Fréttablaðið - 03.04.2012, Side 38

Fréttablaðið - 03.04.2012, Side 38
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 03. apríl 2012 ➜ Sýningar 17.00 Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýningu sína Fráhvarf/Departure í gall- eríi SÍM, Hafnarstræti 16. Aðgangur er ókeypis. ➜ Málþing 15.00 Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Karen Á. Vignisdóttir tala á málstofu Seðlabanka Íslands í fundarsal bankans, Sölvhóli. Efni málstofunnar er staða íslenskra heimila í aðdraganda og kjölfar hrunsins. ➜ Tónlist 12.00 Hörn Hrafnsdóttir, mezzósópran, heldur hádegistónleikana Örlagakerlur í Hafnarborg. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 20.30 Hljómsveitin Sálgæslan, ásamt Stefáni Hilmarssyni, kemur fram á jazz- tónleikaröðinni á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Thin Jim halda vortónleika sína á Café Rosenberg. Fjöldi gesta koma fram, þar á meðal Páll Rósinkranz, Alma Rut og Margrét (Fabúla) Sigurðardóttir. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Eggert Þór Bernharðsson talar á hádegisfundaröð Sagnfræði- félags Íslands: Hvað eru minningar? á Þjóðminjasafni Íslands. Umræðuefni hans verður Minningar í myndum: Fjöl- skyldusaga í albúmum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Leikhús ★★★★ ★ Ævintýri Múnkhásens Höfundur: Sævar Sigurgeirsson Leikarar: Gunnar Helgason, Magnús Guð- mundsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Virginia Gillard, Gunnar B. Guðmundsson, Huld Óskarsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Sara Blandon, Jón Birgir Eiríksson; Píanóleikur: Jón Birgir Eiríksson; Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson; Ljósahönnun: Súni Joensen; Tónlist: Ármann Guðmundsson, Eggert Hilmarsson, Þorgeir Tryggvason og leik- hópurinn Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Sýnt í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði Stríðshetjan Karl Friedrich Hieronymus Frei- herr von Münchausen mun hafa verið uppi 1720 til 1797. Ýkjusögur hans úr stríðinu milli Rússa og Tyrkja hafa lifað, vaxið og dafnað og nú eru þær komnar á svið suður í Hafnarfirði. Gunnar Helgason fer með hlutverk Múnk- hásens og sjaldan hefur hann notið sín eins og í hlutverki gamla barónsins sem rifjar upp ótrú- legar sögur úr lífi sínu. Að þetta væru lygasög- ur datt ekki nokkrum manni í hug enda hvers vegna skyldi uppfinningaríkur ungur maður ekki geta skotist til tunglsins eða hlunkast oní spúandi eldfjall og lifað það allt af? Múnkhásen hinn ungi, sem var mjög spaugi- leg fígúra, var skotinn í fallegri gúrkuprins- essu og trúði hann hirðsveini sínum fyrir því en vissi ekki að hirðsveinninn var einmitt stúlkan í dulargervi. Magnús Guðmundsson sem fer með hlutverk Múnkhásens þegar hann var ungur er gæddur mjög spaugilegri áru og hefur einkar gott vald á líkamsbeitingu, ekki Lygabaróninn í Hafnarfirði GUNNAR HELGASON Nýtur sín í hlutverki Múnkhásens. ósvipað meistara Chaplin. Stúlkuna og svein- inn lék Ágústa Eva Erlendsdóttir og var unun að fylgjast með henni. Sjá brosin ná til augn- anna og augun ranghvolfast í hlutverki sveins- ins. Eitt annað stórt hlutverk fór Sara Bland- on með. Hún söng sem matselja og rosalegur eldfjallaguð. Það hefði mátt styrkja allan söng með heldur meiri undirleik, en hér var aðeins leikið á eitt píanó. Gamla eiginkonan var komin með mikla gleymsku og höfðu áhorfendur mjög gaman af því hvernig hún misskildi alla hluti. Virginia Gillard fór með