Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 18

Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 18
Fróðleiksmolinn Dagatal viðskiptalífsins MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL ➜ Fjöldi útgefinna vegabréfa ➜ Bankakerfi – hagtölur SÍ ➜ Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins FIMMTUDAGUR 26. APRÍL ➜ Starfsfólk í leikskólum í des. 2011 ➜ Börn í leikskólum í des. 2011 ➜ Hvaða gagn er í gagnaverum á Íslandi? – ráðstefna ➜ Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins FÖSTUDAGUR 27. APRÍL ➜ Vísitala neysluverðs í apríl 2012 ➜ Nýskráningar og gjaldþrot í mars 2012 ➜ Verðbréfaviðskipti - hagtölur SÍ ➜ Ýmis lánafyrirtæki - hagtölur SÍ ➜ Staða markaðsverðbréfa - hagtölur SÍ ➜ Útboð ríkisbréfa ➜ Evrópufundaröð Alþjóðamálast.- Almenningsálitið í ESB! MÁNUDAGUR 30. APRÍL ➜ Vísitala framleiðsluverðs ➜ Vöruskipti við útlönd í janúar-mars 2012 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins | 2 25. apríl 2012 | miðvikudagur Fjöldi dvalargesta á Vogi árið 2011 eftir kyni og aldri Samkvæmt tölulegum gögnum frá SÁÁ, dvöldu 636 einstaklingar á Vogi árið 1997, flestir á aldrinum 30-39 ára. Árið 2011 (sjá mynd) dvöldu þar 1.666 einstaklingar og flestir á aldrinum 20-29 ára. Konum hefur fjölgað hlutfallslega meira en körlum. Árið 1977 var hlutfall kvenna á Vogi 20% en árið 2011 var það orðið 31%. Konum fjölgaði úr 126 í 523 árið 2011 en körlum úr 510 árið 1977 í 1.143 árið 2011. 0 50 100 150 200 250 300 Fjöldi < 20 Fjöldi 20-29 Fjöldi 30-39 Fjöldi 40-49 Fjöldi 50-59 Fjöldi 60-69 Fjöldi > 69 ● Karlar ● Konur Heimild: SÁÁ http://data.is/I5K9tN Verðþróun nokkurra vímuefna frá aldamótum (meðalverð) 100 80 60 40 20 % -20 2000 2002 2004 2006 2008 2010 ● Bjór (6 lítrar) ● Vodki (700 ml) ● Hass (1 g) ● Amfetamín (1 g) ● Kókaín (1 g) Heimild: SÁÁ http://data.is/I5JoRE Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokk- urra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýs- ingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskipta- vina,“ segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunn- ar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft feng- ið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi.“ Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjár- sterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarn- ar fimm mínútur til að svara til- boðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust,“ segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðn- um er ókeypis fyrir viðskipta- vini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðn- um greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjón- ustu hringdu fyrirtæki einfald- lega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjón- ustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið,“ segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlána- markaðurinn aðgengilegur í gegn- um Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upp- lýsingaveita um íslenskan fjár- málamarkað. Kelduna má nálg- ast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálg- ast má á Keldunni hefur auk- ist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsing- ar auk hefðbundinna markaðsupp- lýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum að- ilum á Íslandi. Loks heldur Keld- an utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar við- burða í viðskiptalífinu, útgáfudag- ar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikn- inga helstu fyrirtækja. Einfaldari aðgangur að fjárstýringu H.F. Verðbréf hafa síðustu misseri boðið upp á innlánamarkað fyrir fyrirtæki í gegnum Kelduna. Notendur fá tilboð frá fjárstýringum bankanna innan fimm mín- útna frá því að þeir óska þess. Viðtökur góðar segir framkvæmdastjóri Keldunnar. KELDAN „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna,” segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM INNLÁNAMARKAÐUR Notkun innlánamarkaðarins er einföld og tekur aðeins skamma stund. Opið er fyrir viðskipti milli klukkan 09.00 og 15.30. ■ Viðskiptavinur tilgreinir fjárhæð og binditíma og óskar eftir tilboði frá innlánsstofnunum. ■ Innlánsstofnanir svara með tilboðum. ■ Viðskiptavinur velur það tilboð sem honum hugnast best og staðfestir viðskipti – rafræn kvittun verður til í vefkerfinu. ■ Viðskiptavinur millifærir umsamda fjárhæð til innlánsstofnunar. ■ Á gjalddaga innláns greiðir innlánsstofnun innlán til baka ásamt umsömdum vöxtum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Fyrir lagermanninn! Pallettu-tjakkur 2 Tonna lyftigeta 32.990,- Flísjakki með hettu 6.450,- Skv. staðli EN471 Sýndur hér með PU hjólum. Fánlegur með nælon hjólum á kr. 31.990 Bakkavör Group og Bakkavör Fin- ance tilkynntu í gær að þau ætl- uðu að ná samkomulagi við lán- veitendur sína um að breyta kröf- um í hlutafé og ráðast í kjölfarið í endurskipulagningu á Bakka- vör. Þá ætla félögin líka að semja við veitendur sambankaláns upp á 380 milljónir punda, 77,7 millj- arða króna, sem veitt var í byrjun árs 2011, og er á gjalddaga 2014, um að endurstilla gjaldfellingar- ákvæði í láninu sem þegar hafa tekið gildi. Auk þess mun Bakka- vör Finance, sem gaf út 350 millj- ón punda, 71,5 milljarða króna, skuldabréfaflokk sem er á gjald- daga árið 2018 að sækjast eftir leyfi frá eigendum hans til að gera tæknilegar breytingar á út- gáfunni svo að hægt sé að ráðast í endurskipulagninguna. Bakkavör Group, móðurfélag Bakkavararsamstæðunnar, gerði nauðasamning í mars 2010 en félagið hafði staðið í stórtækri skuldabréfaútgáfu á uppgangstím- um íslensks viðskiptalífs. Heild- arskuldir þess þegar nauðasamn- ingurinn var gerður voru um 64 milljarðar króna. Helstu eigend- ur umræddra skuldabréfa voru ís- lensku bankarnir, íslensk þrota- bú og þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, Lífeyrissjóður verzlun- armanna, LSR og Gildi. Skulda- bréfin voru öll óveðtryggð þar sem allar undirliggjandi eignir Bakkavar voru veðsettar öðrum. Lífeyrissjóðirnir þrír höfðu fært niður skuldabréfaeign sína í Bakkavör um 7,5 milljarða króna í árslok 2010. Samkvæmt nauðasamningi Bakkavarar Group átti félagið að greiða skuldabréfaeigendun- um um 500 milljónir punda, yfir 100 milljarða króna, fram til árs- ins 2014. Ef það myndi takast þá gætu aðaleigendur Bakkavarar, bræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir, eignast 25% hlut í Bakkavör á ný. Þeir fengu auk þess að reka fyrirtækið áfram á grundvelli nauðasamningsins. Afkoma Bakkavarar hefur hins vegar verið mun lakari en for- sendur nauðasamningsins gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna mikillar hækkunar á hrávöru í heiminum. Því hafa forsendurnar brostið. - þsj Bakkavör Group ætlar að breyta kröfum í hlutafé: Ráðist verður í fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar BRÆÐUR Lýður og Ágúst Guðmundssynir munu ekki eignast þann fjórðungshlut í Bakkavör sem nauðasamningar gerðu ráð fyrir að þeir myndu geta eignast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.