Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 4
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR4
SJÁVARÚTVEGUR Landssamband
útvegsmanna (LÍÚ), Samtök fisk-
vinnslustöðva (SF) og Samtök
atvinnulífsins (SA) hafa skilað
Atvinnuveganefnd Alþingis sam-
eiginlegri umsögn um frumvörp um
stjórn fiskveiða og veiðigjald.
Samtökin skora á stjórnvöld að
draga frumvörpin til baka með
þeim orðum að „sátt um endur-
skoðun á lögum um stjórn fisk-
veiða næst ekki nema með aðkomu
atvinnugreinarinnar sjálfrar,
þeirra sem best þekkja til starfsemi
sjávarútvegsins“.
Með umsögn LÍÚ, SF og SA
fylgja álitsgerðir LEX lögmanns-
stofu og endurskoðunarfyrirtæk-
isins Deloitte, sem voru unnar að
beiðni LÍÚ.
Í áliti LEX lögmannsstofu eru
gerðar alvarlegar athugasemdir
við veiðigjaldafrumvarpið. Kemur
fram að „það fyrirkomulag sem
felst í frumvörpunum fái ekki stað-
ist eignarréttarákvæði 72. greinar
stjórnarskrárinnar án þess að til
bótaskyldu ríkisins stofnist“.
Af 75 sjávarútvegsfyrirtækj-
um sem endurskoðunarfyrirtækið
Deloitte hefur lagt mat á verða 53
gjaldþrota ef frumvörpin ná fram
að ganga. Þá segir að frumvörpin
muni hafa mjög neikvæð keðjuverk-
andi áhrif á fyrirtæki í tengdum
greinum og sveitarfélög um land
allt. - shá
Þrenn stór hagsmunasamtök skila sameiginlegri umsögn um kvótafrumvörpin:
Sammála um ókosti frumvarpa
SPÁ GJALDÞROTI Mat hagsmunasamtaka
er að boðaðar breytingar valdi fjölda-
gjaldþroti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GENGIÐ 24.04.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,5278
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,24 126,84
203,86 204,86
166,03 166,95
22,313 22,443
21,984 22,114
18,711 18,821
1,5532 1,5622
194,89 196,05
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
46
40
7
E
N
N
E
M
TVÆR NÝJARBRAGÐTEGUNDIR
SVÍÞJÓÐ Aðeins fjögur prósent
Svía treysta Karli Gústaf, kon-
ungi Svíþjóðar. Þetta eru niður-
stöður nýrrar
könnunar Gauta-
borgarháskóla.
Fyrir tveim-
ur árum kvaðst
21 prósent bera
traust til kon-
ungsfjölskyld-
unnar en 41 pró-
sent árið 1995,
að því er kemur
fram á vef
norska ríkisútvarpsins.
Bókin „Carl XVI Gustaf: Den
motvillige monarken“ er talin
eiga þátt í óvinsældunum. Í henni
er konungnum lýst sem glaum-
gosa sem hafi verið umkringd-
ur klæðlitlum dömum á nekt-
arbúllum. Brúðkaup Viktoríu
krónprinsessu og Daníels
prins og fæðing lítillar prins-
essu virðist ekki hafa dregið úr
óvinsældunum. - ibs
Ný skoðanakönnun í Svíþjóð:
Fjögur prósent
treysta konungi
KARL GÚSTAF
SJÁVARÚTVEGSMÁL Þau fyrirtæki í
sjávarútvegi sem hafa þegar farið
í gegnum fjárhagslega endurskipu-
lagningu horfa mörg hver fram á
frekari fjárhagslega erfiðleika, nái
frumvarp til laga um veiðigjöld
fram að ganga. Lítil og meðalstór
fyrirtæki, mörg í smærri sjávar-
byggðum, lenda helst í vanda en
stærstu útgerðirnar þola hækk-
að veiðigjald, en það takmarkar
þróun og vöxt félaganna.
Þetta er meðal niðurstaðna
umsagnar Arion banka um frum-
vörp til laga um stjórn fiskveiða og
veiðigjald sem barst Atvinnuvega-
nefnd Alþingis í gær. Umsögnina
skrifar Höskuldur H. Ólafsson
bankastjóri.
Höskuldur segir í umsögn sinni
að frumvarpið um veiðigjöld muni
veikja stöðu fyrirtækja í sjávar-
útvegi til muna og gera mörgum
þeirra ókleift að standa við skuld-
bindingar sínar. Hann segir að
staða margra fyrirtækja í dag gefi
svigrúm til fjárfestinga en það
svigrúm sé úr sögunni með þeim
gjöldum sem kynnt eru í frum-
varpinu. Það komi til með bitna
verst á félögum með gamlan skipa-
flota og hafa ekki ráðist í endur-
nýjun hans á undanförnum árum.
Það vekur athygli að Höskuld-
ur telur „vart tímabært að taka
afstöðu til upphæðar veiðigjalds-
ins fyrr en sátt hefur náðst um
útreikninginn á veiðigjaldsstofn-
inum“ og segir vankanta á forsend-
um um útreikning á veiðigjalds-
stofninum.
Þá segir að veiðigjald upp á
60% af reiknaðri auðlindarentu í
byrjun sé of hátt
og lítið svigrúm
gefið til aðlög-
unar þar sem
gjaldið hækki
úr 60% í 70% á
þremur árum.