það hlutverk og þar sem dulítill erlendur hreimur fylgdi hverju orði varð hún enn spaugilegri. Ævintýrin gerast enn, og það er víst öruggt að mörg þeirra ungmenna sem nú um þessar mundir fá að njóta frásagnarákefð, leikgleði og töfra sem boðið er upp á í Gaflaraleik- húsinu upplifa ævintýri. Margt í sýningunni hefði getað verið betra, eins og t.d. tónlistin en skemmtilegheitin og litirnir og ferðalögin voru þannig að börnum fannst gaman. Hitt er svo annað mál að þegar verið að höfða til barna er óþarfi að hafa svona óskaplega mörg orð um alla hluti, það var kannski talað of mikið í þess- ari annars ágætu umgjörð. Leikmynd og búningar Axels Hallkells Jóhannessonar eru má segja í aðalhlutverki. Þegar Múnkhásen klifrar upp til tunglsins og hangir fastur í kaðlinum æptu áhorfend- ur og hlógu. Hvernig slæður verða að bárum hafsins og hnakkur að foringjahúfu var mjög skemmtilegt þannig að þó orðin hafi verið ansi mörg voru myndirnar sem fyrir augu bar mjög skemmtilegar. Elísabet Brekkan Niðurstaðan: Sýning sem byggir á leikgleði sem smitar alla í salnum. LJÓÐABÓK eftir Gyrði Elíasson er væntanleg 18. apríl og hefur hún fengið heitið Hér vex enginn sítrónuviður. Það eru Uppheimar sem gefa bókina út en auk þess eru væntanlegar ljóðabækur eftir Ara Trausta Guð- mundsson og Njörð P. Njarðvík. Sjálfið er tekið út fyrir sviga á myndlistarsýning- um Listahátíðar Reykja- víkur. Samstarf listamanna verður í brennidepli og ekk- ert er hægt að spá fyrir um útkomuna að mati sýningar- stjóra. „Við tökum egóið út fyrir sviga í þessari sýningu. Það verða engir listamenn sem sýna undir sínu nafni heldur erum við með hópa listamanna sem koma til með að sýna út um alla Reykjavík,“ segir sænski sýningarstjórinn Jonat- an Habib Engquist sem stendur í ströngu þessa dagana. Jonatan er sýningarstjóri viðamikillar myndlistarsýningar Listahátíð- ar Reykjavíkur þar sem 29 sam- starfshópar listamanna, með sam- anlagt yfir 100 listamenn, munu sýna verk sín á söfnum víða í höf- uðborginni. Yfirskrift sýningarinnar er „Sjálfstætt fólk“, eða (I)ndepend- ent people. Jonatan hafði samband við samstarfshópana sem allir eru að vinna verk fyrir sýninguna, og segir Jonatan afar spennandi að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu. „Lykilstef sýninganna er jafnvæg- isgangan sem felst í því að standa mitt á milli ráðandi valdakerfa, í því að gera opinbera samninga, innleiða viðmið og veita svigrúm fyrir breytingar. Á meðan á sýn- ingunum stendur verður nokkr- um mismunandi verkefnum fylgt úr hlaði, þótt endaleg útkoma þeirra sé enn óljós,“ segir í mark- miðum sýningarstjórans um sýn- inguna sem verður opnuð um opn- unarhelgi Listahátíðar í Reykjavík þann 18. til 20. maí. „Verkin eru í vinnslu og verða í vinnslu á meðan á Listahátíð stendur og það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður úr vinnu hópanna sem eru skipaðir listamönnum frá Íslandi, hinum Norðurlöndunum og einnig Banda- ríkjunum,“ segir Jonatan. Þess má geta að allir listamennirnir sem taka þátt í sýningunni hafa verið Yfir 100 listamenn taka þátt JONATAN HABIB ENGQUIST Egóið verður tekið út fyrir sviga á myndlistarsýningum Listahátíðar Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jonatan Habib Engqvist er listfræðingur og sýningarstjóri sem býr í Stokk- hólmi. Hann var áður fastráðinn hjá háskólanum í Södertörn og Konunglegu listastofnuninni í Stokkhólmi og er sem stendur í tímabundnu leyfi frá þeirri stöðu sem hann gegnir