Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 2
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR2
SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp
Íslands mun í dag bjóða skjól-
stæðingum sínum upp á sumar-
klippingu.
Fjölskylduhjálpin hefur boðið
nokkrum sinnum upp á slíka
þjónustu síðustu misseri, en í dag
verður opið í klippingu á milli 10
og 16 í dag, í húsnæði fjölskyldu-
hjálparinnar við Eskihlíð.
Fjölskylduhjálpin vill taka fram
að mikilvægt er að fólki mæti
með nýþvegið hárið. Þá verður
einnig matarúthlutun í dag.
- þj
Fjölskylduhjálp Íslands:
Sumarklipping
stendur til boða
TÆKNI Sjálfvirkur pitsuskeri,
boltakastari fyrir lata hundaeig-
endur og golfkerra framtíðarinn-
ar voru meðal nýstárlegra tækja
sem gaf að líta á sýningu verk-
fræðinema Háskóla Íslands í gær.
Um var að ræða prófverkefni
í námskeiðinu Tölvustýrður vél-
búnaður, en þar fá nemendur að
þróa hugmynd og fylgja henni allt
fram að fullgerðu tæki.
„Þetta er árlegur viðburður hjá
okkur og það hafa komið mjög
skemmtilegar og fjölbreyttar
hugmyndir í gegnum árin,“ segir
Magnús Þór Jónsson prófessor í
samtali við Fréttablaðið.
Hann segir námskeiðið gefa
nemendum skýra innsýn í ferl-
ið sem liggur á bak við þróun og
gerð véla.
„Þetta sýnir þeim hversu lang-
ur vegur er milli hugmyndar og
frumgerðar. Sú leið er oft erfið
og krefst þolinmæði, en þau læra
mikið af þessari vinnu og ekki
síst mistökunum.“
Magnús segir námskeiðið oft
hafa reynst góður stökkpallur
fyrir nemendur yfir á vinnu-
markaðinn. Marel og Össur hafa
meðal annars komið að námskeið-
inu og margir nemendur jafnvel
hafið störf hjá þeim og öðrum
nýsköpunarfyrirtækjum eftir
námið.
Ein af skemmtilegri hugmynd-
um þessa árs er boltakastarinn
fyrir lata hundaeigendur. Tækið
er hannað með það fyrir augum
að hundurinn geti hlaðið tækið
sjálfur. Það virkar eins og lás-
bogi og þegar boltinn er lagður á
réttan stað, dregst tækið til baka
og skýtur boltanum.
Arnar Lárusson, einn hönnuða
tækisins segir hugmyndina eiga
sér einfalda sögu.
„Hjálmar, einn úr hópnum
okkar, er einmitt latur hundaeig-
andi og við unnum þetta út frá
hans pælingu.“
Arnar bætir því við að þetta
námskeið veiti afar góða reynslu,
fyrst og fremst til að beita þekk-
ingu sinni við raunverulegar
aðstæður.
„Verkfræðin er afar strembið
nám og þetta er í raun í fyrsta
sinn sem við fáum tækifæri til að
beita okkar kröftum og þekkingu
sem við höfum viðað að okkur síð-
ustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að
við getum gert ýmislegt.“
Aðspurður hvort þeir hyggi á
fjöldaframleiðslu á boltakastar-
anum segir Arnar það óvíst.
„Ég veit ekki alveg með okkar
tæki, en það voru margar góðar
hugmyndir í námskeiðinu og
örugglega tækifæri til að þróa
ýmislegt áfram.“
thorgils@frettabladid.is
Leiðin frá hugmynd
að frumgerð oft löng
Verkfræðinemar hanna og smíða margvísleg tæki. Prófessor segir um að ræða
mikilvæga reynslu fyrir nemendur. Leiðin frá hugmynd að fullbúinni frumgerð
taki tíma. Ungur hönnuður segir þróunarferlið bæta miklu í reynslubankann.
