Fréttablaðið - 03.04.2012, Qupperneq 54
3. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR50
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Ég hlusta á mjög fjölbreytta
tónlist. David Bowie er mér
iðulega innan handar og það
eru The Stranglers líka. Annars
hlusta ég á allt milli djass og
þungarokks.“
Svanur Már Snorrason, blaðamaður og
rithöfundur.
Vefur bandarísku útvarpsstöðvarinnar
KEXP fer fögrum orðum um tónleika Of
Monsters and Men í heimaborg stöðvarinn-
ar, Seattle, á dögunum.
Útvarpsstöðin sá íslensku sveitina fyrst
á Iceland Airwaves-hátíðinni 2010 og var
fyrst til að spila tónlistina hennar í banda-
rísku útvarpi. „Það er eitthvað vingjarn-
legt við Of Monsters and Men sem höfðar til
svo margra. Hamingjan lekur af tónlistinni
þeirra, sama hvort þau syngja um óendur-
goldna ást eða verur í skóginum,“ skrifaði
blaðamaðurinn, sem var sérlega hrifinn af
lögunum Dirty Paws, Lakehose og From
Finner. Hann bætti við að þrátt fyrir að
hljómsveitin væri undir greinilegum áhrif-
um frá Arcade Fire og Edward Sharpe and
the Magnetic Zeros hefði Of Monsters and
Men náð að þróa sinn eigin hljóm.
Uppselt var á tónleikana sem um 1.800
manns sáu á staðnum Showbox SoDo. Lay
Low hitaði upp og fékk hún einnig góða
dóma hjá KEXP, sem sagði hana hafa verið
sjálfsörugga og að áhorfendurnir hafi kunn-
að vel að meta hana.
Of Monsters and Men og Lay Low spila
á austurströnd Bandaríkjanna næstu tvær
vikurnar og verða tónleikar sveitarinnar í
New York sýndir í beinni útsendingu á You-
tube á fimmtudaginn. Fyrsta plata Of Mon-
sters and Men á Bandaríkjamarkaði, My
Head Is An Animal, kemur út í dag og verð-
ur fróðlegt að fylgjast með viðbrögðunum
við henni. - fb
Vel heppnaðir tónleikar í Seattle
GÓÐIR DÓMAR Of Monsters and Men á tónlistarhátíð-
inni South By Southwest í Texas. Tónleikar sveitarinnar
í Seattle fá góða dóma hjá KEXP. NORDICPHOTOS/GETTY
Vefsíðan Stylepark.com fjallar
um vöruhönnuðinn Sigríði Heim-
isdóttur í grein sinni um norræna,
kvenkyns vöruhönnuði. Greinar-
höfundurinn Anneke Bokern segir
áberandi hversu margar norrænar
konur hafa náð langt í greininni.
Í greininni kemur fram að kven-
kyns vöruhönnuðir búi við betri
tækifæri á Norðurlöndunum en
víða annars staðar og því hafi
margar náð að skapa sér nafn í
starfsgrein sem er að miklu leyti
karlastétt. Sigríður rifjar meðal
annars upp atvik frá námsárum
sínum á Ítalíu þegar kennari efað-
ist um getu hennar vegna kyns.
„Fyrir lokaverkefni okkar ákvað
ég og fimm bekkjarsystur mínar
að hanna saman hjól. Prófessor-
inn spurði okkur þá vingjarnlega
hvort við treystum okkur í slíkt
verkefni þar sem við værum allar
stelpur,“ segir Sigríður í greininni
og bætir við að þetta hefði ekki
átt sér stað í hennar föðurlandi,
Íslandi. „Á Norðurlöndunum er
stúlkum og strákum kennt að vel-
gengni hefur ekkert með kyn að
gera, ekki heldur í hönnunargeir-
anum.“
Blaðamaður Stylepark.com
fjallar einnig um sænska hönn-
uðinn Monicu Förster og Danann
Cecilie Manz og norsku hönnuðina
Silju Søfting og Evu Marit Tøftum.
Stylepark er virtur miðill sem
fjallar um arkitektúr og hönnun en
sinnir einnig öðrum störfum líkt
og ráðgjöf og sýningastjórnun og
var sett á laggirnar í Frankfurt
árið 2000. - sm
Sigga Heimis í hópi þeirra bestu
VEKUR ATHYGLI Fjallað er um Sigríði
Heimisdóttur í grein á vefsíðunni Style-
park.com. Greinin fjallar um norræna,
kvenkyns hönnuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16.
Glæsilegt í baðherbergið
3.990,-
2.290,-
2.890,-
1.490,-
1.490,-
1.890,-
1.690,-
2.990,-
2.890,-
690,-
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Legend kemur í verslanir á morg-
un. Hún nefnist Fearless og inni-
heldur tíu lög, þar á meðal Sisters
sem hefur verið spilað töluvert í
útvarpinu.
Legend er skipuð Krumma
Björgvinssyni og Halldóri Á.
Björnssyni sem hafa áður starf-
að saman í hljómsveitinni Esju
en þeir hafa verið vinir frá 1999.