fyrir Iaspis – alþjóðlega deild myndlistar innan úthlutunarnefndar listamannalauna í Svíþjóð. Engquist hefur staðið að fjölda alþjóðlegra verkefna og sýninga og einnig skrifað fyrir og ritstýrt fagtímaritum á borð við Glänta, Ord&Bild, Motiv, Input og Divan. Hann er meðhöfundur bókarinnar Dharavi: Documenting Informalities (Stockholm 2008 & New Dehli 2009) og aðalritstjóri hjá tsnoK.se. Árið 2010 vakti sýning hans og samnefnd bók The Nordic Third World Country? – Icelandic Art in Times of Crises mikla athygli, en hún var í Färgfabriken í Stokkhólmi og Norr, Östersund. Frá árinu 2009 hefur hann einnig tekið virkan þátt í Thinking through painting, rannsóknarverkefni fyrir listamenn, í samstarfi við listamennina Kristinu Bength, Jan Rydén og Sigrid Sandström. STÝRÐI SÝNINGU UM ÍSLENSKA KREPPULIST virkir í samstarfsverkefnum til lengri eða skemmri tíma. „Með því að setja sjálfið í sviga og falla frá tilkalli til höfundar- réttar á afmörkuðu, listrænu við- fangsefni myndast óvissa sem er sértæk í eðli sínu og það verður mögulegt að skapa aðra sjálfs- mynd, eins konar blendingssjálfs- mynd. Á svæðinu sem verður til í miðju slíkrar samvinnu geta átt sér stað félagslegar og menning- arlegar breytingar,“ segir Jonatan einnig um sýninguna. Meðal sýningarstaða sem verk- efnið nær til eru Listasafn Reykja- víkur, Listasafn Íslands, Norræna húsið, Kling & Bang, Nýlistasafnið, SÍM og Listasafn ASÍ, auk almenn- ingsrýma í Reykjavík. Fjöldi viðburða fer fram í tengslum við sýningarnar, sem margar hverjar standa út sumarið. sigridur@frettabladid.is Kvartett gítarleikarans Andrés- ar Þórs Gunnlaugssonar kemur fram annað kvöld í Djassklúbbn- um Múlanum. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Jazzklúbbs- ins Múlans og Norræna húss- ins. Ásamt Andrési koma fram: Píanóleikarinn Agnar Már Magn- ússon, bassaleikarinn Þorgrím- ur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Kvartett- inn mun leika nýja tónlist eftir Andrés sem nýlega var hljóðrit- uð, stefnir hann á útgáfu seinna á árinu. Í tónlistinni gætir áhrifa úr ýmsum áttum, allt frá djassi, poppi og þjóðlagatónlist. Tónleikar Múlans fara fram í Norræna húsinu og hefjast klukk- an níu. Andrés Þór í Múlanum Níunda hefti af Són, tímariti um óðfræði, hefur að geyma fjölbreytt efni um ljóðlist. Auk merkra þýðinga úr ítölsku eftir Guðbjörn Sigurmundsson og grísku eftir Kristján Árnason eiga skáldin Kristín Jónsdóttir á Hlíð, Kristbjörg Freydís Stein- grímsdóttir og Sigríður Jóns- dóttir frumsamin ljóð í ritinu. Hér er eitt eftir Kristínu á Hlíð, ort í október 2009. Það heitir Samferða: Saman munum sofna og vakna við sömu kjör. Draumskipum okkar aldrei verður ýtt úr vör. Lífróðri skulum að landi stefna lekum knör hvort sem það reynist fagnaðar eða feigðarför. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, doktor í íslenskri stuðlasetningu, á tvær greinar í því sem tengj- ast stuðlum og rími og Þórður Helgason eina sem hann nefnir Rímnamál. Í grein Hauks Þorgeirssonar, Álfar í göml- um kveðskap, bregður hann upp nokkrum svipmynd- um af álfum í verkum íslenskra skálda fyrir siðaskipti og Nokkrar vísur úr rúnahandritum nefnist grein eftir Þórgunni Snædal. Helgi Skúli Kjartansson á tvær greinar, Þríkvæð lokaorð dróttkvæðra braglína og Fjórlið- ir – illnauðsyn í íslenskri brag- greiningu? Þá birtir Kristján Eiríksson þýðingar íslenskra ljóða á esperanto. Allt um ljóð- listina

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.