LETINGJAGRÆJA Hönnuðir boltakastarans segja tækið hannað fyrir lata hunda-
eigendur til þess að hundar geti sjálfir skotið boltum til að sækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FJÖLBREYTT FRAMTÍÐARTÓL Á meðal
verkefnanna þetta árið var sjálfvirkur
pitsuskeri.
ÞJÓÐKIRKJAN Nýr biskup þjóðkirkju Íslands verður valinn í dag.
Talningu í seinni umferð atkvæðagreiðslu um biskupskjörið lýkur
seinni partinn, en hún hefst klukkan tíu. Talningin fer fram á
háalofti Dómkirkjunnar, líkt og hefur tíðkast áður.
Eftir fyrri kosninguna, standa þau Agnes M. Sigurðardóttir,
sóknarprestur í Bolungarvík, og Sigurður Árni Þórðarson, prest-
ur í Neskirkju, eftir sem möguleg biskupsefni. Agnes fékk 131
atkvæði, eða 27,5 prósent. Sigurður Árni fékk 120 atkvæði, eða 25,2
prósent.
Agnes segist afar róleg yfir úrslitum dagsins. „Ég er ekkert
spennt og tek þessu með ró,“ segir hún. „En ég er nokkuð bjartsýn.“
Sigurður Árni tekur í sama streng: „Ég er fullkomlega æðrulaus
yfir þessu og hef gaman af,“ segir hann. „Þetta er bara eins og í
fótboltanum, það er annað liðið sem vinnur.“
Alls voru 502 seðlar sendir út og var þátttaka góð samkvæmt
upplýsingum frá Biskupsstofu. - sv
Biskupsefnin tvö eru róleg í tíðinni og æðrulaus yfir úrslitum dagsins:
Nýr biskup verður valinn í dag
SIGURÐUR ÁRNI Sig-
urður Árni er prestur
í Neskirkju og hlaut
næstflest atkvæði í
fyrri umferðinni.
AGNES Agnes starfar
sem sóknarprestur í
Bolungarvík og fékk
flest atkvæði í fyrri
umferð biskupskosn-
ingarinnnar.
DÓMSTÓLAR Maður á þrítugs-
aldri var í gær dæmdur í árs-
fangelsi fyrir ítrekaðan akstur
undir áhrifum fíkniefna, önnur
umferðarlagabrot, fíkniefnabrot
og vopnalagabrot. Þá var hann
sviptur ökurétti ævilangt.
Brotin voru framin á árunum
2010 og 2011, en maðurinn,
sem er fæddur í júlí 1984, á sér
óslitinn sakaferil frá 1999.
Tekið var af manninum 3,41
gramm af amfetamíni og CS-gas-
vopn. Þá var manninum gert að
borga tæpar 176 þúsund krónur
í málsvarnarlaun og tæpar 912
þúsund annan sakarkostnað. - óká
Dæmdur í ársfangelsi:
Á sakaferil allt
frá árinu 1999
VIÐSKIPTI Fjöldi notenda á sam-
skiptavefnum Facebook nálgast
nú milljarð. Nú eru skráðir
meira en 900 milljón notendur á
síðunni.
Frá því er greint á Vísi að fjöldi
notenda hefur aukist um 220
milljónir á einu ári og daglegum
notendum fjölgað úr 372 milljón-
um í fyrra í 526 milljónir.
Tekjur vefsins námu ríflega
einum milljarði dollara, sem eru
tæplega 128 milljarðar króna. Á
hverjum degi mælast 3,2 millj-
arðar af „like“ eða „líkar við“,
yfir 300 milljónum mynda er
hlaðið inn á Facebook-veggi og
125 milljón vinasambönd verða
til. - sv
3,2 milljarðar „like-a“ á dag:
900 milljónir
nota Facebook
HIN NÝJA TÍMALÍNA FACEBOOK Um
125 milljónir af nýjum vinasamböndum
verða daglega til á Facebook.
