Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 25. apríl 2011 | 8. tölublað | 8. árgangur Síðasta stóra endurskipulagningin ➜ Skipti er stærsta íslenska félagið sem hefur ekki verið endur- skipulagt ➜ Langtímaskuldir félagsins eru um 60 milljarðar króna ➜ Skuldabréfaflokkur að mestu í eigu lífeyris- sjóða á gjalddaga í apríl 2014 Niðurstöðu að vænta í SpKef deilu í síðasta lagi 10. maí Úrskurðanefnd um fjárhagslegt uppgjör milli Landsbankans og íslenska ríkisins vegna yfirtöku bankans á SpKef mun skila niðurstöðu sinni í síð- asta lagi 10. maí næstkomandi. Málflutningur deilu- aðila fyrir úrskurðarnefndinni fór fram 28. og 29. mars síðastliðinn og hefur hún sex vikur frá lokum hans til að skila niðurstöðu. Ragnar H. Hall hæsta- réttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, segir niðurstöðuna ekki liggja fyrir en að það styttist í hana. Um gríðarlega fjárhagslega hagsmuni er að ræða fyrir bæði Landsbankann, sem tók yfir starf- semi SpKef sparisjóðs í byrjun mars 2011, og ís- lenska ríkið. Ríkissjóður telur sig eiga að borga um 11,1 milljarð króna með SpKef en Landsbank- inn telur ríkið þurfa að greiða sér 30,6 milljarða króna. Því skeikar um 20 milljörðum króna á mati deiluaðilanna. - þsj Virði fasteigna N1 lækkaði um tvo milljarða á sex mánuðum Virði þeirra fasteigna sem hýsa starfsemi N1 rýrn- aði um tæpa tvö milljarða króna á tæplega sex mánaða tímabili í lok árs 2011. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir það ár. Fjárhagslegri endurskipulagningu N1 lauk með undirritun á frjálsum nauðasamningum félagsins 24. júní 2011. Ein af forsendum nauðasamningsins var að N1 myndi kaupa fasteignir Umtaks ehf., sem hýsa starfsemi N1, á 9,5 milljarða króna af Arion banka, sem hafði leyst til sín Umtak. Um sex mán- uðum síðar var síðan framkvæmt virðisrýrnunar- próf á fasteignum félagsins. Í ársreikningi N1 segir að „niðurstöður virðisrýrnunarprófsins leiddu til gjaldfærslu í rekstrarreikningi að fjárhæð 1.988 millj. kr. og samvarandi lækkunar á bókfærðu virði fasteigna“. Við endurskipulagningu N1 í fyrrasumar varð Arion banki stærsti eigandi félagsins með 39% eignarhlut. Sá hlutur var seldur til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í lok september 2011 en viðskiptin voru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppnis- eftirlitsins. Þau viðskipti hafa ekki enn verið klár- uð. Gangi þau eftir mun FSÍ fara með tæplega 55% eignarhlut í N1. - þsj …við prentum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.