Fréttablaðið - 25.04.2012, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 25. apríl 2012 13
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Stál og plast þakrennur
Allir fylgihlutir fáanlegir
Frábært
verð!
Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf
ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafn-
vel verið látið í veðri vaka að ekkert
hafi verið gert til þess að bæta þau
vinnubrögð sem dómurinn gagn-
rýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa
lagt sérstaka áherslu á umbætur í
stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki
síst varðandi vinnubrögð ríkis-
stjórna og á ráðherrafundum auk
fækkunar og styrkingar ráðuneyta.
Ráðherranefnd um efnahagsmál
Þegar árið 2009 voru settar á fót
ráðherranefndir m.a. um efnahags-
mál. Þessar nefndir starfa sam-
kvæmt formföstu skipulagi og á
föstum fundum á sama hátt og rík-
isstjórnin. Í ráðherranefnd um efna-
hagsmál, sem heldur fundi a.m.k.
vikulega, eru lögð fram skrifleg
gögn um ástand á fjármálamörkuð-
um o.fl. sem varðar efnahagslífið
auk stærstu mála nefndar um fjár-
málastöðugleika og áhættuþættir í
efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá
eru reglulega kallaðir til funda við
nefndina forsvarsmenn Seðlabank-
ans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri
aðila sem gegna mikilvægu hlut-
verki á þessu sviði. Forsætisráð-
herra, efnahags- og viðskiptaráð-
herra og fjármálaráðherra sitja alla
fundina og fá til sín aðra ráðherra
ef tilefni er til. Nefndin er því verk-
stjórnar- og samhæfingarvettvang-
ur og þar eru mál sem varða efna-
hagsmál í víðum skilningi rædd og
þeim komið í farveg. Stærstu málin
sem rædd eru í nefndinni eru jafn-
framt tekin upp í ríkisstjórn og allir
ráðherrar fá fundargerðir allra ráð-
herranefndafunda sendar og geta
tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem
þar hafa verið rædd.
Ný lög um Stjórnarráð Íslands
Í nýjum lögum um Stjórnarráð
Íslands er nú skýrt kveðið á um
að mikilvæg stjórnarmálefni skuli
rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið
2009 skipaði ég nefnd um end-
urskoðun laga um Stjórnarráð
Íslands sem lagði til breytingar
á starfsháttum og skilaði skýrsl-
unni Samhent stjórnsýsla þar sem
er finna ýmsar ábendingar um það
sem betur mætti fara í starfsemi
Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin
starfaði skiluðu rannsóknarnefnd
Alþingis og þingmannanefndin,
sem fór yfir skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar, skýrslum sínum auk
þess sem starfshópur forsætisráð-
herra um viðbrögð Stjórnsýslunn-
ar við skýrslu RNA skilaði sinni
skýrslu. Á grunni þessara skýrslna
var unnið frumvarp til laga um
Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið
að lögum þar sem sérstaklega er
fjallað um ríkisstjórn og samhæf-
ingu starfa milli ráðherra.
Skýrt er hvað átt er við með
mikil vægum stjórnarmálefnum
sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er
m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra
að samhæfa stefnu og aðgerðir
ráðuneyta og hlutverk forsætisráð-
herra í því efni. Starfsreglur ríkis-
stjórnar og ráðherranefnda hafa í
kjölfarið verið endurskoðaðar auk
reglna um skráningu formlegra
samskipta við aðila innan og utan
Stjórnarráðs Íslands.
Formfesta í vinnubrögðum
Forsætisráðuneytið mun að sjálf-
sögðu fara ítarlega yfir dóm
Landsdóms ásamt öllum ráðu-
neytum innan Stjórnarráðs
Íslands og skoða hvort tilefni
sé til fleiri breytinga til þess að
tryggja enn frekar formfestu og
reglufestu í vinnubrögðum. Þá
hafa verið gerðar breytingar á
starfsemi forsætisráðuneytisins
til þess að gera því betur kleift
að sinna forystuhlutverki sínu en
í dómi Landsdóms er m.a. fjallað
um forystuhlutverk forsætisráðu-
neytisins sem leiða má af 17. gr.
stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð
fyrir formlegum ráðherranefnd-
um né markvissri eftirfylgni með
stjórnarsáttmálum ríkisstjórna
utan ríkisstjórnarfunda. Þessu
hefur verið breytt og ráðuneyti
sameinuð og efld.
