Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 29
5MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Nauðasamningsumleitunum SJ Eignar- haldsfélags, sem áður hét Sjóvá, lauk 3. apríl síðastliðinn. Því er nauðasamning- ur félagsins orðinn endanlegur. Í honum felst að kröfuhafar fá 7% af 12 milljarða króna kröfum sínum, eða rúmlega 800 milljónir króna. Kröfuhafarnir, sem eru þrotabú Glitn- is, Landsbankinn, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins (LSR) höfðu áhyggjur af því að há tekjufærsla, sem myndi mynd- ast við gerð nauðasamningsins gæti haft í för með sér skattskuldbindingu sem félagið myndi ekki ráða við að greiða. Því gæti gerð hans kallað gjaldþrot yfir gömlu Sjóvá með tilheyrandi skipta- kostnaði. Á því höfðu kröfuhafarnir ekki áhuga. Því var ákveðið að fara þá leið í ferlinu að afskrifa öll hlutabréf og víkj- andi lán en gefa síðan út ný hlutabréf sem nema 0,1% af samningskröfum til kröfu- hafa. Þeir veittu síðan ný lán fyrir þeim 99,9% krafna sem eftir standa. Lánin bera enga vexti og gjalddagi þeirra er 31. mars 2015. Hann má framlengja um allt að fjögur ár. Með þessum hætti geta kröfuhafarnir tæmt félagið hægt og ró- lega eftir því sem eignir þess breytast í verðmæti. - þsj Kröfuhafar fá sjö prósent af kröfum sínum greiddar: Nauðasamningur gömlu Sjóvár orðinn endanlegur SJÓVÁ Tryggingarekstur félagsins var seldur til nýrra eigenda. Hlutafé ÍAV ehf. var aukið um 300 milljónir króna um miðjan des- ember síðastliðinn. Í tilkynningu til fyrirtækjaskráar kemur fram að kaupendur hins nýja hlutafjár sé Íslenskir aðalverktakar ehf., sem áttu allt hlutafé í verktaka- fyrirtækinu áður. Um er að ræða 37,5% aukningu á hlutafénu. ÍAV hagnaðist um 11 milljón- ir króna á árinu 2010, samkvæmt ársreikningi sem fyrirtækið skil- aði inn 30. mars síðastliðinn. Alls metur ÍAV-samstæðan, en móður- félagið á ellefu dótturfélög, eign- ir sínar á 3,6 milljarða króna og eigið fé hennar var 454 milljón- ir króna í lok árs 2010. Skuldir hennar voru 3,2 milljarðar króna á sama tíma. Eigendur ÍAV eru svissneski verktakarisinn Marti Holdings AG, og félög í eigu Gunnars Sverr- issonar og Karls Þráinssonar, for- stjóra ÍAV. Marti keypti verktaka- hluta ÍAV í mars 2010. Fasteigna- hluti félagsins, og þorri skulda þess, varð eftir hjá Arion banka. Drög ehf., fyrrum móðurfélag ÍAV, skuldaði 28,1 milljarð króna í lok árs 2009. Eigið fé þess félags var neikvætt um 20,3 milljarða króna á sama tíma. Marti lánaði síðan þeim Gunnari og Karli til að kaupa 25% eignarhlut hvor í ágúst 2010. - þsj Hlutafé aukið um 300 milljónir í desember Skjá miðlar ehf., sem meðal ann- ars eiga og reka sjónvarpsstöðina Skjá einn, töp- uðu 458 millj- ó nu m k r ó n a á árinu 2010. Eigið fé félags- i ns va r nei - kvætt um 154 milljónir króna í lok þess árs. Þ et ta kemur f r a m í á r s - reikningi sem skilað var inn til ársreikninga- skrár 14. mars síðastliðinn. Sala samstæðunnar jókst á milli ára og fór úr 2,2 milljörð- um króna í 2,5 milljarða króna. Rekstrartap fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði jókst hins vegar lítillega og var 196 milljón- ir króna. Framkvæmdastjóri Skjá Miðla er Friðrik Friðriksson. - þsj Töpuðu hálfum milljarði króna FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Arion banki kynnir Startup Reykjavík Arion banki auglýsir eftir umsækjendum í verkefnið Startup Reykjavík sem er byggt á fyrirmynd TechStars í Bandaríkjunum. Umsækjendur geta verið allt frá því að vera með hugmynd á byrjunarstigi upp í að reka sprotafyrirtæki sem komið er lengra. Tíu viðskiptateymi verða valin til að vinna sínar hugmyndir eins langt og mögulegt er á 10 vikum. Verkefnið stendur yfir frá 10. júní – 22. ágúst 2012. Viðskiptateymin tíu fá: 2 milljónir króna í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu 10 vikna þjálfun frá sérfræðingum Innovits og Klaks Tengingar og handleiðslu frá yfir 40 sérfræðingum úr íslensku atvinnulífi Aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu Aðgang að víðtæku tengslaneti um heim allan Að kynna á fjárfestaþingi undir lok verkefnisins Umsóknarfrestur er til 7. maí 2012. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast á startupreykjavik.com. Verkefnið er samstarf Arion banka, Innovits og Klaks. Virkjum nýsköpunarkraftinn. Össur hagnaðist um 10 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi 1,3 millj- arða íslenskra króna, á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. Til saman- burðar nam hagnaður 8 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi 2011. Í afkomutilkynningu kemur fram að vörusala fyrirtækisins hafi aukist um 5% á fjórðungnum, mælt í staðbundinni mynt. „Söluvöxtur á fyrsta ársfjórð- ungi var góður og í takt við áætl- anir okkar fyrir árið í heild. Eins og á undanförnum ársfjórðung- um þá uxu öll landsvæði og vöru- markaði, þar sem Evrópa sýndi sérstaklega góðan árangur,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, for- stjóri Össurar, í fréttatilkynningu vegna þessa. Heildarsala Össurar nam 100 milljónum dala en var 97 milljón- ir á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Þá nam EBITDA 18 milljónum dala og stóð í stað á milli ára. - mþl Vörusala Össurar jókst um 5%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.