Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 6
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR6
Dómendur í Landsdómi
voru ósammála um hvernig
túlka bæri lög um ráðherra-
ábyrgð, þó allir dómendur
væru sammála um að
sýkna Geir H. Haarde af
ákæru um brot gegn þeim
lögum. Dómendur voru
einnig ósammála um túlk-
un á ákvæði stjórnarskrár
um ráðherrafundi, en þar
sakfelldi meirihlutinn þótt
minnihlutinn vildi sýkna.
Ákvæði stjórnarskrár um ráðherra-
fundi, sem finna má í 17. grein
stjórnarskrárinnar, virðist við
fyrstu sýn fremur skýrt. Þar segir
meðal annars að ráðherrafundi eigi
að halda um nýmæli í lögum og um
mikilvæg stjórnarmálefni.
Níu af fimmtán dómendum í
Landsdómi túlkuðu þetta ákvæði
stjórnarskrárinnar með talsvert
öðrum hætti en sex manna minni-
hluti dómsins. Meirihluti dómsins
taldi sannað að Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra,
hefði brotið gegn þessu ákvæði
stjórnarskrárinnar í aðdraganda
bankahrunsins árið 2008 með því
að ræða ekki um yfirvofandi fjár-
málakrísu. Minnihlutinn taldi það
alls ekki sannað og vildi sýkna Geir.
Sautjánda grein stjórnarskrár-
innar kallast á við sextándu grein-
ina. Í þeirri sextándu segir að bera
skuli „lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir“ fyrir forseta Íslands í
ríkisráði. Í þeirri sautjándu segir
að ræða skuli nýmæli í lögum og
„mikil væg stjórnarmálefni“ á
ráðherrafundum.
Mismunandi orðalag í stjórnarskrá
Verjandi Geirs hélt því fram fyrir
Landsdómi að skilja verði sautjándu
greinina þannig að aðeins sé skylt
að ræða á ráðherrafundum sömu
mál og skylt sé að bera undir for-
seta á ríkisráðsfundum. Þessu er
meirihluti Landsdóms ósammála.
Ákvæðin ná aftur til þess tíma
þegar danskur kóngur ríkti á
Íslandi, og ríkisráðsfundir fóru
fram í Kaupmannahöfn en ekki á
Bessastöðum.
Í sextándu greininni er notað
orðalagið „mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir“, en í þeirri sautjándu
„mikilvæg stjórnarmálefni“. Meiri-
hluti dómenda við Landsdóm telur
orðið stjórnarmálefni víðara en
stjórnarráðstafanir, og að sá munur
sé meðvitaður. Annars hefði sama
orðið verið notað í báðum greinum
stjórnarskrárinnar.
Þannig telur meirihlutinn að
ræða beri mikilvæg mál í hópi ráð-
herra á ríkisstjórnarfundum þó
ekki sé skylt að taka þau sömu mál
upp á ríkisráðsfundum. Samkvæmt
því hvíli á forsætisráðherra ótvíræð
skylda til að sjá til þess að mikilvæg
málefni séu tekin til umræðu og
afgreiðslu á ríkisstjórnarfundum.
Meirihlutinn telur engu skipta
þó löng hefð sé fyrir því að odd-
vitar stjórnarflokka hafi haft með
sér óformlegt samráð um mikil-
væg stjórnarmálefni. Það geti ekki
leyst forsætisráðherra undan þeirri
skyldu sem stjórnarskráin leggi á
herðar honum um að ræða þau mál
á fundum ríkisstjórnarinnar. Ekki
sé heldur hægt að bera því við að
forsætisráðherra óttist að ráð-
herrar virði ekki trúnað um mál-
efni sem fjallað sé um á fundum
stjórnarinnar.
Með því að ræða ekki aðsteðj-
andi fjármálavanda á ríkisstjórn-
arfundi braut Geir ekki einungis
einhverja formreglu, heldur stuðl-
aði hann að því að ekki hafi verið
mótuð pólitísk stefna til að takast á
við þann vanda sem lá fyrir í febrú-
ar 2008, segir í niðurstöðu meiri-
hluta Landsdóms.