„Bankinn telur
að heppilegra
hefði verið að
byrja á mun
lægri skattpró-
sentu og endur-
skoða álagninguna að ákveðnum
tíma liðnum. Þannig væri gefið
svigrúm til næstu ára til fjárfest-
inga í tækjum og skipastól sem
setið hefur á hakanum á undan-
förnum árum.“ Telur Höskuldur
að hömlur á fjárfestingu dragi
verulega úr samkeppnishæfni
íslensks sjávarútvegs og stuðli
að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa
og óarðbærum rekstri í sjávar-
útvegi. Minnir hann á að flotinn
verður sífellt eldri og sé nú með
hæsta meðalaldur síðustu tveggja
áratuga.
Þá kemur fram í umsögninni að
eðlilega gæti verið að gjaldtaka
hvers árs miði við meðaltal þriggja
(eða fleiri) ára sem myndi tryggja
að tekjustreymi til ríkisins yrði
fyrirsjáanlegra milli ára sem og
gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis.
svavar@frettabladid.is
Getur þýtt gjaldþrot
eða frekari aðlögun
Í umsögn Arion banka um kvótafrumvörpin er lýst áhyggjum af áhrifum
þeirra á skuldsett fyrirtæki. Betur stæðar útgerðir ráða við gjaldtökuna en hún
dregur úr möguleikum til þróunar og vaxtar. Bankinn gæti tapað milljörðum.
Á SJÓ Enn er varað við hærra veiðigjaldi vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
HÖSKULDUR
H. ÓLAFSSON
BRETLAND Starfsmenn breska
fjárfestingafyrirtækisins Aviva
Investors fengu allir sent upp-
sagnarbréf með tölvupósti á
föstudaginn.
Ekki stóð þó til að segja þeim
öllum upp, heldur var tölvu-
pósturinn sendur fyrir mistök
til allra starfsmannanna. Bréfið
átti einungis að fara til nokkurra
starfsmanna.
Það var ekki fyrr en nærri
hálftíma síðar sem starfsmanna-
skrifstofa fyrirtækisins upp-
götvaði mistökin, og sendi þegar
í stað afsökunarbréf til allra
þeirra, sem ekki áttu að fá upp-
sagnarbréfið. - gb
Klúður við tölvupóstsendingu:
Allt starfsfólkið
fékk uppsögn
ICESAVE EFTA-dómstóllinn hefur
heimilað framkvæmdastjórn
ESB að hafa meðalgöngu í mála-
rekstri Eftirlitsstofnunar EFTA
gegn Íslandi vegna Icesave.
Þetta er í fyrsta sinn sem fram-
kvæmdastjórnin hefur óskað
eftir slíku, en með því fær hún
aðgang að öllum málsskjölum
og mun leggja fram greinargerð
sína um málið á næstu tveimur
til þremur vikum.
Í tilkynningu dómstólsins
er meðal annars hafnað beiðni
Íslands um að fá að svara skrif-
lega öllum skriflegum athuga-
semdum í málinu því slíkt sam-
ræmist ekki starfsháttum. - þj
Icesave fyrir EFTA-dómstóli:
ESB heimiluð
meðalganga
EFTA-DÓMSTÓLLINN Beiðni fram-
kvæmdastjórnar ESB um að hafa
meðalgöngu í máli ESA gegn Íslandi var
samþykkt.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
16°
15°
11°
14°
17°
8°
8°
21°
12°
20°
16°
28°
15°
12°
18°
9°Á MORGUN
3-10 m/s
um allt land
FÖSTUDAGUR
Fremur
hægur vindur.
8
5
4
5
3
0
0
3
3
6
1
2
3
2
3
4
4
5
10
3
7
2
6
4 4
1
3 6
3 4
8
7
HÆGUR VINDUR
Í dag eru horfur
á hæglætisveðri
víðast hvar. Þó
má búast við
sterkari vindi við
SA-ströndina. Á
morgun snýst
vindur í sunnanátt
vestan til með
lítils háttar vætu
en líkur á nokkuð
björtu veðri austan
til á landinu. Hiti
breytist lítið.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
LÖGREGLUMÁL Kona axlarbrotnaði
þegar á hana féllu kör full af fiski
í fiskvinnslu í Vogum á mánudag.
Að sögn lögreglu á Suðurnesjum,
hafði konan verið með annarri
konu að flokka keilu þegar full
fiskikör sem staflað hafði verið
upp hrundu á hana.
Konan kastaðist á vinnuborðið,
sem kastaðist aftur á hina konuna
sem vann á móti henni. Þær voru
báðar fluttar með sjúkrabifreið
á bráðamóttöku Landspítalans í
Fossvogi. Meiðsli hinnar konunn-
ar reyndust minni háttar. - óká
Tvær meiddust í vinnuslysi:
Kar fullt af fiski
axlarbraut konu
NOREGUR Tóbaksrisinn Philip
Morris mætir norsku lýðheilsu-
stofnuninni fyrir rétti í júní. Full-
trúar Philip Morris telja að bann
við að hafa tóbak sýnilegt í versl-
unum í Noregi brjóti í bága við
reglur EES um frjálst vöruflæði.
Bannið tók gildi í janúar 2010.
Upplýsingafulltrúi tóbaksfram-
leiðandans segir að lögin hafi
verið samþykkt án þess að sannað
sé að slíkt bann takmarki skað-
semi tóbaks fyrir heilsuna. - ibs
Tóbak má ekki vera sýnilegt:
Tóbaksrisi í mál
vegna bannsins