Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.04.2012, Blaðsíða 50
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR46 Mind Xtra fyrir konur eins og þig Leggings 1990 kr. Bómullar-blúndubolir 1990 kr. Full búð af nýjum vörum og frábærum tilboðum OPNUNARTILBOÐ KÖRFUBOLTI Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslita- rimmunni gegn Njarðvík í Ice- land Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámunda- dóttir er með slitið krossband en fyrir aðeins fáeinum dögum kom í ljós að Íris Sverrisdóttir er einn- ig með slitið krossband en báðar meiddust þær í sama leiknum; leik númer tvö í undanúrslita- rimmunni gegn deildarmeistur- um Keflavíkur. Haukar unnu þó rimmuna 3-0 en þær Guðrún Ósk og Íris misstu vitanlega báðar af þriðja leiknum. Báðar eru byrjunarliðsmenn í Haukum og því er þetta mikið áfall fyrir Hafnfirðinga. Úrslita- rimman hefst í Njarðvík á mið- vikudagskvöldið. - esá Tveir lykilmenn í Haukum: Slitu krossband í sama leiknum FYRIRLIÐINN Guðrún Ósk er hér með boltann í umræddum leik gegn Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Þetta verða vonandi skemmtilegir og eftirminnilegir páskar fyrir strákana okkar í handboltalandsliðinu því liðið er á leiðinni til Króatíu til að berjast fyrir farseðli inn á Ólympíuleik- ana í London. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hitti blaðamenn í gær þar sem hann talaði um að einn af andstæðingum liðsins auk Síle, Japans og Króatíu sé sú stað- reynd að menn séu alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Íslenska þjóðin fær tækifæri til að kveðja landsliðið í kvöld þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í Laugardalshöll- inni. Stórmál að komast inn á ÓL „Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikilvægt verkefni þetta er fyrir okkur og handboltann á Íslandi. Það er stórmál að komast inn á Ólympíuleika og það hafa margar þjóðir verið að keppa um að komast í forkeppnina og það komast færri að en vilja,“ segir Guðmundur. Íslenskir handboltamenn fögn- uðu sérstaklega sigri Dana á EM í Serbíu í janúar því með því datt íslenska landsliðið inn í umrædd- an riðil og slapp við það að glíma við tvær sterkar Evrópuþjóðir um tvö laus sæti á ÓL. „Við gerum okkur allir grein fyrir því og þurfum að vera mjög einbeittir. Það er engin ástæða til annars en að fara í þetta á fullu. Það eru allt hættulegir andstæð- ingar sem bíða okkar í þessum riðli og við þurfum að gera vel til þess að komast inn á Ólympíuleik- ana,“ segir Guðmundur. Umræðan um léttan riðil „Kannski er einn af andstæðing- unum sá að menn eru alltaf að tala um að þetta sé svo þægilegur og léttur riðill. Eitt af því hættu- lega í stöðunni er að við förum að trúa því sjálfir og menn missa einbeitingu út á eitthvað slíkt. Það getur verið hættulegt að heyra það kannski 30 til 40 sinnum því þá fara menn kannski að trúa því. Þess vegna þurfum við að passa okkur á því að þetta eru allt þjóð- ir sem við þurfum að taka mjög alvarlega, “ segir Guðmundur sem fær nú Ólaf Stefánsson og Snorra Stein Guðjónsson aftur inn í liðið en þeir misstu báðir af EM. „Það hafa ákveðin meiðsli hrjáð nokkra leikmenn liðsins en mér sýnist að þetta sé allt á réttri leið fyrir utan það að Alexander er meiddur. Sumir eru að koma úr meiðslum og hafa jafnað sig. Við erum mjög ánægðir með það. Við eigum því að geta stillt nánast upp okkar sterkasta liði í þessum leikjum,“ segir Guðmundur. Íslenska landsliðið hefur undan farin ár endað lokaundir- búning sinn fyrir mikilvæg verk- efni með því að spila leik í Laug- ardalshöllinni og oftast fyrir framan fulla höll. Það fer ekkert á milli mála að strákarnir vonast eftir stemningu og stuði í Höll- inni í kvöld. „Þetta er gríðarlega mikilvæg- ur leikur fyrir okkur, bæði til að sjá hvar við stöndum og fá góðan æfingaleik á móti mjög góðu liði. Allir leikirnir á móti Noregi síð- ustu ár hafa verið mjög jafnir og skemmtilegir leikir. Ég biðla til handboltaáhugamanna og þeirra sem hafa gaman af því að horfa á landsliðið í stórkeppni, að styðja við bakið á okkur með því að koma á leikinn. Það er gríðar- lega mikilvægt fyrir okkur að fá fólk í Höllina til þess að skapa þessa réttu stemningu,“ segir Guðmundur og troðfull höll er stór liður í að stilla menn af fyrir komandi átök í Króatíu. Þakklátir fyrir stuðninginn „Það er gríðarlega mikill munur á því að spila fyrir fullu húsi eða fyrir hálftómu húsi. Það má líkja þessu við leikara sem er að leika í leikriti, hvort hann er að leika fyrir fullu húsi eða hálftómu húsi. Ég held að það sé svipað. Við tökum með okkur ákveðna stemn- ingu og ákveðinn samhug sem við höfum oft fundið hjá íslensku þjóðinni gagnvart okkur. Við erum þakklátir fyrir það þegar við finn- um fyrir þessum stuðningi sem hefur verið einstakur í gegnum tíð- ina. Það væri frábært fyrir okkur að finna fyrir þessu núna og fá það í veganesti með okkur út til Króa- tíu.