Fréttablaðið - 03.04.2012, Qupperneq 24
24 3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um
aldamótin þarsíðustu, meðlim-
ir hans höfðu varla byrjað sam-
komuhald þegar út kom smárit í
Reykjavík þar sem höfundur valdi
að hæðast að trúargjörningum
þeirra. Þar mátti lesa setningar
eins og: „Sálma sína syngja þeir
og spila með mjög mikilli léttúð.“
Á Akureyri gekk andófið svo langt
að einni herkonu var troðið ofan
í kartöflusekk og átti að henda
henni í sjóinn.
Að sjálfsögðu er umfjöllunin
um þessi félagasamtök sem nú
hafa starfað í hartnær 120 ár hér á
landi fjölbreytt. Um samkomuhald
þeirra sagði Þórbergur Þórðarson
á sínum efri árum að þar „talaði
lífið en ekki guðfræðin,“ en Þór-
bergur sótti samkomur í Herkast-
alanum á árunum 1906 til 1912
og er áhugavert að lesa bók hans
Ofvitann í því samhengi sem hér
er skrifað. Halldór Laxness þekkti
líka vel til Hjálpræðishersins eins
og greinilega kemur fram í bók
hans um Sölku Völku. Af orðum
hans má greina hrifningu á því
hvernig einstaklingunum sem
kenna sig við Hjálpræðisherinn
tekst að samsama sig þeim sem
eru staddir á erfiðum stað í lífinu.
Fjölbreytt trúarflóra
Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki
lengur einokandi hlutverk í þeim
löndum sem við berum okkur helst
saman við og að nú ríkir sam-
keppni hefur breytt trúarbrögð-
unum og hugsunarhætti fólks um
trú, líka á Íslandi. Einstakling-
ar búa ekki lengur almennt yfir
trúarreynslu, efinn hefur fengið
á sig ríkara form fræðimennsk-
unnar og honum er gjarnan beint
gegn kennisetningum. Siðferðis-
dómar birtast í fjölbreyttari mynd-
um, hinn félagslegi stuðningur er
annar og á tímum upplifir fólk sem
það sé skilið eftir bjargarlaust.
Þessi upplifun, samhliða minni
virkri þátttöku fólks á trúarleg-
um vettvangi vill svo aftur leiða
til þess að fólk hættir þátttöku og
segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott
er að hafa í huga að trúfrelsi var
innleitt á Íslandi með nýrri stjórn-
arskrá 1874 á sama tíma og önnur
mikilvæg mannréttindi eins og
rétturinn til atvinnu, rétturinn
til framfærslu, skoðana-, prent-,
félaga- og fundafrelsi.
Viðhorf í garð þeirra
sem eiga öðruvísi trú
Í þessu samhengi er ljóst að við
þurfum að spyrja okkur hvaða
mynd við gerum okkur af þeim
sem hafa aðra trúarafstöðu eða
lífssýn, sérstaklega ef þeir eru
virkir þátttakendur í trúfélögum,
og hvernig við umgöngumst aðra
í fjöltrúarlegu samhengi. Leita
þarf leiða til að við sem samfé-
lag getum lifað í sátt og samlyndi,
þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur
upp í slíka leit verður að vera þess
meðvitaður hvernig eigin trúar-
hefð og eigin trú eða lífsskoðun
rúmar þá staðreynd að til sé fólk
sem á sér aðra trú og trúarhefðir.
Slík vinna felur einnig í sér sjálfs-
skoðun sem snýr að því hvernig
einstaklingurinn getur tekist á við
fjöltrúarlega færni þannig að hann
sé ekki fastur í djúpum hjólförum
eigin lífsskoðunar.
Að byggja á því sem vel er gert
Hlutverk okkar allra hlýtur að
vera að byggja á því sem vel er
gert og spyrja hvernig hindra
megi það sem brýtur samfélagið
niður. Hvert sem litið er sjáum
við að þeim sem vel tekst til með
sumt, tekst hrapallega til með
annað. Við erum ekki fullkomin.