Tíu árum síðar varð Legend til
og heitir sveitin í höfuðið á sam-
nefndri ævintýramynd Ridley
Scott frá árinu 1985 sem fjallar
um baráttuna á milli ljóss og
myrkurs. „Við erum rosalega
spenntir. Þessi plata er búin að
vera heilt ár í bígerð og það er
gaman þegar maður fær ein-
takið loksins í hendurnar,“ segir
Krummi en platan var tekin upp
í Stúdíó Neptúnus og annaðist
vinur þeirra Hazar hljómjöfnun.
Tónlistina sem Legend spilar
má flokka sem drungalegt nor-
rænt rafpopp í anda Depeche
Mode og sænsku hljómsveit-
arinnar The Knife. „Ég hlusta
mjög mikið á raf-iðnaðarrokk
með goth-i í. Ég er mikið fyrir
alla tónlist en er sérstaklega hrif-
inn af þessari tónlistarstefnu.“
Spurður nánar út í hvað sé svona
gott við hana bætir Krummi við:
„Það eru þessi vélarhljóð sem við
heyrum í kringum okkur þegar
við löbbum út úr húsi og þessi
framtíðarsýn. Það er líka viss
sál, finnst mér, í þessari tónlist
sem er á vissan hátt ósýnileg.
Það eru margt í henni sem heillar
mig.“
Fearless kemur út samtímis á
geisladiski og vínylplötu í vönd-
uðum umbúðum. „Við lögðum
mikið í að hafa flottar umbúðir
og gera rosalega flottan pakka.
Við viljum endilega að fólk fari út
í búð og kaupi sér eintak í áreið-
anlegu formi.“
Útgáfuteiti vegna plötunnar
verður haldið á skemmtistaðn-
um Boston annað kvöld kl. 20 þar
sem hún verður fáanleg á góðu
verði. Næstu tónleikar Legend
verða á tónlistarhátíðinni Aldrei
fór ég suður um páskana og í
maí verða svo útgáfutónleikar í
Reykjavík. freyr@frettabladid.is
KRUMMI BJÖRGVINSSON: MARGT Í TÓNLISTINNI SEM HEILLAR MIG
Vélarhljóð og ósýnileg sál
á nýrri plötu frá Legend
LEGEND Krummi Björgvinsson og Halldór Á. Björnsson ásamt trommuleikaranum Frosta Jóni Runólfssyni sem spilar með þeim á
tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fatahönnuðurinn Guðmundur Jör-
undsson sýndi nýja fatalínu fyrir
Kormák & Skjöld á RFF um helgina
sem leið. Myndir frá sýningunni
birtust á tískuvefsíðunni Nowfas-
hion.com og í gær var sýning Kor-
máks & Skjaldar í þriðja sæti yfir
vinsælustu tískusýningarnar og sló
þar við tískuhúsum á borð við Alex-
ander McQueen, Victoriu Beckham
og Dior.
Að sögn Guðmundar gekk sýning-
in vonum framar og er hann ánægð-
ur með athyglina sem hún hefur
vakið. „Þetta gekk allt samkvæmt
áætlun enda er ég að vinna með
miklu fagfólki sem stóð allt við sitt
og rúmlega það. Það er líka gaman
hvað sýningin hefur vakið mikla
athygli og frábært að vera vinsælli
en McQueen og Victoria Beckham.“
Nowfashion.com birtir fyrst
tískuvefrita myndir frá sýningum á
rauntíma og starfar náið með þýska
Vogue, Grazia og Showstudio.
Guðmundur notaði ekki vanar
fyrirsætur á sýningunni heldur
fékk vini, kunningja og menn sem
honum þótti vera með réttu útgeisl-
unina til að sýna flíkurnar. „Flesta
þekki ég vel eða kannast eitthvað
við. Einn greip ég á meðan hann
sat í stólnum hjá hárgreiðslumann-
inum Stjúra og svo kom einn með
flugi frá Seyðisfirði.“
Aðspurður segist Guðmund-
ur hafa haft í nægu að snúast um
helgina og átti meðal annars nokkra
fundi með erlendum gestum hátíð-
arinnar. „Það er ýmislegt í pípunum
eftir RFF og við erum núna á fullu
að undirbúa framhaldið, skipu-
leggja framleiðsluna og senda út
prótótýpur. Það er ýmislegt sem
þarf að ganga frá og klára og svo
þarf ég að byrja á sumarlínunni
sem fyrst. Ég fór í fermingarveislu
úti á landi á sunnudaginn og var svo
þreyttur eftir helgina að ég sofnaði
í henni,“ segir Guðmundur í gaman-
sömum tón en viðurkennir að það sé
gott að hann hafi nóg að vinna og
gera. „Ég er mjög sáttur við þetta
allt saman.“ - sm
Vinsælli en
McQueen og Dior
VINSÆLL Tískusýning Guðmundar Jörundssonar er vinsælli en sýning Alexanders
McQueen og Victoriu Beckham á vefsíðunni Nowfashion.com. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK