Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.04.2012, Blaðsíða 30
25. APRÍL 2012 MIÐVIKUDAGUR6 K annoo Ravindran, eða Ravi eins og hann er kallaður, er kanadískur sérfræð- ingur í fjármála- afurðum sem nefnast afleiður og hafa verið nokkuð í deiglunni í kjölfar alþjóðlegu fjármála- krísunnar sem skall á árið 2008. Ravi hefur unnið með afleið- ur í rúma tvo áratugi, bæði við áhættustjórnun hjá fyrirtækjum og fjármálastofnunum auk þess sem hann hefur stjórnað fjárfest- ingarsjóðum með fjárfestingar- stefnu sem byggir á viðskiptum með afleiður. Hann er frumkvöð- ull í notkun ákveðinnar tegund- ar afleiðna sem tryggingafélög víða um heim nota. Þá hefur hann síðustu ár verið gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur kennt kúrsa um afleiður og stærðfræði fjármála. Ravi segir að afleiður hafi í viss- um hópum fengið á sig slæmt orð- spor í kjölfar alþjóðlegu fjármála- krísunnar. Hann segist skilja af hverju en leggur þó áherslu á að orðsporið sé ekki verðskuldað. „Ég held að þetta skýrist af því að það eina sem margir heyra um afleiður er í tengslum við ein- hver vandræði í fjármálakerfinu. Fæstir heyra hins vegar af því hvernig afleiður eru daglega not- aðar til dæmis við áhættustjórnun af gríðarlegum fjölda aðila. Þessu má kannski líkja við flugferðir. Það er skrifað um hvert einasta flugslys en það er aldrei skrif- að um flugin sem ganga fullkom- lega þótt þau séu margfalt fleiri,“ segir Ravi og bætir við: „Það er vissulega til dæmi um að afleið- ur hafi komið að vandamálum, til dæmis í tengslum við húsnæðis- bóluna í Bandaríkjunum um miðj- an síðasta áratug. Ég myndi þó fremur kenna um þáttum á borð við græðgi og skökkum hvötum í fjármálakerfinu.“ AFLEIÐUR OFT GAGNLEGAR Nokkur fjöldi íslenskra fyrir- tækja notar afleiður í sinni starf- semi, þeirra á meðal Landsvirkj- un og Orkuveita Reykjavíkur en í raforkusölusamningum fyrir- tækjanna sveiflast umsamið raf- orkuverð eftir álverði. Aðspurð- ur um skynsemi slíkrar tengingar svarar Ravi: „Afleiður sem þess- ar geta klárlega verið gagnlegar. Spurningin sem fyrirtækin standa frammi fyrir er sú hvað álfram- leiðandinn eigi að greiða fyrir rafmagnið. Ættu þeir að greiða fasta peningaupphæð eða ættu þeir greiða í tonnum af áli. Síð- ari valkosturinn hefur það fram yfir þann fyrri að þá eru hags- munir beggja aðila nákvæmlega þeir sömu sem er yfirleitt skyn- samlegt í viðskiptum sem þess- um. En auðvitað ætti orkufram- leiðandinn að fá smávegis álag á raforkusöluverðið fyrir að taka á sig þá aukna áhættu sem felst í því að raunverð rafmagnsins sveiflist.“ Ravi segir notkun afleiðna mjög oft snúast um varnir gagnvart áhættu. Bóndi sem hafi greitt hátt verð fyrir aðföng sín og óttast að afurðaverð verði lægra þegar upp- skeran loks verður til geti þannig keypt afleiður sem vernda hann fyrir áhættunni en fyrir það þarf hann vitaskuld að greiða verð. Þá segir hann áhættustjórnun vera hluta af daglegu lífi hvers og eins þótt fólk leiði sjaldan hugann að því. „Í hvert sinn sem einhver lofar einhverju stendur sá í raun frammi fyrir áhættustjórnunar- vandamáli. Þarf sá að standa við loforðið og hvernig gerir hann það með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjálfan sig. Þetta er áhættu- stjórnun og í rekstri fyrirtækja geta afleiður auðveldað verkefnið verulega.“ Ravi segir þó ekki þar með sagt að allir ættu að nota afleiður. „Fólk þarf í fyrsta lagi að skilja hvað um er að ræða og til þess þarf oft menntun, sérstaklega í tilfelli flóknari áhættustjórnun- arvandamála. Þá fylgir áhættu- stjórnun með afleiðum kostnaður sem getur verið meiri en ábatinn fyrir minni aðila ef vel á að vera,“ segir Ravi en leggur þó áherslu á að allir geti tileinkað sér vissan hugsunarhátt sem komi að gagni við áhættustjórnun. „Margir og það sama gildir meira að segja um sum fyrirtæki, eru alltof latir við að velta fyrir sér hvað gerist ef hlutir fara úr- skeiðis. Þegar fólk til dæmis lánar bílinn sinn huga fæstir að því hvernig þeir myndu bregðast við ef sá sem fær hann að láni myndi svo lenda í árekstri,“ segir Ravi og heldur áfram: „Ég þess vegna mæli alltaf með því að til dæmis þegar fólk er að kaupa eitthvað þá fær það einungis að heyra kostina frá sölumanninum eða þeim sem fólk talar við. Við þær kringum- stæður mæli ég með að fólk biðji um að fá að heyra eða velti sjálft fyrir sér hverjir gallarnir eru.“ RÉTTIR HVATAR LYKILATRIÐI Eins og áður sagði hefur Ravi byggt upp fjárfestingarsjóð sem leggur áherslu á afleiðuviðskipti en fjárfestir auk þess í nýsköp- unarfyrirtækjum og fasteignum. Ravi er gagnrýninn á viðskipta- líkan flestra fjárfestingasjóða. Þá segir hann bónus-menninguna í fjármálakerfinu þannig upp byggða að miðlarar séu verðlaun- aðir fyrir að taka heimskulega áhættu og ekki refsað fyrir mis- tök sem kosti aðra mikla peninga. „Hugmyndin að mínum fjár- festingarsjóði kviknaði í kjölfar vangaveltna minna um viðskipta- líkan vogunarsjóða. Slíkir sjóðir rukka sjóðsfélaga sína vanalega um fast umsýslugjald en taka auk þess fimmtung af hagnaði sjóðs- ins. Ég hef aftur á móti sterka sannfæringu fyrir því að sjóðir eigi ekki að rukka viðskiptavini sína séu þeir ekki að ná neinum árangri í sínum fjárfestingum. Í mínum sjóði rukka ég því engin umsýslugjöld heldur tek einungis hluta af hagnaði ef einhver verð- ur, segir Ravi og heldur áfram: „Ég tel enn fremur mjög mikil- vægt að hagsmunir sjóðsins og sjóðsfélaganna séu nákvæmlega hinir sömu. Það er því miður of algengt að sjóðsstjórar og miðl- arar fari óvarlega með peninga í sinni umsýslu einfaldlega vegna þess að þetta eru ekki þeirra peningar. Í mínum sjóði sé ég þess vegna til þess að helmingur þeirra peninga sem eru í sjóðn- um á hverjum tíma séu mínir eigin peningar.“ Ravi byrjaði með fjárfesting- arsjóðinn árið 2010 og hefur að eigin sögn náð mjög góðri ávöxt- un fyrir sjóðsfélaga sína frá þeim tíma. Aldrei hafi þó geng- ið jafn vel og á þessu ári þegar hann segir að eignir sjóðsins hafi þrefaldast úr 5 milljónum Banda- ríkjadala í 15 á fyrstu mánuð- um ársins. Því hafi hann tekið því rólega í fjárfestingum upp á síðkastið þar sem markmiðum ársins hafi verið náð og vel það. Að lokum segist Ravi stunda fjárfestingar af þeirri ein- földu ástæðu að sér finnist það skemmtilegt. Hann ítrekar þó að sér finnist víða pottur brotinn í fjármálakerfinu og telur þörf á snjallar regluverki utan um það. „Það regluverk á þó fremur að snúast um að hafa hvata starfs- fólks í geiranum rétta en að reisa alls konar veggi og nota boð og bönn,“ segir Ravi. Afleiður gagnlegar við áhættuvarnir Kannoo Ravindran, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, er þekktur sérfræðingur í afleiðum. Hann segir óheppilegt að þessi fjármála- afurð hafi á síðustu árum fengið á sig slæmt orðspor þar sem um gagnlegt verkfæri sé að ræða. Ravindran er þó að ýmsu leyti gagnrýninn á uppbyggingu fjármálakerfisins en hann rekur eigin fjárfestingarsjóð þar sem sjóðsfélagar eru einungis rukkaðir gangi vel að ávaxta sjóðinn. KANNOO RAVINDRAN Ravi hefur unnið með afleiður í tvo áratugi. Hann hefur unnið fyrir fjármála- og tryggingafyrirtæki en auk þess stundað fjárfestingar. Þá hefur hann verið gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík um árabil og mun bráðlega gefa út alþjóðlega kennslubók um afleiður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ ERU AFLEIÐUR? Afleiður (eða derivatives) í við- skiptum eru fjármálafurðir hvers verðmæti byggir á verðþróun annarrar eignar eða eigna. Nafnið vísar til þess að verðmæti þeirra leiðir af verðþróun þessara undir- liggjandi eigna. Alþjóðlega viðurkennt MBA-nám í hjarta Reykjavíkur Bókaðu fund með verkefnastjóra; mba@ru.is www.hr.is/mba Magnús Geir Þórðarson „ Gengið verður frá sölu á Actavis til bandaríska samheitalyfja- fyrirtækisins Watson í dag eða á morgun ef marka má frétt Fin- ancial Times um málið frá því í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins verður kaupverðið um 4,5 milljarðar evra, jafngildi 750 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að megnið og jafnvel allt kaupverðið renni til Deutsche Bank sem fjár- magnaði að langstærstum hluta yfirtöku félaga sem tengdust Björgólfi Thor Björgólfssyni á Actavis árið 2007. Í frétt Bloomberg um viðskipt- in frá því á mánudag kemur fram að vænt kaupverð sé lægra en sem nemur virði skuldarinnar hjá Deutsche Bank. Muni bank- inn í kjölfar viðskiptanna af- skrifa 300 til 400 milljónir evra úr bókhaldi sínu en hann hefur þegar þurft að afskrifa skuldina um 500 milljónir evra á síðustu misserum. Ragnhildur Sverrisdóttir, upp- lýsingafulltrúi Björgólfs Thors, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Deutsche Bank mun kynna afkomu bankans á fyrsta árs- fjórðungi 2012 á morgun og er þess vænst að tilkynnt verði um söluna á Actavis áður en ársfjórðungsuppgjörið birtist. Sameinað fyrirtæki Actavis og Watson verður einn stærsti fram- leiðandi samheitalyfja í heimin- um en Actavis er með umfangs- mikla starfsemi í Hafnarfirði þótt höfuðstöðvar fyrirtækisins hafi verið færðar til Sviss. Vænt kaupverð lægra en skuld við Deutsche Bank: Búist við sölu Actavis í dag eða á morgun ACTAVIS Sameinað fyrirtæki Actavis og Watson verður einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.