“ ooj@frettabladid.is Samhug og stemningu í veganesti Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar. Það er gríðarlega mikið í húfi í Króatíu um páskana, nefnilega sæti á Ólympíuleikana í London í sumar. TILFINNINGARÚSSIBANI Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari gengur í gegnum ýmislegt á hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í forkeppni Ólympíuleikanna vegna meiðsla á öxl en hann hefur engu að síður verið að spila með Füchse Berlin. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í mál Alexanders á blaðamannafundi í gær. Það má segja að þrír aðilar séu að togast þarna á. Alexander að klára sitt síðasta tímabil með Füchse Berlin, hann fer til Rhein Neckar Löwen í sumar og þá eru Ólympíuleikarnir fram undan tak- ist íslenska landsliðinu að komast til London. Það besta fyrir íslenska landsliðið væri að Alexander færi strax í aðgerð en málið er ekki ein- falt. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um aðgerð enda ráðum við því ekki. Hann verð- ur að ákveða það sjálf- ur hvort hann vill slíka aðgerð eða ekki. Það er ekkert í kortunum eins og staðan er í dag að hann sé á leiðinni í aðgerð,“ sagði Guð- mundur í gær. „Það sýnist sitt hverjum hvað á að gera og hve- nær eigi að gera það. Það hafa allir aðilar sem að því máli koma á einn eða annan hátt sína skoðun á því. Ég efast um að Berlín vilji hleypa honum í aðgerð núna og svo framvegis. Það togast ýmislegt á í þessu máli. Við hlustum bara á þá lækna sem hafa skoðað mynd- ir af þessu og þeir meta þetta á sinn hátt á Íslandi en síðan eru aðrir læknar í Þýskalandi sem hafa aðra skoðun. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta endar.“ „Ef okkur tekst að komast inn á Ólympíuleikana þá er hann að sjálfsögðu gríðarlega mikilvæg- ur leikmaður í okkar liði. Það er enginn vafi á því að landsliðið vill njóta krafta hans,“ sagði Guð- mundur en til þess að hann nái Ólympíuleikunum þá þarf hann að fara tímanlega í aðgerð. „Eftir því sem læknar landsliðsins segja þá telja þeir að það sé hægt að framkvæma á honum tiltölulega einfalda aðgerð sem kemur honum í lag á sex til átta vikum. Hún á að koma í veg fyrir að þetta fari enn verr. Það er möguleiki á því að hann nái Ólympíuleikunum ef menn fara nógu snemma í það mál,“ sagði Guðmundur. - óój Þrír aðilar togast á um það hvað sé best að gera í meiðslum landsliðsmannsins Alexanders Petersson: Einföld aðgerð á öxlinni myndi bjarga ÓL ALEXANDER PETERSSON Missir af forkeppni Ólympíu- leikanna í Króatíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Liverpool hefur aðeins fengið átta stig í síðustu tólf leikj- um sínum en það er versti tólf leikja sprettur liðsins síðan 1954. Aðeins Wolves hefur fengið færri stig en Liverpool frá áramótum. „Ég held að við verðum ein- faldlega að standa saman,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool sem tapaði fyrir Newcastle um helgina, 2-0. „Leikmenn vilja ná árangri og besta leiðin til þess er að standa saman og hafa trú á því sem þeir eru að gera. Það nýtur þess enginn að tapa leikjum enda værum við í verulegum vandræð- um ef svo væri,“ bætti hann við. Liverpool mætir næst Aston Villa á heimavelli á laugardaginn næsta. - esá Liverpool tapar og tapar: Versta gengi liðsins í 58 ár DALGLISH Hefur ekki náð því besta úr leikmönnum Liverpool að undanförnu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistara- deildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evr- ópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistara- deildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigur stranglegri á sínum ógnar- sterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstað- an 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skor- ar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs,“ sagði Carles Puyol, fyrirliði Barce- lona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á marka- laust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram.“ Zlatan Ibrahimovic er hættuleg- asti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum,“ sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppn- inni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum,“ sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld. - esá Stórlið í eldlínunni í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld: Kunnum bara að sækja til sigurs FIMM STIGA FORYSTA Carles Puyol og Zlatan Ibrahimovic eigast við í fyrri leik Barcelona og AC Milan. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.