Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 23

Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 23
HEITIR POTTAR MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2012 Kynningarblað Rafmagnspottar, myndskreyttir pottar, umhirða, nudd og hreinsiefni. Við bjóðum upp á gott úrval af heitum pottum og lands-ins mesta úrval af síum, varahlutum og f ylgihlutum,“ segir Steinar Þór Þórisson, fram- kvæmdastjóri Laugarinnar ehf. Meðal vörumerkja Laugarinn- ar eru Portcril og Coast Spa en nýlega yfirtók Laugin potta- deild Poulsen og jók vöruúr- valið til muna. Þá býður Laug- in mikið úrval hreinsiefna frá Aqua Finesse og Bayrol, síur og varahluti. „Portcril- pottarnir eru hágæðapottar, framleiddir í Portú- gal með búnað frá Balboa, en Bal- boa er einn af tveimur stærstu framleiðendum búnaðar fyrir heita potta í heiminum,“ segir Steinar Þór. Nýtískuleg hönnun einkennir pottana frá Portcril. Þá er hægt að fá í öllum regnbogans litum og einnig myndskreytta eftir eigin óskum. „Viðskiptavinurinn velur mynd sem er steypt í pottinn. Þú getur hannað þinn eigin pott, bara gefa ímyndunaraf linu laus- an tauminn. Þá hafa kanadísku pottarn- ir frá Coast Spa verið seldir á Íslandi í fjölda ára og reynst einstak- lega vel. Þeir eru í hæsta gæðaflokki og hafa hlot- ið margvísleg verðlaun undanfarin ár.“ Laugin ehf býður upp á við- gerðarþjónustu á öllum gerðum potta þar sem fagmenn vinna verk- ið en ekkert er eins leiðinlegt og að geta ekki notað pottinn vegna bilunar. „Þessu höfum við full- an skilning á og bregðumst fljótt við. Einnig eigum við varahlut- ina í f lestum tilfellum sem flýtir afgreiðslu,“ segir Steinar. „Við veitum einn- ig ráðgjöf í notkun og meðferð potta en með því að halda lögn- um og búnaði hreinum lengist líftíma pottanna til muna. Um- hverfisvæna hreinsiefnið frá Aqua Finesse hefur verið notað í heita potta og sundlaugar á Íslandi með góðum árangri. Það sér um að jafnvægisstilla sýrustig, hreinsa burtu allt slí og kemur í veg fyrir þörungamyndun. Þá hafa hreinsi- efnin frá Bayrol reynst mjög vel,“ segir Steinar. Hjá Lauginni er að finna úrval fylgihluta fyrir heita potta svo sem hitamæla, háfa, klórskammtara og ryk- sugur og fleira. „Við hugsum líka um börnin og eigum mikið úrval leikfanga fyrir pottorm- ana til að sulla með í pottinum. Einnig eigum við sundgleraugu kúta og allt sem til þarf.“ Heildarlausnir í heitum pottum Laugin ehf. sérhæfir sig í öllu sem við kemur heitum pottum og sundlaugum. Nýlega yfirtók Laugin pottadeild Poulsen og jókst vöruúrvalið til muna. Þá býður Laugin upp á viðgerðarþjónustu á öllum gerðum potta. Laugin ehf. sérhæfir sig í öllu sem við kemur heitum pottum og sundlaugum. Steinar Þór Þórisson, framkvæmdastjóri Laugarinnar ehf. að Smiðjuvegi 4. MYNDSKREYTTIR POTTAR Nýtískuleg hönnun einkennir pottana frá Portcril. Hægt er að fá pottana í öllum regnbogans litum og einnig myndskreytta eftir eigin óskum. VERÐLAUNAPOTTAR Coast Spa eru kanadískir pottar sem seldir hafa verið á Íslandi í fjölda ára. Pottarnir hafa reynst einstaklega vel en Coast Spa hefur hlotið margvísleg verðlaun undanfarin ár fyrir heita potta og laugar í hæsta gæðaflokki. Coast Spa býður upp á mikið úrval potta. HREINSIEFNI OG VIÐHALD Með því að halda lögnum og búnaði hreinum lengist líftími pottanna til muna. Hjá Lauginni efh. fæst úrval hreinsiefna, meðal annars umhverfisvænt hreinsiefni frá Aqua Finesse. Nýtískuleg hönnun einkennir pottana frá Portcril. Poprtcril fram- leiðir potta í öllum regnbogans litum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.