Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 12
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR12
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Falklandseyjar þrjátíu árum síðar
Þess var minnst bæði í
Argentínu og á Bretlandi í
gær að þrjátíu ár eru liðin
frá því Falklandseyja-
stríðið hófst. Stríðsátökin
stóðu í 74 daga og kostuðu
907 manns lífið. Vaxandi
spenna er á milli ríkjanna
vegna olíuleitar fimm
breskra fyrirtækja við
Falklandseyjar.
Spenna hefur farið vaxandi milli
Argentínu og Bretlands undan-
farna daga vegna áforma breskra
olíuleitarfyrirtækja sem eru að
kanna möguleikann á olíuvinnslu
út af Falklandseyjum.
Þrjátíu ár eru liðin frá Falk-
landseyjastríðinu, sem hófst 2.
apríl árið 1982 og lauk 74 dögum
síðar með sigri Breta. Átökin kost-
uðu 907 manns lífið, þar af 649
argentínska hermenn, 255 breska
hermenn og þrjá íbúa eyjanna.
Argentínubúar hafa allar götur
síðan á 19. öld gert tilkall til
eyjanna, sem þeir nefna reynd-
ar Malvínaseyjar en ekki Falk-
landseyjar. Sú afstaða hefur ekki
breyst, þótt ólíklegt sé að Argent-
ínumenn muni leggja út í hernað á
ný í von um að ná loks yfirráðum
á eyjunum.
Viðskiptastríð
Argentínustjórn hefur hins vegar
hótað lögsókn á hendur nokkrum
bönkum, sem hyggjast fjármagna
olíuleit fimm breskra fyrirtækja á
landgrunninu við Falklandseyjar.
Þótt Argentínumenn hafi látið
sér lynda að Bretar ráði á Falk-
landseyjum, þá eru of miklir
hagsmunir fólgnir í olíuvinnslu á
svæðinu til þess að hún verði látin
afskiptalaus með öllu.
Argentínumenn saka Breta
um að brjóta gegn alþjóðasátt-
málum með því að vera með her-
afla á Falklandseyjum. Einnig
hafa Argentínumenn reynt að
torvelda samgöngur og viðskipti
Falklandseyjabúa við umheiminn,
meðal annars með því að banna
bæði skipasiglingar og flugferðir
milli eyjanna og Argentínu.
Galtieri herforingi
Það var argentínski herforinginn
Leopoldo Galtieri, leiðtogi þáver-
andi herforingjastjórnar í Arg-
entínu, sem tók ákvörðun um að
senda herlið sitt til Falklandseyja
í byrjun apríl árið 1982. Hann
sagði af sér þann 17. júní sama
ár, þegar ljóst var að stríðið við
Breta var tapað eftir að átökin
höfðu kostað hundruð manna lífið.
Íbúar eyjanna vildu hins vegar
ekki segja skilið við Bretland og
Margaret Thatcher, þáverandi
forsætisráðherra Bretlands, sem
hikaði ekki við að senda öflugt
breskt herlið til að berjast við
Argentínumenn.
Herforingjastjórnin
Herforingjastjórninni í Argentínu
hefur jafnan verið kennt um að
hafa látið sverfa til stáls, en íbúar
Falklandseyja virðast sannfærð-
ir um að almenningur í Argentínu
geti ekki hugsað sér að missa til-
kallið til eyjanna.
Christina Fernandez, forseti
Argentínu, hefur nú birt opinber-
lega skýrslu um öll þau mistök
sem herforingjastjórnin gerði í
Falklandseyjastríðinu. Skýrsl-
una átti ekki að birta fyrr en eftir
fimmtíu ár, en Fernandez leggur
mikla áherslu á að draga fram í
dagsljósið þann þátt sem herfor-
ingjastjórnin átti í stríðinu. Arg-
entínskum almenningi megi ekki
kenna um það, hvað þá núverandi
stjórnvöldum sem segja fráleitt að
þau ætli að fara út í hernaðarátök
á ný, þrátt fyrir lítt dulbúnar hót-
anir um viðskiptastríð vegna olíu-
áforma.
Hávaði
Bresku fyrirtækin, sem stunda nú
olíuleit við Falklandseyjar, gefa
hins vegar lítið fyrir hótanir Arg-
entínu um viðskiptastríð.
„Þetta er eins og að gelta að
tunglinu,“ hefur AP-fréttastofan
eftir John Foster, framkvæmda-
stjóra breska fyrirtækisins Falk-
land Islands Holding, sem á hlut í
einu fyrirtækjanna sem stundar
olíuleit við Falklandseyjar.
