Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 38
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Smiðjan, Sölvhólsgötu
Frumsýning í Nemendaleikhús-
inu, Óraland eftir nýja íslenska
leikara og samferðarmenn. Að
útskrifast eftir fjögurra ára nám
sem einkennist af algerri sam-
veru, er stórt, erfitt og merkilegt
skref. Nú á þessi skóli að breytast
og var þessi sýning hér sú síðasta í
Nemendaleikhúsinu. Það er leiðin-
legt að hugsa til þess, vegna þess
að sýningar einmitt þessa leikhúss
hafa alltaf einkennst af leikgleði,
von og framtíðartrú. Margir óska
þess heitast að fá að leika Tsjekof
eða stórbrotin hlutverk meistara
Shakespeares á slíkri stundu en
þessir nemendur fóru þá leið að
kynna og leika sig sjálfa.
Það er alltaf flókið að búa til
einmitt þessa síðustu sýningu. Nú
velja nemendur í samvinnu við
sína nestora að kynna sína eigin
persónur, án þess að vera endilega
að leika auglýsingu. Þeir höfundar
sem unnu með hópnum hentu inn
til þeirra hugmyndum og saman
hafa þau útbúið dagskrá sem
byggist að mörgu leyti á því sem
þau sjálf eru hluti af.
Óraland er þeirra eigið land og
víða komið við. Sýningin var sam-
sett úr röðum atriða, sum voru í
samhengi en önnur eins og inn-
skot; ekki ósvipað og dagskrár-
efni Kastljóssins oft vill verða.
Nokkur hópatriði eins og grínið
um söngleikinn Hárið og fanta-
gott atriði um síðustu mínúturnar
í hafinu fyrir utan sökkvandi
skipið Titanic voru einkar smart
og skemmtilega unnin.
Saga Garðarsdóttir átti marga
góða spretti þar sem hún ítrekað
sagði okkur að hún ætti svo sann-
arlega heima í fjölmiðlum, og eins
heillaði Hjörtur Jóhann Jónsson
með túlkun sinni á gamla fulla
pabbanum sem alltaf var að sníkja
pening af dóttur sinni. Dótturina
leikur hin heillandi Olga Sonja
Thorarensen sem hefur mjög svo
Síðasta sýning Nemendale
Leikhús ★★★
Óraland
Höfundar: Hópurinn og Jón
Atli Jónasson. Leikarar: Hjörtur
Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arn-
björnsson, Olga Sonja Thoraren-
sen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur
Ármannsson, Saga Garðarsdóttir,
Sara Margrét Nordahl, Sigurður
Þór Óskarsson, Snorri Engilberts-
son, Tinna Sverrisdóttir. Tónlist:
Björn Pálmi Pálmason, Oddur S.
Báruson. Leikstjóri: Una Þorleifs-
dóttir.
...alltaf opið!
Í 10–11 finnurðu
frábært vöruúrval.
Á salatbarnum í 10–11
færðu hollt og gott salat
með öllu því sem þér
þykir best.
Sjáumst
á salatbarnum!
SERENÖÐUR OG MANSÖNGVAR
ÁGÚST ÓLAFSSON, BARÍTÓN
ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ
HÁDEGISTÓNLEIKAR
ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
NORÐURLJÓSUM, HÖRPU
FIMMTUDAGINN 26. APRÍL KL. 12.15
WWW.OPERA.IS
TÆLINGARSÖNGVAR
AÐGANGUR
ÓKEYPIS