Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. apríl 2012 11
Golfhótel stækkað verulega
Hótel Hamar hefur sótt um leyfi til
að byggja 24 herbergja viðbyggingu
og stækka salarkynni við Golfhótelið
í Hamarslandi í Borgarbyggð. Hótelið
er 30 herbergja í dag. Byggingarfulltrúi
hefur samþykkt stækkunina með fyrir-
vara um jákvæða umsögn Golfklúbbs
Borgarness.
BORGARBYGGÐ
Féll af þaki húss
Karlmaður féll af þaki húss í Reykja-
nesbæ um helgina. Að sögn lögreglu
var maðurinn að vinna á þakinu
þegar hann féll. Hann var fluttur á
sjúkrahús til skoðunar og Vinnueftirliti
ríkisins tilkynnt um slysið.
LÖGREGLUMÁL
DANMÖRK Enginn vafi er á að
maður sem er ákærður fyrir
að hafa myrt miðaldra hjón í
nágrenni Óðinsvéa fyrir rúmu
ári sé sekur. Þetta segir saksókn-
arinn í málinu, sem hefur vakið
mikla athygli í Danmörku.
Hjónin voru skotin til bana á
kvöldgöngu í Árþúsundaskógi
um miðjan apríl í fyrra. Talið er
að þau hafi komið að ákærða, 38
ára karlmanni, þar sem hann var
að skjóta af vélbyssu. Hann hafi
skotið þau í stundaræði og reynt
að hylja spor sín í kjölfarið.
Leitin að morðingjanum var
afar yfirgripsmikil, en mánuði
síðar var umræddur maður hand-
tekinn og hefur síðan setið í varð-
haldi.
Margt þykir benda til sektar,
þar á meðal lífsýni á skothylkj-
um. Verjandi mannsins segir
það ekki taka af tvímæli um að
umbjóðandi sinn hafi framið
ódæðið, því ákærði hafi um árabil
selt og meðhöndlað vopn og skot-
færi í undirheimum Óðinsvéa.
Verjandinn byggir vörn sína á því
að vekja upp vafa á sekt ákærða
og vildi meðal annars reyna að
varpa sök á annan mann í málinu.
Hinn ákærði bar vitni í fyrra-
dag og neitaði sök. Hann sagðist
ekki hafa verið í Þúsaldarskógi
þennan dag, þó hann muni ekki
hvað hann aðhafðist um daginn.
Í dönskum fjölmiðlum segir
að dómur verði kveðinn upp
næstkomandi föstudag. - þj
Saksóknari í máli þar sem dönsk hjón voru myrt í skógi við Óðinsvé:
Segir engan vafa leika á sök ákærða
LÍÐUR AÐ DÓMI Maður sem ákærður er
fyrir að myrða hjón í fyrra segist saklaus,
en ákæruvaldið segir engan vafa leika á
sekt hans.
NORDICPHOTOS/AFP
FASTEIGNAMARKAÐUR Í marsmán-
uði var 91 skjali, bæði kaupsamn-
ingum og afsölum, um atvinnu-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu
þinglýst og 58 utan þess.
Þetta er næstum því tvöfalt
meira en á sama tíma í fyrra,
en fram kemur á vef Þjóðskrár
Íslands að í mars árið 2011 hafi
56 skjölum verið þinglýst á
höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir jafnframt að heildar-
fasteignamat seldra eigna á
höfuðborgarsvæðinu í mars hafi
verið tæpir sex milljarðar, sem
er talsvert minna en á síðasta ári
þar sem samsvarandi upphæð
var rúmir 20 milljarðar. - þj
Atvinnuhúsnæðismarkaður:
Fleiri samning-
um þinglýst en
lægri upphæð
ATVINNUHÚSNÆÐI Heildarfasteignamat
seldra atvinnuhúsnæðiseigna á höfuð-
borgarsvæðinu í mars nam um sex
milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UPPLÝSINGATÆKNI Tölvuöryggi
í viðskiptum er viðfangsefni
hádegisfundar Varðbergs, sam-
taka um vestræna samvinnu
og alþjóða-
mál, á morgun
fimmtudag.
Fundurinn, sem
hefst klukk-
an tólf í ráð-
stefnusal Þjóð-
minjasafns
við Suðurgötu,
á að standa í
klukkustund.
Framsögumenn á fundi Varð-
bergs eru Guðmundur Kr. Tómas-
son, framkvæmdastjóri greiðslu-
kerfa Seðlabanka Íslands og
Haukur Oddsson, forstjóri Borg-
unar. Fundarstjóri er Björn
Bjarnason, formaður Varðbergs.
Fundurinn er öllum opinn. - óká
Varðberg í Þjóðminjasafninu:
Tölvuöryggi í
viðskiptum rætt
BJÖRN BJARNASON
UPPLÝSINGATÆKNI Eimskip hefur
tekið í notkun nýtt snjallforrit
(eða „app“) sem býður viðskipta-
vinum fyrirtækisins upp á að fá
nákvæmar rauntímaupplýsingar í
snjallsíma um stöðu sendinga.
Forritið sýnir einnig nákvæma
staðsetningu skipa félagsins, áætl-
un og siglingaleiðir, auk annarra
upplýsinga. „Það eina sem þarf að
gera er að tengjast ePORT þjón-
ustuvef Eimskips og slá inn send-
ingarnúmer,“ er í tilkynningu haft
eftir Gunnari Vali Steindórssyni,
verkefnastjóra hjá Eimskipi. - óká
Eimskip tekur „app“ í notkun:
Staða sendinga
sést í snjallsíma