Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 12
12 25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Þ
ingmenn ræða á næstu dögum frumvarp Oddnýjar
Harðardóttur fjármálaráðherra þar sem hún fer fram á
heimild Alþingis til að lána Vaðlaheiðargöngum hf. 8,7
milljarða króna af peningum skattgreiðenda.
Eitt af fylgiskjölum frumvarpsins er umsögn Ríkis-
ábyrgðasjóðs. Þar eru sett fram sterk varnaðarorð um áhættuna
sem ríkissjóður tekur á sig með lánveitingunni.
Ríkisábyrgðasjóður bendir
meðal annars á að það sé rangt,
sem haldið hefur verið fram, að
gerð Vaðlaheiðarganga sé einka-
framkvæmd með ríkisábyrgð.
Einkaframkvæmd feli í sér að
áhætta sé færð frá ríkinu til
einkaaðila. Í þessu tilviki sé hins
vegar ráð fyrir því gert að ríkis-
sjóður „taki á sig alla áhættu varðandi fjármögnun verkefnisins
ásamt því að þurfa að treysta því að fjárfestar endurfjármagni
án ríkisábyrgðar verkefnið að framkvæmdum loknum árið 2018.“
Ríkisábyrgðasjóður gerir, eins og margir fleiri, athugasemdir
við forsendur Vaðlaheiðarverkefnisins hvað varðar spár um
umferðarþróun og rekstrarkostnað. Jafnvel þótt þær forsendur,
auk áætlana um stofnkostnað og veggjöld, stæðust telur sjóðurinn
verkefnið áhættusamt. Hann telur áætlanir um að hægt verði að
endurfjármagna lán ríkisins með langtímaláni á 3,7% vöxtum
alltof bjartsýnar. Sjóðurinn telur líklegt að fjármagnskostnaðurinn
verði allt að tvöfalt hærri. Þá standi göngin ekki undir sér og veru-
legar líkur séu á greiðslufalli. Þá sitja skattgreiðendur uppi með
allan kostnað af framkvæmdinni, eins og margir hafa varað við.
Í greinargerðinni með frumvarpi Oddnýjar er gert lítið úr
umsögn Ríkisábyrgðasjóðs og sagt að ekki séu „nein merki um að
á næstu árum verði um sérstakan viðsnúning að ræða varðandi
þróun vaxta verðtryggðra skuldabréfa.“
Óneitanlega er athyglisvert að þetta skuli vera skoðun fjármála-
ráðherra á málinu, því að í grein hér í blaðinu fyrir stuttu hvatti
hún til þess að tækifærið yrði notað til að greiða niður skuldir
ríkissjóðs á næstunni, á meðan vextir væru lágir, vegna þess að
„enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu
árum“ eins og sagði þar. Peningarnir, sem Vaðlaheiðargöngum hf.
verða lánaðir, verða ekki notaðir til að borga niður skuldir og ekki
heldur til neinna annarra verkefna ríkisins.
Ríkisábyrgðasjóður sagði í umsögn sinni að áhætta ríkissjóðs
af Vaðlaheiðarverkefninu væri slík að nær gæti verið að ríkis-
sjóður fjármagnaði verkið að fullu eins og aðrar opinberar fram-
kvæmdir. Ef peningar eru til svo splæsa megi í dýrar vegafram-
kvæmdir, liggur hins vegar fyrir að aðrar framkvæmdir í öðrum
landshlutum eru taldar brýnni bæði vegna öryggis- og hagkvæmni-
sjónarmiða. Einkaframkvæmdin svokallaða var forsenda þess að
Vaðlaheiðargöngum var kippt fram fyrir í framkvæmdaröðinni.
Vaðlaheiðarverkefnið hefur verið keyrt áfram af meira kappi en
forsjá, af hálfu þingmanna Norðausturkjördæmis og ríkisstjórnar-
innar. Alþingi ber hins vegar að hlusta á varnaðarorðin og taka
ákvörðun út frá hagsmunum skattgreiðenda.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já,
svei mér þá það gerðist á laugar-
daginn. Nú mega íslenskir rétt-
kjörnir ráðamenn ekki stoppa
við Kerið og sýna gestum okkar,
þjóðarinnar, mikilfenglega
náttúruna.