NORDICPHOTOS/GETTY
FJÖLMIÐLAR Í frásögnum erlendra fjölmiðla af
úrskurði Landsdóms er í fyrirsögnum ýmist lögð
áhersla á að Geir Haarde hafi verið sakfelldur í
einum ákærulið af fjórum, eða að dómstóllinn hafi
ekki séð ástæðu til að gera honum refsingu.
„Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands er með-
sekur í fjármálakreppunni,“ segir til dæmis í
þýska tímaritinu Der Spiegel, en norska dagblaðið
Aftenposten segir: „Fyrrverandi forsætisráðherra
Íslands sleppur við refsingu fyrir aðild sína að
bankahruninu.“
Fjallað er um málið meðal annars í dagblöðunum
The New York Times, The Guardian, Financial
Times og Le Monde, skýrt frá niðurstöðum dóm-
stólsins en ekki farið ítarlega ofan í málavöxtu.
Víða er tekið fram að Geir Haarde sé fyrsti þjóð-
arleiðtoginn, og jafnvel fyrsti stjórnmálamaðurinn,
sem dreginn hefur verið fyrir dóm vegna athafna
sinna eða athafnaleysis í aðdraganda fjármála-
kreppunnar 2008.
Vitnað er í orð Geirs um að málaferlin hafi verið
fáránleg og dómurinn sé hlægilegur. - gb
Flestir erlendir fjölmiðlar fjalla um landsdómsmálið á Íslandi:
Ólíkar áherslur í fyrirsögnum
GEIR HAARDE RÆÐIR VIÐ FJÖLMIÐLA Málið hefur vakið athygli
erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÖGREGLUMÁL Íslensk kona á þrí-
tugsaldri var handtekin á Kefla-
víkurvelli um helgina vegna
gruns um að hafa komið með
fíkniefni til landsins. Við rann-
sókn kom í ljós að konan var með
fimm skammta af sveppatei, bak-
aða hassköku og fjórar e-töflur í
fórum sínum. Lögreglunni á Suð-
urnesjum barst tilkynning um
málið frá tollgæslunni í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Þá tilkynnti tollgæslan um
aðra konu sem grunuð var um að
hafa fíkniefni í farteskinu. Í ljós
kom að hún var með eina e-töflu í
farangri sínum. - sv
Tvær teknar með eiturlyf:
Með sveppate
og hassköku
Með kannabis í nærbuxum
Lögreglan á Suðurnesjum fann fjóra
poka af hvítu efni fyrir utan eldhús-
glugga við húsleit um helgina.
Ung kona sem stödd var í íbúðinni
viðurkenndi að eiga efnið. Síðar kom
einnig í ljós að hún hafði falið poka
af kannabisefni í nærbuxum sínum.
Að sögn lögreglu veitti konan mikla
mótspyrnu við handtöku.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
Rökkvi, hlógu Þjóðverjarnir
bara að þér?
„Já, allir – nema þessi 99,9 prósent
þjóðarinnar sem hafa ekki húmor.“
Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson
reyndi nýlega fyrir sér sem uppistandari
í Berlín. Grínaðist Rökkvi á þýsku og fékk
misjafnar undirtektir eftir áhorfendum.
FJÖLMIÐLAR RÚV tekur ekki við
styrkjum eða öðrum fjármunum
frá Evrópusambandinu eða stofn-
unum sem því eru tengdar til
að kynna starfsemi ESB eða til
fréttaöflunarferða eða dagskrár-
gerðar.
Þetta kemur fram í svari
mennta- og menningarmálaráð-
herra við fyrirspurn Ásmundar
Einars Daðasonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, um fjár-
hagsleg tengsl RÚV og ESB og
reglur sem gilda þar um. - sv
Ráðherra svarar þingmanni:
RÚV fær enga
styrki frá ESB