„Tilkallið er hvorki viðurkennt
af íbúum Bretlands né íbúum
Falklandseyja. Fjárfestar átta sig
á að Argentína er með hávaða, en
þetta er bara hávaði.“
Spenna vegna olíuvinnslu
Stjórnvöld í Argentínu hafa hótað breskum og bandarískum bönkum lögsókn í
von um að koma í veg fyrir að þeir útvegi fé til fimm breskra olíuleitarfyrirtækja
sem eru að kanna landgrunnið í kringum Falklandseyjar.
Argentína
Síle
Svæði til olíuleitar
200 km
Punta
Arenas
Rio Gallegos
Svæði sem til-
heyrir Bretlandi
Norður-
Falklandseyja-
djúpið
Falklandseyjar
(Malvínaseyjar)
SUÐUR-
ATLANTS-
HAFIÐ
Suður- og
Austur-
Falklands-
eyjadjúpið
Horn-
höfði
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Oil company reports, Sunday Telegraph
Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO
Einnig er hægt að
hringja í söfnunar-
símann 9O7 2OO2,
gefa framlag á
framlag.is,
gjofsemgefur.is eða
á söfnunarreikning
O334-26-886,
kt. 45O67O-O499.
Valgreiðsla hefur verið send í
heimabanka þinn. Með því að greiða
hana styður þú innanlandsaðstoð
Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar
til sjálfshjálpar.
Hjálpum heima
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
12
07
4
4
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta
aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar.
Argentínumenn ítreka
tilkall til Falklandseyja
MINNISMERKI Í BRETLANDI Eiginkona eins hinna föllnu bresku hermanna við nafn
hans á minnismerki í Staffordshire, þar sem skráð eru nöfn allra þeirra 255 Breta
sem létu lífið í átökunum árið 1982. NORDICPHOTOS/AFP
MINNISMERKI Í ARGENTÍNU Stúlka skoðar nöfn hinna föllnu á minnismerki í Ushuaia
í Argentínu, þar sem skráð eru nöfn allra þeirra 649 argentínsku hermanna sem létu
lífið. NORDICPHOTOS/AFP
1982
2. apríl Innrás argentínska hersins hefst að skipun Leopoldo Galtieris,
leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Argentínu.
3. apríl Argentínuher hertekur eyjuna Suður-Georgíu, sem er um 1.400
kílómetra austur af Falklandseyjum.
5. apríl Breski herinn sendir 65 herskip og 15.000 hermenn af stað frá Bret-
landi til Falklandseyja.
12. apríl Bretar lýsa yfir 200 sjómílna bannsvæði í kringum Falklandseyjar.
22. apríl Bresk herskip koma að Falklandseyjum.
25. apríl Lítil bresk hersveit nær Suður-Georgíu á sitt vald.
26. apríl Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við Breta.
Stríðið stóð í 74 daga
1. maí Breskar sprengjuþotur varpa sprengjum á flugvöllinn á Falklands-
eyjum.
3. maí Umdeildasti atburður stríðsins: Breski kafbáturinn HMS Conqueror
skýtur tundurskeytum á argentínska beitiskipið General Belgrano, 30
sjómílur fyrir utan stríðssvæðið. Árásin kostar 323 Argentínumenn
lífið. Bretar bera við sjálfsvörn.
4. maí Argentínumenn skjóta flugskeyti á breska tundurspillinn HMS
Sheffield og sökkva honum. 22 Bretar láta lífið.
14. maí Bretar gera árásir á Falklandseyjar og eyðileggja 11 herflugvélar frá
Argentínu.
20. maí Friðarviðræður fara út um þúfur.
21. maí Breskir hermenn ná landi á Falklandseyjum. Argentínumenn sökkva
bresku freigátunni HMS Ardent.
23. maí Sprengjuárás á breska herskipið HMS Antelope. Bretar eyðileggja 22
argentínskar herþotur á þremur dögum.
25. maí Argentínumenn sökkva bresku herskipunum HMS Coventry og MV
Atlantic Conveyor.
28. maí Bretar ná bænum Goose Green á sitt vald. Átökin kosta 150
argentínska hermenn og 18 breska hermenn lífið.
8. júní Um 200 breskir hermenn féllu eða særðust þegar sprengjuárásir
voru gerðar á birgðaskipin Sir Galahad og Sir Tristram.
11.-13. júní Breskir hermenn ná fjöllunum Longdon og Tumbledown á sitt vald
eftir bardaga í návígi.
14. júní Argentínska setuliðið í Port Stanley gefst upp.
17. júní Galtieri segir af sér.
20. júní Stríðsátökum lýkur formlega.
manns féllu
í stríði Breta
og Argentínu-
manna um Falklandseyjar
árið 1982.
907