„Ef slík stefna hefði verið
mörkuð og henni síðan fylgt eftir
á skipulegan hátt, þar á meðal af
Seðlabanka Íslands og Fjármála-
eftirlitinu, má leiða að því rök að
draga hefði mátt úr því tjóni, sem
hlaust af falli bankanna í byrjun
október 2008. Enn fremur er líklegt
að stjórnvöld hefðu þá verið betur
undir það búin að taka afstöðu til
beiðni Glitnis banka hf. um fjár-
hagsaðstoð í lok september 2008
þannig að greiða hefði mátt úr
vanda þess banka á yfirvegaðri hátt
en gert var.“
Snýst ekki um vandaða stjórnsýslu
Minnihluti dómenda í Landsdómi
leggur annan skilning í þetta
ákvæði stjórnarskrárinnar. Minni-
hlutinn telur ekki skylt að ræða
annað á ríkisstjórnarfundum en
þau mál sem ráðherrar þurfi að afla
sér pólitísks stuðnings við áður en
þau eru lögð fram á Alþingi.
Í séráliti minnihlutans er tilurð
þessa ákvæðis stjórnarskrárinnar
rakin, og komist að þeirri niður-
stöðu að því verði fráleitt slegið
föstu að ákvæðið skyldi forsætis-
ráðherra til að ræða öll mikilvæg
stjórnarmálefni á fundum ríkis-
stjórnarinnar.
Þá verður að mati minnihlutans
ekki séð að því hafi verið hreyft að
það eitt geti valdið forsætisráðherra
refsiábyrgð að halda ekki ráðherra-
fundi um mikilvæg málefni. Í áliti
minnihlutans segir að sjónarmið
um vandaða stjórnsýsluhætti geti
ekki átt við í þessu samhengi, enda
skapist ekki refsiábyrgð nema um
sé að ræða alvarlegar ávirðingar
í starfi ráðherra. Það geti ekki átt
við um ákæru á hendur Geir fyrir
að halda ekki ríkisstjórnarfundi um
stöðu fjármálakerfisins árið 2008.
Sama niðurstaða en ólík nálgun
Dómendur í Landsdómi greindi
einnig á um hvernig túlka bæri
ákvæði laga um ráðherraábyrgð.
Samkvæmt lögunum brýtur ráð-
herra gegn þeim ef hann gerir eitt-
hvað sem stofnað getur heill ríkis-
ins í fyrirsjáanlega hættu, eða lætur
fyrir farast að gera eitthvað til að
afstýra slíkri hættu.
Allir fimmtán dómararnir voru
sammála um að Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, hafi
ekki gerst sekur um að hafa brot-
ið gegn þessu ákvæði. Tíu dómarar
túlkuðu lögin þó með öðrum hætti
en hinir dómararnir fimm.
Hugtökin „heill ríkisins“ og
„fyrirsjáanleg hætta“ eru bæði
matskennd, og dómendur greindi á
um hvernig meta ætti hugtökin, og
þar með og hvenær brotið væri gegn
lögunum.
Í niðurstöðu meirihluta dóms-
ins, sem tíu dómarar stóðu að, segir
að hugtökin séu „auðskilin góðum
og gegnum manni“ í embætti
forsætisráðherra. Þó orðalagið
sé víðtækt felist engu að síður í
því fyrirsjáanlegur og sanngjarn
mælikvarði um embættisfærslur
ráðherrans.
Meirihlutinn telur að til að hægt
væri að sakfella Geir fyrir brot á
lögum um ráðherraábyrgð hafi þrjú
skilyrði þurft að vera fyrir hendi. Í
fyrsta lagi þurfi stórfelld hætta að
hafa steðjað að íslenska ríkinu á því
tímabili sem ákæran náði til, frá
febrúar til októberbyrjunar 2008.
Í öðru lagi þurfi að mati dómsins
að hvíla á Geir skylda til að bregðast
við þeirri hættu. Þriðja skilyrðið er
svo það að með því að bregðast við
hafi Geir getað bægt frá hættunni,
eða „dregið verulega úr henni“.