Eigendur náttúruperlunnar eru
í stjórnarandstöðu. Eigendunum
er illa við að ráða ekki. Eigend-
urnir vilja komast aftur að kjöt-
kötlunum, svo þeir geti haldið
áfram að verja sérhagsmunina.
Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á
landinu sem talar meira um sátt en stærri
stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra
gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra
höfði eins og það hefur verið langa lengi.
Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á
að kosið verði, vegna þess að þau halda að
þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar
minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef
þau komast að.
Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Sam-
taka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir
að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðu-
flokknum, þá vilja menn hverfa til starfs-
hátta sem tíðkuðust í landinu áður en efna-
hagslífið hér á landi fór fjandans
til.
Þá var í tísku að gera grín að
eftirlitsiðnaðinum, það er enn
í tísku. Þá blómstraði hér öfl-
ugt fjármálalíf sem atvinnulífið
dásamaði – en var í raun allt tómt
svindl og svínarí.
Hverjar urðu afleiðingarnar.
Við þekkjum þær öll. Hærri
skattar, minni kaupmáttur, hærri
afborganir af lánum og gjald-
eyrishöft. Það er sannarlega
undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurek-
endur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt
afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta
ríkisstjórninni að kenna.
Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli
hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn
efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnu-
rekenda og óábyrg hegðun margra heimila
– kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu
dansa limirnir.
Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum
við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn
heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveg-
anna. Því miður virðist sem við höfum ein-
ungis það tvennt sem fyrst var upp talið.
Kann það góðri lukku að stýra?
Klíkan og kjötkatlarnir
Stjórnmál
Valgerður
Bjarnadóttir
alþingismaður
Eigendurnir
vilja komast
aftur að kjöt-
kötlunum,
svo þeir geti...
Hlustar Alþingi á viðvaranirnar?
Vaðlaheiðarvega-
vinnuvarnaðarorð
Ekki þeir sömu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, var
spurður að því á Bylgjunni í gær hvort
rétt væri að breyta lögum um Lands-
dóm. „Ég held að það sé óheppilegt
að þeir sem virkjuðu lögin afnemi
þau einnig svo þeir sömu sem
nýttu sér lögin komi sér
undan því að vera mældir
út frá þessum sömu lögum,“
sagði Sigmundur. Þess
vegna væri skynsamlegra
að það væri verkefni
næsta þings að
taka þá ákvörðun,
ekki þeirra 63
þingmanna sem
skipuðu þingmannanefndina sem
virkjaði Landsdóm. Þetta er skynsam-
lega mælt hjá formanni Framsóknar-
flokksins. Allt sem dregur úr tilefnum
til tortryggni í þessu máli er af hinu
góða.
Einsdæmi í sögunni
Á mánudag gerðist það sem aldrei
hefur gerst áður hér á landi:
Maður var dæmdur fyrir að hafa
sem ráðherra brotið í bága við
stjórnarskrá íslenska lýðveldis-
ins. Nú geta menn deilt
um hvort brotið hafi
verið léttvægt eður
ei, dómurinn
stendur.
Léttvægt fundið
Þess vegna er sérkennilegt að sjá
málflutning eins og þann sem Björn
Bjarnason og fleiri hafa sett fram.
Hann átaldi fréttamennina Þorbjörn
Þórðarson og Sigmar Guðmundsson
fyrir að hafa gengið hart að Geir H.
Haarde í viðtölum á mánudag. Þeir
voru þó ekki sekir um annað en að
sinna starfi sínu vel. Fara yfir
dóminn og spyrja Geir út í hans
ábyrgð. Ábyrgð, er lykilatriði
hér. Forsætisráðherra sem
svarið hefur eið að stjórnar-
skránni ber mikla ábyrgð. Út í
hana spurðu fréttamennirnir,
en lítið varð um svör.
kolbeinn@frettabladid.is