru 181. Kjörskráin, sem miðast við 1. apríl 2012, liggur frammi til sýnis á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, og hjá próföstum til þriðjudagsins 10. apríl 2012. Hún er enn fremur birt á vef þjóðkirkjunnar (kirkjan.is). Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist kjörstjórn á Biskupsstofu fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 10. apríl nk., eða hafa verið póstlagðar og póststimplaðar í síðasta lagi þann dag. Kjörstjórn úrskurðar kærur og gengur endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kærufrests. Niðurstöður kjörstjórnar munu liggja frammi á Biskupsstofu og geta kærendur kynnt sér þær þar. Sá sem hyggst gefa kost á sér sem vígslubiskup í Hólaum- dæmi skal tilkynna það kjörstjórn. Tilkynningu þess efnis skal afhenda kjörstjórn eigi síðar en fjórum vikum eftir að kjör- skrá er lögð fram. Tilkynning skal hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi skilafrests, þ.e. 30. apríl 2012 eða hafa verið póstlögð og póststimpluð í síðasta lagi þann dag. Reykjavík, 1. apríl 2012 F. h. kjörstjórnar Gísli Baldur Garðarsson, formaður kjörstjórnar IÐRUNARBÚNINGUR Í DYMBILVIKU Þetta er ekki liðsmaður bandarísku öfgasamtakanna Ku Klux Klan heldur Spánverji í iðrunarklæðum kaþólsku samtakanna La Paz í borginni Sevilla. NORDICPHOTOS/AFP Insúlíndælu stolið Tösku með síma, greiðslukorti og insúlíndælu var stolið af ungri konu á skemmtistaðnum Faktorý aðfaranótt sunnudags. Lögreglan hefur skorað á þjófinn að skila insúlíndælunni, þar sem konan þarf sárlega á henni að halda en hún kemur þjófnum tæplega að gagni. LÖGREGLUFRÉTTIR Gáfu dekkjadælu Hjálparsveit skáta í Hveragerði fékk nýverið dekkjadælu að gjöf frá Byko. Nota á dæluna til að pumpa í dekk jeppa sveitarinnar. „Dælan, sem er af gerðinni Fini, á eftir nýtast vel í útköll- um og öðrum verkefnum sveitarinnar á fjöllum þegar hleypa þarf úr dekkjum bifreiðanna í snjó og ófærum. Þá er bæði fljótlegt og auðvelt að pumpa í aftur,“ segir á vef sveitarinnar. HJÁLPARSVEITIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði handtók mann grunaðan um ölv- unar- og fíkniefnaakstur á föstu- dagskvöld. Maðurinn hafði keyrt á ljósastaur og velt bílnum til móts við Strandgötu í Hnífsdal, að því er segir á vef Bæjarins besta. Þrír aðrir voru í bílnum. Þegar lögreglan kom á vett- vang höfðu brotist út slagsmál meðal mannanna. Þeir sluppu allir með minniháttar áverka en ökumaðurinn var færður á lög- reglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr honum. - kh Dópaður ökumaður á Ísafirði: Fjórir slógust eftir bílveltu FÓLK Þeim sem var með allar töl- urnar réttar í síðasta útdrætti í Víkingalottóinu og fékk þar með 107.513.352 skattfrjálsar krónur í vinning brá að vonum mikið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Fjölskyldan fór oftsinnis yfir miðann áður en vinningshafinn ákvað að gefa sig fram. Hinn heppni er fjölskyldumað- ur með uppkomin börn og kveðst ætla að láta alla fjölskylduna njóta góðs af vinningnum þar sem miðinn sé eign hennar allrar. Um var að ræða 5 raða sjálf- valsmiða á 350 krónur sem keypt- ur var í Olís við Glerá á Akur- eyri. - ibs Yfir 100 milljónum ríkari: Vinningshafinn gaf sig fram Mér sýnist að við séum á lokasprett- inum við að klára þetta val. “ MITCH MCCONNELL LEIÐTOGI MINNIHLUTA REPÚBLIKANAFLOKKSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.