Við erum manneskjur. En með
sameiginlegu átaki getum við bætt
margt í mannlegu samfélagi. Saga
Hjálpræðishersins hefur að geyma
hvort tveggja, það sem vel hefur
verið gert sem og það sem hefur
mistekist hörmulega. Hjálpræðis-
herinn verður að læra að taka
gagnrýni og byggja starf sitt á
faglegum forsendum. En um leið
verða þeir sem gagnrýna starf
Hjálpræðishersins að reyna að
draga úr alhæfingum og sleggju-
dómum og setja þess í stað fram
faglega gagnrýni, ábendingar um
góða starfshætti eða á annan hátt
koma skilaboðum sínum þannig á
framfæri að fólki og aðstæðum sé
sýnd virðing.
Af fordómum í garð
Hjálpræðishersins
Í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að rekstur Garða-
bæjar var jákvæður um 352
milljónir króna og að hann gekk
vel á öllum sviðum á árinu.
Bærinn er í miklum blóma um
þessar mundir. Bæði er fjár-
hagsstaðan traust og íbúarnir
almennt ánægðir með þjónustu
sveitarfélagsins og sitt nánasta
umhverfi. Nýbirtur ársreikn-
ingur og viðhorfskannanir bera
því glöggt vitni. Þessi niðurstaða
er sérlega ánægjuleg, ekki síst
í ljósi erfiðs árferðis undanfar-
inna missera.
Ein ástæða þess að rekstraraf-
gangur ársins 2011 er meiri en
gert var ráð fyrir er fjölgun íbúa
umfram spár. Garðbæingum
fjölgaði um 3,4% á árinu. Þessi
fjölgun ein og sér er til marks
um að eftirsóknarvert sé að búa
í Garðabæ en sem fyrr segir
bera viðhorfskannanir að sama
brunni. Þá eru álögur á íbúa
lágar. Útsvar er til að mynda
lægra í Garðabæ en í öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgar-
svæðinu og með því lægsta sem
gerist á landinu.
Nýr leikskóli og hjúkrunarheimili
Í Garðabæ hafa framkvæmdir
og uppbygging þjónustustofnana
haldið áfram, þrátt fyrir erfitt
efnahagsástand. Nýr leikskóli
tók til starfa í nýju hverfi, Akra-
hverfinu, í janúar síðastliðnum.
Með tilkomu hans er tryggt að
bærinn geti áfram boðið öllum
börnum leikskólavist sem eru
orðin 18 mánaða þegar skóla-
árið hefst að hausti. Meginþungi
framkvæmdanna var á árinu
2011. Engin lán voru tekin til að
byggja leikskólann sem bæjar-
félagið á því skuldlaust. Á árinu
héldu einnig áfram framkvæmdir
við nýtt hjúkrunarheimili fyrir
aldraða sem verið er að reisa
í Sjálandshverfi. Þangað mun
starfsemi hjúkrunarheimilisins
Holtsbúðar, sem nú er staðsett
á Vífilsstöðum, flytja í byrjun
næsta árs. Húsið verður alls 4
hæðir, um 6.000 fermetrar og
áætlaður kostnaður er 1,9 millj-
arðar króna sem er fjármagnað
með útgáfu skuldabréfa. Bæjar-
sjóður fær 85% þeirrar fjár-
mögnunar endurgreidd frá ríkinu
í formi húsaleigu á 20 árum.
Gott skólastarf skilar árangri
Allt frá því að sveitarfélögin
tóku við rekstri grunnskólanna
hefur metnaður bæjarstjórn-
ar staðið til þess að í bænum sé
grunnskólastarf í fremstu röð.
Í bænum starfa sex grunnskól-
ar, fjórir þeirra eru reknir af
bænum og tveir af einkaaðilum.
Börn í Garðabæ eiga aðgang að
öllum þessum skólum án þess að
greiða skólagjöld og því geta for-
eldrar valið þann skóla sem þeir
telja að henti sínu barni best.