Ríkisstjórnir mínar hafa lagt
áherslu á að efla stjórnsýsluna
og styrkja í takt við þær ábend-
ingar sem fram hafa komið, ekki
síst í skýrslu Rannsóknarnefnd-
ar Alþingis. Eins og ég hef bent
á í þessari grein hefur ýmislegt
þegar verið gert og áfram verð-
ur haldið á sömu braut. Efling
og styrking stjórnsýslunnar er
stöðugt viðfangsefni og við erum
mjög langt komin í því að innleiða
breytingar í samræmi við ábend-
ingar Rannsóknarnefndar Alþing-
is og þingmannanefndarinnar.
Ég vil nota þetta tækifæri til
þess að þakka frábæru starfsfólki
Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt
í þeim efnum.
Í kjölfar dóms Landsdóms
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar grein í
Fréttablaðið um upplifun sína af
umræðum um fiskveiðistjórnar-
málin upp á síðkastið. Höfund-
urinn varar við gífuryrðum og
órökstuddum sleggjudómum. Það
er gott og blessað. En hitt er auð-
vitað lakara að hann hittir sjálf-
an sig þar fyrir. Í greininni fellur
Guðmundur nefnilega sjálfur ofan
í forarpyttina með sleggjudómum
og órökstuddum fullyrðingum.
„Þetta sem helst nú varast
vann varð samt að koma yfir
hann.“ Guðmundur Andri segir
til dæmis: „Sjálfstæðismenn tala
eins og það jafngildi vist í Gúlag-
inu að fá ekki lengur að græða
peninga á hvaða hátt sem er.“
Þetta er vitaskuld fráleit fullyrð-
ing og gjörsamlega út í hött, enda
gerir hann enga tilraun til þess að
styðja þessi orð sín dæmum eða
rökum.
Við sjálfstæðismenn höfum
varað mjög við afleiðingum frum-
varpa ríkisstjórnarinnar um sjáv-
arútvegsmál. Það höfum við reynt
að gera með rökum, eins og mikil
efna standa til. Sjónarmið okkar
eru ekki óumdeild, langt því frá.
En það er ekki eins og við höfum
staðið einir í þessum málflutn-
ingi. Þvert á móti. Sjávarútvegs-
frumvörpin hafa verið harðlega
gagnrýnd úr öllum áttum.
Sjómenn, útgerðarmenn, trillu-
karlar, fiskverkendur, fræðimenn,
fulltrúar fjármálafyrirtækjanna,
ASÍ, verkalýðsfélög, sveitarfélög
og fleiri og fleiri hafa varað við.
Því miður hafa viðbrögðin verið
gamalkunnug. Það er reynt að
vaða í manninn, en ekki boltann.
Þeir sem vilja tileinka sér
þannig umræðu vita vel að þá er
það ágæt aðferð að kynda undir
þekktum fordómum um útgerð-
armenn; að þeir berji sífellt lóm-
inn. Hrópi úlfur, úlfur og því sé
réttast að taka sem minnst mark
á þeim. Þetta var grunnstefið í
grein Guðmundar Andra.
Svona aðferð er kunnugleg.
Var okkur ekki sagt fyrir hrun
að ekkert væri að marka viðvör-
unarorð sem heyrðust frá Dan-
mörku, af því að þar væru menn
svo öfundsjúkir yfir velgengni
manna úr gömlu nýlendunni? Og
fleiri álíka orð féllu þá í þessa
veru, sem við ættum að læra af,
en forðast að tileinka okkur þau
vinnubrögð.
Það er þess vegna stórháska-
legt að drepa niður réttmætar
viðvaranir með því að freista
þess að ófrægja þá sem setja þær
fram. Skipulag fiskveiða er nefni-
lega gríðarlega þýðingarmikið
mál og varðar hag okkar allra. En
til þess að þjóðin geti notið arðs
af þeirri atvinnustarfsemi, þarf
að gæta þess að fyrirtækin geti
dafnað. Og er það einmitt merg-
urinn málsins? Sjónarmið okkar
sjálfstæðismanna hafa verið að
með nýju sjávarútvegsfrumvörp-
unum sé þessum sjálfsögðu sann-
indum einmitt varpað fyrir borð.
Og það eru ekki bara sjómenn-
irnir, útgerðarmennirnir, fisk-
vinnslufólkið, fiskverkendurnir
sem tapa á því háttalagi. Heldur
líka við hin, hvort sem við fáumst
við stjórnmál eða orðsins listir.
Þetta sem helst nú varast vann …
Stjórnsýsla
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
Sjávarútvegsmál
Einar K.
Guðfinnsson
alþingismaður