Gat gripið til ýmissa aðgerða
Meirihluti dómsins telur sannað
að stórfelld hætta hafi stafað að
íslenskum fjármálastofnunum og
heill ríkisins á árinu 2008, og að
Geir hafi verið sú hætta ljós. Það
byggði meirihlutinn meðal annars
á því að nægar upplýsingar um stöð-
una hefðu komið fram á fundi Geirs
og Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur með bankastjórn Seðlabankans
7. febrúar.
Meirihlutinn telur líka að Geir
hafi getað gripið til ýmissa aðgerða.
Hann hafi haft ákveðið svigrúm til
að rannsaka málið og grípa svo til
aðgerða, en engin sérstök rannsókn
hafi farið fram. Í dóminum segir að
fljótlega hafi orðið ljóst að minnka
hafi þurft bankakerfið, og enginn
vafi leiki á að Geir hafi borið skylda
til að tryggja að það yrði gert.
Saksóknari Alþingis benti á
ýmsar leiðir sem hann taldi hafa
verið færar, en Geir hafnaði því
að þær hefðu skilað tilætluðum
árangri. Meirihluti Landsdóms taldi
ekki rétt að sakfella Geir enda ekki
sýnt fram á að þær aðgerðir sem
saksóknari hafi lagt fram hefðu í
raun skilað nægilegum árangri,
eða verið mögulegar á þeim tíma
sem ákæran nái til.
Koma verður í veg fyrir hættu
Minnihluti Landsdóms túlkaði
ákvæði laga um ráðherraábyrgð
öðruvísi en meirihlutinn, en komst
þó að þeirri sömu niðurstöðu að
sýkna ætti Geir af ákæru um brot
gegn lögunum.
Í áliti minnihlutans kemur fram
að ráðherrann verði að hafa átt þess
kost að grípa til aðgerða sem „að
öllu eða verulegu leyti“ hefðu getað
komið í veg fyrir aðsteðjandi hættu.
Minnihlutinn fellst þar með ekki
á það með meirihlutanum að frek-
ari skylda sé á ráðherrann lögð um
að bregðast við eigi hann þess ekki
kost að koma að miklu eða öllu leyti
í veg fyrir aðsteðjandi hættu. Þá
skýringu meirihlutans telur minni-
hlutinn eiga sér „enga stoð“ í orða-
lagi lagatextans.
FRÉTTASKÝRING: Á hvaða forsendum klofnaði Landsdómur?
Dómendur leggja ólíkan skilning í lögin
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
Meirihluti
Eggert Óskarsson
Gunnlaugur Claessen
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Markús Sigurbjörnsson
Viðar Már Matthíasson
Magnús Reynir Guðmundsson
Hlöðver Kjartansson
Brynhildur Flóvenz
Geir sýknaður af
þremur ákæru-
liðum, sakfelldur
fyrir þann fjórða.
Sigrún Magnúsdóttir
Geir sýkn af öllum ákæruliðum. Sammála röksemdafærslu
meirihlutans um liðina þrjá sem sýknað var af, en minni-
hlutanum um fjórða liðinn.
Minnihluti
Garðar Gíslason
Linda Rós Michaelsdóttir
Benedikt Bogason
Fannar Jónasson
Ástríður Grímsdóttir
Geir sýkn
af öllum
ákæruliðum
Nú er upplagt að skella sér í helgarferð til Kaupmannahafnar á hagstæðum
kjörum og láta WOW ferðir sjá um allan pakkann. Hægt er að rölta um
borgina, virða fyrir sér mannlífið og njóta menningarinnar, matarins og lífsins
almennt. Við biðjum að heilsa hafmeyjunni.
Verð á
mann
í tvíbýli: 69.900 kr.
Innifalið er flug
með sköttum og
gisting í 3 nætur
með morgunverði.
WOW ferðir | Grímsbæ, Efstalandi 26 | 108 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is
Hamingjurík
helgi í Köben
wowferdir.is
8.–11. júní
15.–18. júní
22.–25. júní
6.–9. júlí
… ráðherra verður
ekki gert að sæta
refsiábyrgð … nema um sé
að ræða alvarlegar ávirðingar
í starfi, en svo getur ekki
átt við um sakir samkvæmt
þessum ákærulið.
MINNIHLUTI LANDSDÓMS
UM ÁKÆRULIÐINN SEM VARÐAR 17. GR.
STJÓRNARSKRÁRINNAR