Á árinu 2011 uppskáru grunn-
skólar bæjarins ríkulega. Niður-
stöður PISA-könnunar frá 2009
sem voru kynntar á árinu sýndu
að nemendur í Garðabæ standa
sig afburða vel. Árangur þeirra
var marktækt betri en meðaltal
Íslands í öllum þáttum, þ.e. les-
skilningi, læsi á stærðfræði og
læsi í náttúrufræði, og var sam-
bærilegur við árangur nemenda í
Finnlandi sem oftast hafa komið
best út úr þessari könnun. Nýleg
skýrsla leiddi ennfremur í ljós
að í Garðabæ er ekki marktækur
munur á lesskilningi drengja og
stúlkna. Á árinu fékk Sjálands-
skóli afhent Íslensku mennta-
verðlaunin og er það mikill heið-
ur fyrir þennan unga skóla sem
hefur verið í fararbroddi á mörg-
um sviðum m.a. hvað varðar ein-
staklingsmiðað nám, fjölbreytta,
sveigjanlega og lýðræðislega
kennsluhætti og útikennslu. Við
sama tækifæri fékk Gunnlaugur
Sigurðsson, fyrrverandi skóla-
stjóri Garðaskóla, verðlaun fyrir
merkt ævistarf.
Við viljum skara fram úr
Það er mikil áskorun fólgin í
því að reka gott sveitarfélag í
þágu íbúa. Í Garðabæ tökumst
við óhrædd á við þessa áskorun.
Við leitumst við að gera það af
ábyrgð og auðmýkt í senn. Við
viljum skara fram úr og erum
óbangin við að reyna nýjar leið-
ir að því markmiði. Við leggj-
um áherslu á að fara ábyrgum
höndum um sameiginlega sjóði
bæjarbúa í markvissri viðleitni
til að standa undir kröfum þeirra
um framúrskarandi rekstur og
þjónustu. Árið 2011 var okkur
heilladrjúgt og útlitið er gott í
fyrirsjáanlegri framtíð. Ég vil
þakka stjórnendum og starfsfólki
Garðabæjar sérstaklega fyrir
þennan góða árangur og bæjarbú-
um öllum fyrir gott samstarf um
leið og ég óska lesendum öllum
gleðiríks sumars.
Fjölskylduvænn bær
í miklum blóma
Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer
í gegnum hendur hvers nemanda
sem stundar nám í tólf til átján
ár. Útlit þeirra og innihald er
breytingum háð en í grunninn
eru þetta allt bækur sem kenna
okkur að nema, skilja heim-
inn í kringum okkur og undir-
búa okkur undir lífið. Bækurn-
ar breytast og tæknin með og
nú er rafbókin, nýjasta form
bóka, farin að láta á sér kræla í
íslenska skólakerfinu.
Rafbækur eru skrár á tölvu-
tæku formi sem virka á hlið-
stæðan hátt og bækur. Þær eru
til á ólíkum formum sem hægt er
að lesa í mismunandi tækjum en
byggja allar á sömu grundvallar-
reglu. Rafbækur eru tölvuskrár
sem innihalda texta og myndir
og eru framsettar á staðlaðan
hátt. Ákveðnar tegundir raf-
bóka geta einnig komist lengra
og innihaldið margmiðlunarefni
svo sem hljóð, myndskeið, tengla
á ítarefni og geta jafnvel verið
gagnvirkar. Að hluta til eiga
rafbækur meira sameiginlegt
með vefsíðum heldur en prent-
uðum bókum enda byggir raf-
bókatæknin á sömu stöðlum og
vefsíður. Rafbækur eru ólíkar
bókum á Pdf formi að því leyti
að staðsetning texta og mynda er
ekki fast negld niður heldur er
flæðandi og getur breyst.
Helsti kostur rafbóka fram
yfir prentuðu bókina er að les-
andinn stjórnar lestrarupplif-
uninni. Lesandinn getur aðlag-
að rafbókina að sínum þörfum
með því að stjórna stærð texta,
leturgerð, lit texta og bakgrunns
og getur oft stækkað og minnk-
að myndir. Þetta eru dýrmætir
möguleikar sem veita ýmsum
hópum svo sem lesblindum,
sjóndöprum og blindum aukið
aðgengi að bókum. Rafrænn
texti eykur einnig möguleika á
að leita í texta, finna viðeigandi
upplýsingar fljótt og örugglega
og býður upp á að glósa heilu
málsgreinarnar án fyrirhafnar.
