Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 20

Fréttablaðið - 25.04.2012, Page 20
 | 4 25. apríl 2012 | miðvikudagur SJÁVARÚTVEGUR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is L andsbankinn fullyrð- ir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegs- fyrirtækja sem bank- inn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiði- gjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einung- is 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbank- ans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæp- lega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjár- festinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuld- bindingar sínar fjárfesti í afla- heimildum á árunum 2002-2007“. Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bank- ans. Alls nema þau 136 milljörð- um króna. Í umsögn Landsbank- ans kemur fram að eiginfjárhlut- fall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upp- lýst um hver bein áhrif á efna- hag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslands- banka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga“. Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 millj- arðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegn- um fjárhagslega endurskipu- lagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöld- um að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arð- greiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú út- greiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eigin- fjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 millj- arði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiði- gjaldsfrumvarpsins. Þorri afskrifta vegna kvótakaupa Landsbankinn segir að 98 prósent áætlaðra afskrifta hans vegna hækkunar á veiðigjaldi séu vegna lána sem veitt voru til að fjárfesta í kjarna- starfsemi. Að mestu vegna kaupa á aflaheimildum. Tæplega 500 milljónir króna af 31 milljarði króna er vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri. DEILUR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur að sjávarútvegsfyrirtæki muni halda eftir rúmum 70% af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði verði frumvarpið að lögum. Það myndi þýða 53,5 milljarða króna ef miðað er við hagnað þeirra í fyrra. Samt telja bankar að fjölmörg fyrirtæki myndu lenda í greiðsluvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL SKULDUM EKKI BREYTT Í NÝTT HLUTAFÉ Í nýjustu skýrslu eftirlitsnefndar efnahags- og viðskiptaráðherra um eftirgjöf skulda yfir einum milljarði króna kemur fram að fimm sjávarútvegsfyrirtæki, með upphaflegar heildarskuldir upp á 21 milljarð króna, hafi fengið skuldaeftirgjafir. Samkvæmt skýrslunni var 61% af skuldum þeirra, samtals 12,8 milljarðar króna, afskrifaðir en 39%, 8,2 milljarðar króna, látnir standa eftir. Lánardrottnar fyrirtækjanna fimm breyttu ekki einni krónu af skuldum þeirra í nýtt hlutafé. Fyrrverandi eigendur þeirra, sem stofnuðu til skuldanna, fengu því að halda þeim að fullu leyti. FRÉTTASKÝRING Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Lítill vilji er á meðal stærstu kröfuhafa og eigenda Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjá Miðlar, að ráðast í fjárhagslega endur- skipulagningu félagsins á næstunni. Skipti er stærsta rekstrarfélag landsins í skuldavanda sem enn á eftir að endurskipuleggja eftir bankahrunið. Heimildir Markaðarins herma að endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til að vinna tillögur að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á síðasta ári. Þeim tillögum var skilað í fyrrahaust en ákveðið var að nýta þær ekki. Síðan þá hefur hefur ekki verið unnið að því að grynnka á vaxtaberandi skuldum félagsins, sem nema um 60 milljörðum króna. Þær eru allar á gjalddaga á árunum 2013 og 2014. Allar skuldir Skipta eru þó í skilum og félagið greiðir vexti af þeim. Eigendur stýra og bíða Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærstu eigendur þess félags eru Arion banki með 44,9% eignarhlut. Þrír erlendir vog- unarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5% hlut í Klakka. Enginn áhugi er á meðal þeirra sem stýra félaginu að selja Skipti, enda stýra þeir fé- laginu þrátt fyrir að aðrir eigi veð í öllum eignum þess. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins snýr vinna þeirra með félagið um að gera greiðslur og vaxtaafborganir viðráðan- legri. Engin áform eru þó uppi um að ráðast í stórtækar aðgerðir á næstunni. Sambankalán vegna einkavæðingar Stærstur hluti skulda Skipta er vegna sam- bankaláns sem veitt var þegar Síminn, lang- stærsta eign Skipta, var einkavæddur árið 2005. Það er nú leitt af Arion banka en auk þess koma Íslandsbanki og erlendur bankar að því. Hópurinn á veð í öllum undirliggjandi eignum Skipta og er því tiltölulega öruggur með sína stöðu. Þess utan voru greiddir 17,2 milljarðar króna inn á lánið í apríl í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það gert vegna þess að ýmsir skilmálar lánsins höfðu verið brotnir og kröfuhafarnir hefðu getað gengið að veðum sínum ef ekki hefði samist um niður- stöðu. Við greiðsluna lækkaði sambankalánið niður í um 25 milljarða króna. Alls skuldar Skipti fjármálastofnunum um 40 milljarða króna. Lífeyrissjóðir eiga skuldabréf Um 20 milljarðar króna af vaxtaberandi skuld- um Skipta eru vegna skuldabréfaflokks sem er að gjalddaga í apríl 2014. Skipti greiðir vexti af þeim. Stærstu eigendur þeirra skuldabréfa eru Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV), Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyr- issjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn. Auk þess eiga smærri fagfjárfestar bréf. Hluti af þessum hóp, sem er aftar í kröfuhafaröðinni aðrir lán- veitendur, hafa rætt það í sínum hópi að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og létta þannig á skuldabyrði Skipta. Af því varð þó ekki og hópurinn hefur ekki með neinum beinum hætti komið að samræðum um fjárhagslega endur- skipulagningu Skipta. Heimildir Markaðarins herma að hann hafi viljað ráða Arctica Finance til að koma að slíkri vinnu en að það hafi ekki hlotið hljómgrunn. Í úttekt á lífeyrissjóðunum, sem kynnt var fyrr á þessu ári, kom fram að kerfið allt hafði einungis afskrifað 908 millj- ónir króna vegna skuldabréfa í Skiptum í árslok 2010. Tap þeirra gæti þó aukist umtalsvert ef ráðist yrði í fjárhagslega endurskipulagningu og kröfum þeirra yrði breytt í hlutafé. Því er ákveðin hvati fyrir sjóðina að fresta henni. Skipti ekki á leið í endurskipulagningu Hvorki helstu kröfuhafar né eigendur Skipta eru að þrýsta á að félagið fari í fjárhagslega endurskipulagningu. Það er gríðarlega skuldsett og vaxtaberandi skuldir eru um 60 milljarðar króna. Félagið er þó í skilum með afborganir. Arion er stærsti eigandi og stærsti lánveitandi Skipta. Ein helsta ástæða þess að ekki hefur verið ráðist í endurskipulagningu Skipta er sú að rekstur félagsins er á batavegi. Hagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagns- liði var um sex milljarðar króna í fyrra, sem er um 900 milljónum króna meira en árið áður. Þrátt fyrir það tapaði Skipti 10,9 milljörðum króna á árinu 2011. Tapið er aðallega tilkomið vegna hás fjármagnskostnaðar (fimm milljarðar króna) og afskrifta á afleiðusamningum (4,5 milljarðar króna). Þetta hefur gerst samhliða því að velta félagsins hefur dregist saman. Hún var 27,6 milljarðar króna í fyrra en 33,6 milljarðar króna á árinu 2010. Ástæða þess er meðal annars sú að markaðshlutdeild Símans hefur dregist mikið saman vegna harðnandi samkeppni og kvaða frá eftirlitstofnunum sem auðvelda áttu innkomu nýrra aðila á fjarskiptamarkað. Þau höft eru jafnt og þétt að afléttast. Skipti hafa líka sagt upp mikið af fólki og bara á síðasta ári fækkaði stöðugildum um 68. REKSTRARHAGNAÐUR JÓKST UM MILLJARÐ SKIPTI Helstu eignir félagsins eru Síminn, Míla og Skjá Miðlar. Rekstrarbati varð í fyrra, meðal annars vegna mikilla hagræðingaraðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.