Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 22
FÓLK|FERÐIR NÝ SENDING Skipholti 29b • S. 551 0770 AF KJÓLUM! Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð í tveggja manna herbergi kr. 93.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Riga Lettlandi Stórfengleg borg Beint flug frá Akureyri 21.-25. október eint flug frá Keflavík 25.-28. október Stórfengleg borg Beint flug frá Keflavík 25.-28. október Riga Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað 30% afsláttur af völdum sófum Torino Basel FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefð- bundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteins- dóttir, jmh@365.is s 512 5473, Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir MARGIR SPENNANDI STAÐIR Laufey segir að margt skemmtilegt sé hægt að gera í Gautaborg. FÍNT AÐ BÚA Í GAUTABORG LAUFEY EYÞÓRSDÓTTIR býr í Gautaborg þar sem hún stundar mastersnám í alþjóðaviðskiptum við Viðskiptaháskólann. Hún var beðin um að lýsa borginni. VEITINGAHÚS Í GAUTABORG Gautaborg býður upp á ógrynni af veitingastöð- um. Ég get mælt með eftirfarandi stöðum: ■ Sushi Yama frábær sushi- staður. ■ Pasta+ mjög góður ítalskur staður nálægt Avenyn. ■ Wasa Allé, fínn staður og góður sænskur matur. ■ Norda bar & grill (Clarion Post hotel), góður hádegis- verðarstaður. ■ Fiskekyrkan, æðislegur sjávarréttastaður sem er stað- settur inni í fiskmarkaði og við síkíð í Gautaborg. Skemmtilegt umhverfi og mjög góður matur. Mæli með humarsúpunni þar. ■ Manana, góður tapas-stað- ur. Moon thai kitchen, frábær staður og góður thai-matur. Hvernig er að búa í Gautaborg?Það er yndislegt að búa í Gautaborg. Borgin er passlega stór með 500 þúsund íbúa en hefur samt þennan krúttlega smáborgarblæ yfir sér. Samgöngur eru frábærar en hér ganga bæði sporvagnar og strætisvagnar á nokkurra mínútna fresti um alla borg. Hvað kom þér mest á óvart í borginni? Hversu þægileg hún er. Fólkið er vin- gjarnlegt, borgin mátulega stór og stutt í allar áttir. Hvaða staðir eru mest spennandi í þín- um huga? Það er svo margt spennandi hér í Gautaborg, má þar helst nefna; Slottskogen, sem er stór garður nálægt Linnéplatsen. Þar er að finna dýragarð, veitingastaði, blakvelli, markaði og fleira skemmtilegt. Delsjön, mjög vinsælt útivistarsvæði í Gautaborg. Þar er stórt vatn með smá strönd sem er mikið notuð á sumrin. Einnig eru margar gönguleiðir allt í kring. Haga Nygata, æðisleg gata nálægt Járntorginu, þar eru fullt af skemmtileg- um kaffihúsum og litlum sérverslunum. Mikið líf í götunni, sérstaklega á sumrin. Göngugöturnar í kringum Kung- sportplatsen, þar er hægt að finna margs konar verslanir og litlar hönnunarbúðir. Liseberg, það er alltaf gaman að kíkja í tívolíið enda stór og flottur skemmti- garður. þar er jólamarkaður í desember. Fiskikirkjan (Fiskekyrkan), skemmti- legur fiskmarkaður, þar sem er úrval af fisksölum og einnig rosalega vinsæll veitingastaður. Saluhallen, Kungsportplatsen, stór markaður með fullt af kjöt- og osta- kaupmönnum. Mikið úrval og gaman að skoða. Marstrand er falleg eyja hér rétt utan Gautaborgar sem á sér langa sögu og er virkilega gaman að heimsækja á sumrin. Þar eru kaffihús, veitingastaðir, safn og listgallerí. Stórkostleg bátamenn- ing er þar á sumrin en yfir í eyjuna er siglt með ferju, sem gengur á nokkurra mínútna fresti. Skemmtilegar gönguleiðir? Svíar eru duglegir að hreyfa sig svo það eru marg- ar gönguleiðir hér í Gautaborg. Má þar nefna göngu- og hlaupaleiðir í Skatas og í kringum Delsjön-vatnið. Í Slottskogen eru líkar margar gönguleiðir enda mjög stór og fallegur almenningsgarður. Hér eru sömuleiðis göngustígar og hjólreiða- stígar út um alla borg auk golfvallanna. Er gott að versla í borginni? Það er mjög gott að versla, mikið úrval versl- ana, allt frá stórum H&M verslunum, Gina tricot, Monki, Nordiska Companiet (með merkjavöru), Ahlens (verslunar- miðstöð) og fullt af flottum skóbúðum. Hefur þú ferðast út fyrir borgina? Við fjölskyldan höfum ferðast hér í kring, uppáhalds sumarstaðurinn okkar er Marstrand sem er í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Gautaborg. Svo er auðvitað stutt í allar áttir frá Gautaborg. Kaup- mannahöfn, Ósló og Stokkhólmur eru allar í 3–4 tíma fjarlægð. Hvernig eyðir þú frítíma þínum í borg- inni? Við fjölskyldan eyðum miklum tíma í útivist, bæði göngum við mikið og hjól- um út um alla borg og í skóginum sem er hérna fyrir ofan húsið okkar. Við búum á besta stað í bænum (Örgryte) og hér er allt til alls, mikil náttúra og stutt í bæinn. Leiksvæðið hérna í götunni er líka mjög vinsælt þegar maður á lítinn strák. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS KOURTNEY AND KIM TAKE NEW YORK Skemmtilegir þættir á E!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.