Það er útbreiddur misskiln-
ingur að rafbækur þurfi að lesa
í sérstökum lestækjum. Reyndin
er að rafbækur er hægt að lesa í
mörgum tækjum svo sem í hefð-
bundnum borð- og fartölvum,
snjallsímum, lófatölvum, snjall-
töflum eins og GalaxyTab eða
iPad eða í sérhönnuðum les-
töflum eins og Kindle eða Nook.
Þessi tæki innihalda eða geta
notað hugbúnað til þess að lesa
ákveðnar tegundir rafbóka.
Lestæki eru heldur ekki háð
ákveðnum rafbókaveitum. Öll
ofangreind tæki geta lesið raf-
bækur frá fjölda netverslana og
rafbókaveitna. Rafbækur og les-
tæki eru því algjörlega aðskildir
hlutir og óháð hvert öðru. Það er
því mikilvægt að hafa í huga að
rafbókavæðing náms- og lestrar-
bóka er ekki háð ákveðnum tækj-
um. Tölvukostur leik-, grunn-,
framhalds- og háskóla er þegar
reiðubúinn til þess að veita kenn-
urum og nemendum aðgang að
rafbókum án fjárfestinga í les-
tækjakosti.
Gerð rafbóka lýtur að mestu
leyti sömu lögmálum og gerð
prentaðra bóka. Skrifa þarf
texta, setja inn myndir, skipu-
leggja framsetningu efnis og
vanda til frágangs og uppsetn-
ingar. Með vandaðri ritstjórn
geta rafbækur verið í stöðugri
þróun. Þar sem rafbækur eru
í eðli sínu rafrænar er auðvelt
að lagfæra villur, endurskoðun
efnis getur átt sér stað reglulega
og þróun námsefnis getur verið
lifandi án þess að því fylgi kostn-
aður við prentun, endurprentun
og dreifingu.
Rafbókavæðing skólakerfisins
snýr ekki eingöngu að námsbók-
um. Skólakerfið byggir einnig
á lestri bókmennta. Um leið og
nemendur og kennarar tileinka
sér rafrænar námsbækur ligg-
ur beint við að nota almennar
bækur á rafbókaformi. Nem-
endur geta tileinkað sér rafbæk-
ur í lestrarnámi og til afþrey-
ingar. Skólabókasöfn geta þannig
þróast í rafskólabókasöfn fyrir
náms-, fræði- og afþreyingabæk-
ur og miðstöð þekkingar innan
skólanna. Nemendur, kennarar
og starfsfólk geta nálgast nýjar
og gamlar bækur á bókasöfnum
skólanna.
Rafbækur bjóða upp á gífur-
lega marga möguleika í skóla-
starfi. Það er skylda okkar að
vera opin fyrir nýjungum og
leita leiða til framþróunar og
endurbóta. Tökum fagnandi
á móti nýrri tækni og tileink-
um okkur hana skólakerfinu til
framdráttar.
Rafbækur í skólastarfi
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
SÍÐUSTU FORVÖÐ
Aðeins tveir dagar eftir af
páskatilboðsdögum
PÁSKAVERÐ*
Miele þvottavél W1634
áður kr. 184.500
nú kr. 169.900
Miele þvottavél W1714
áður kr. 202.500
nú kr. 184.900
* á meðan byrgðir endast
Trúmál
Pétur Björgvin
Þorsteinsson
djákni
Saga Hjálpræðis-
hersins hefur að
geyma hvort tveggja, það
sem vel hefur verið gert
sem og það sem hefur
mistekist hörmulega.
Menntamál
Óskar þór
Þráinsson
upplýsingafræðingur
og stofnandi
rafbókaveitunnar
Emma.is
Stjórnsýsla
Erling
Ásgeirsson
formaður bæjarráðs
Garðabæjar
Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu
bókina er að lesandinn stjórnar lestrar-
upplifuninni. Lesandinn getur aðlagað
rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð
texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft
stækkað og minnkað myndir.