Fréttablaðið - 03.04.2012, Page 16
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
Íbúðalánasjóður (ÍLS) hefur ekki
uppfyllt langtímamarkmið sitt um
eiginfjárhlutfall, sem er 5%, í tæp
fjögur ár. Það var 8% um mitt ár
2008 en var 2,3% um síðustu ára-
mót, þrátt fyrir að íslenska ríkið
hafi lagt sjóðnum til 33 milljarða
króna fyrir rétt um ári. Sigurður
Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS,
segir að eigandi sjóðsins, íslenska
ríkið, þurfi að leggja honum til um
tíu milljarða króna svo hann nái að
uppfylla langtímamarkmið sitt um
eiginfjárhlutfall.
ÍLS birti ársreikning sinn í lok
síðustu viku. Þar kom fram að
sjóðurinn hefði skilað 986 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári sam-
anborið við 34,5 milljarða króna
tap á árinu áður. Á fjáraukalögum
ársins 2010 fékk fjármálaráðherra
heimild til að leggja sjóðnum til 33
milljarða króna til að styrkja eigin-
fjárstöðu hans. Loforðið var fært
til eignar og hækkunar á eigin fé
í árslok 2010. Framlagið var síðan
greitt út í lok mars 2011 í formi rík-
isskuldabréfa.
Heildareignir ÍLS námu 864
milljörðum króna um síðustu ára-
mót. Þar af voru útlán til viðskipta-
vina 782 milljarðar króna. Ný
útlán á árinu 2001 voru 24 millj-
arðar króna sem var þremur millj-
örðum króna minna en árið áður.
Alls voru 21,8 milljarðar króna
bókfærðir á ársreikningi sjóðs-
ins í árslok 2011 og 8,3 milljarðar
króna voru afskrifaðir endanlega
á því ári.
Eiginfjárhlutfall sjóðsins var
2,3%, sem er töluvert undir því
langtímamarkmiði hans að hlut-
fallið sé yfir 5%. Sigurður segir
markmiðið þó enn raunhæft. Til að
ná því séu tvær leiðir færar. Önnur
er sú að það komi í ljós að sjóðurinn
hafi ofmetið afskriftarþörf sína, og
geti þar af leiðandi nýtt fé sem er
á afskriftarreikningi sem eigið fé.
Sigurður segist þó ekki sjá annað í
stöðunni en að afskriftasjóðurinn
verði nýttur að fullu. Hin leiðin er
að ríkið leggi ÍLS til nýtt eigið fé,
sem þyrfti þá að vera um tíu millj-
arðar króna. „Öll okkar samskipti
við eigandann ganga út frá því að
það muni þurfa eiginfjárframlag
frá honum fyrr eða síðar. Þá erum
við að tala um svona tíu milljarða
króna. Hins vegar hafa stjórnvöld
ekki gefið okkur alveg skýr svör
um hvenær við fáum þetta aukna
eiginfjárframlag. Það hefur verið
rætt um að það verði á þessu ári,
en við höfum þó ekki fengið skýr
svör við því.“
ÍLS hefur tilkynnt að sjóður-
inn ætli sér að bjóða upp á óverð-
tryggð íbúðalán frá og með kom-
andi hausti. Að sögn Sigurðar er sú
vinna komin vel á veg. „Miðað við
þau viðbrögð sem við höfum feng-
ið þá er engin ástæða til að ætla
annað en að þetta verði hægt.“
thordur@frettabladid.is
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra, hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi um frek-
ari breytingar á núgildandi gjald-
eyrishöftum. Boðað var að frekari
breytinga á lögum um gjaldeyris-
mál væri að vænta þegar Alþingi
lokaði fyrir glufu í haftalögunum í
síðasta mánuði.
Segja má að breytingarnar sem
lagðar eru til í nýja frumvarpinu
séu tvenns konar. Annars vegar eru
undanþágur frá höftunum rýmkað-
ar og hins vegar er eftirlit með þeim
hert og viðurlög við brotum gerð
strangari.
Helstu breytingarnar sem lagðar
eru til í nýja frumvarpinu og miða
að rýmkun undanþága eru hækk-
un framfærsluheimilda, rýmkun
endurfjárfestingaheimilda, frekari
heimildir til gjaldeyrisviðskipta í
tengslum við atvinnustarfsemi og
rýmkun á heimild til erlendrar lán-
töku. Þá er gert ráð fyrir heimild
fyrir innlenda aðila til kaupa á far-
artæki til eigin nota innanlands.
Eins og áður sagði er eftirlit með
höftunum hert, til að mynda eftir-
lit með gjaldeyrisviðskiptum vegna
greiðslu vaxta, verðbóta, arðs og
samningsbundinna afborgana. Þá
er almenn heimild Seðlabankans til
upplýsingaöflunar í þágu eftirlits
hert og heimilaðar stjórnvaldssekt-
ir vegna brota hækkaðar.
Loks eru Seðlabankanum veitt-
ar heimildir til þess að setja regl-
ur sem kveða á um undanþágur frá
ákveðnum takmörkunum laganna.
Þannig geti bankinn losað um tak-
markanir eins og aðstæður leyfi en
einnig brugðist skjótt við komi í ljós
að undanþágur opni á sniðgöngu-
möguleika eða misnotkun.
- mþl
Frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra:
Gjaldeyrishöftin bæði
hert og rýmkuð í senn
Hömlur ehf., dótturfélag Lands-
bankans, hefur selt hjólbarða-
fyrirtækið Sólningu til Gunnars
Justinussen sem átti hagstæðasta
tilboðið í opnu söluferli. Heildar-
virði félagsins í viðskiptunum er
440 milljónir króna en salan er
tilkynnt með fyrirvara um sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins.
Sólning rekur fjögur hjólbarða-
verkstæði í Reykjavík, Kópavogi,
Njarðvík og á Selfossi. Þá rekur
Gunnar fyrir hjólbarðafyrirtæk-
ið Pitstop.
Alls skilaði 21 áhugasamur
kaupandi inn óskuldbindandi til-
boði í fyrirtækið. Þar af fengu
fimm aðgang að gagnaherbergi
til að afla sér frekari upplýsinga.
- mþl
Rekstraraðili Pitstop kaupandi:
Söluferli á
Sólningu lokið
Heildarviðskipti með hlutabréf í
Kauphöllinni námu 16,9 milljörð-
um króna í mars sem jafngildir
766 milljónum á dag. Til saman-
burðar var velta með hlutabréf
3,8 milljarðar í febrúar eða 183
milljónir á dag.
Mest voru viðskipti með bréf
Marels eða sem nam 9,5 milljörð-
um. Því næst komu viðskipti með
bréf Haga, sem námu 4,8 milljörð-
um, og með bréf Icelandair eða
sem nam 1,3 milljörðum.
Í mánuðinum hækkaði úrvals-
vísitalan OMXI6 um 6,1% og
stendur nú í 1040 stigum.
Þá voru heildarviðskipti með
skuldabréf 279 milljarðar í mars
sem samsvarar 12,7 milljarða
veltu á dag. - mþl
Líf og fjör í Kauphöll í mars:
Mikið keypt og
selt í Marel
766 MILLJÓNIR KRÓNA var meðalvelta á dag með hlutabréf í íslensku Kauphöllinni í mars.
Í febrúar var meðalvelta á dag 183 milljónir króna.
Stoðir, sem áður hétu FL Group, högnuðust um 1,1
milljarð króna á síðasta ári. Helstu eignir félags-
ins eru 99,94% hlutur í Tryggingamiðstöðinni (TM),
40,3% hlutur í hollenska drykkjarvöru-
framleiðandanum Refresco og 16%
hlutur í Geysi Green Energy. Þær
voru metnar á 35,4 milljarða króna
um síðustu áramót og eiginfjár-
hlutfall félagsins var 89%. TM var
nýverið auglýst til sölu og því ljóst að
Stoðir munu enn frekar draga saman
segl sín á þessu ári.
Helstu breytingar í rekstri Stoða á árinu
2011 voru þær að félagið seldi 5,9% hlut sinn í
Royal Unibrew á 5,3 milljarða króna. Hagnaðurinn
af sölunni rann beint í að greiða niður lán og við það
lækkuðu bæði skuldir og eignir félagsins um sömu
upphæð.
Þetta kemur fram í ársreikningi Stoða sem birtur
var eftir aðalfund félagsins síðastliðinn föstudag.
Kröfuhafar Stoða samþykktu nauðasamning í júní
2009. Samkvæmt honum fengu allir óverðtryggðir
kröfuhafar eina milljón króna eingreiðslu og 5% af
viðbótarkröfu greidda með almennum hlutum
í Stoðum. Á meðal þeirra kröfuhafa sem
hafa fengið greitt með þessum hætti er
íslenska ríkið, sem fékk virðisauka-
skattaskuld greidda í formi 0,015%
eignarhluts í Stoðum greidda til sín
í fyrravor.
Stærstu eigendur Stoða eru
þrotabú Glitnis (40,2%), Lands-
bankinn og dótturfélag hans Horn
(13,4%) og Arion banki (16,3%). - þsj
Stoðir draga saman seglin á árinu með sölu eigna:
Högnuðust um 1,1 milljarð
TM Tryggingafélagið fór í formlegt söluferli fyrr í þessum
mánuði. Þegar búið verður að selja það mun Refresco verða
langstærsta eignin sem Stoðir eiga áfram.
Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín fjölda eigna á síðustu misserum vegna
greiðsluerfiðleika lántakenda hjá sjóðnum. Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs fyrir
árið 2011 kemur fram að sjóðurinn leysti til sín 691 íbúð á árinu en seldi
154 íbúðir. Til samanburðar leysti sjóðurinn til sín 854 fasteignir á árinu
2010. Í lok árs 2011 voru alls 1.606 fullnustueignir í eigu sjóðsins og hafði
fjölgað um 537 á árinu. Um 40% þessara eigna eru í útleigu en sjóðurinn
býður íbúðir til leigu á þeim svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði
og sjóðurinn er ekki með ráðandi markaðshlutdeild. Aðrar eignir fara í
söluferli. Samanlagt bókfært virði fasteigna sjóðsins er 22,5 milljarðar króna
en bókfærða virðið tekur mið af áætluðu markaðsvirði. Loks kemur fram í
ársreikningnum að um 80% eignanna eru á landsbyggðinni, flestar á Suður-
nesjum eða um fjórðungur allra eigna.
Fasteignum sjóðsins fjölgaði um 537
Hafa ekki uppfyllt
markmiðið frá 2008
Íbúðalánasjóð vantar um tíu milljarða króna til að uppfylla markmið um eigin-
fjárhlutfall sjóðsins sem sett er fram í reglugerð. Íslenska ríkið mun þurfa að
leggja fram upphæðina. Stefnir að því að bjóða upp á óverðtryggð lán í haust.
SAMDRÁTTUR Íbúðalánasjóður lánaði 24 milljarða króna í ný útlán í fyrra. Það er um þremur milljörðum krónum minna en árið
áður. Sjóðurinn ætlar að bjóða upp á óverðtryggð lán frá og með næstkomandi hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM