Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 25.04.2012, Síða 34
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR18 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. bauti, 6. kusk, 8. mjöl, 9. bókstafur, 11. aðgæta, 12. orðtak, 14. urga, 16. pípa, 17. bókstafur, 18. fát, 20. tveir eins, 21. handa. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. kringum, 4. gróðra- hyggja, 5. hamfletta, 7. ljótur, 10. viðmót, 13. gerast, 15. sál, 16. þjálfa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mél, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. fum, 20. dd, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. andi, 16. æfa, 19. mm. Og blaðsíðurnar verða svartar! Hann slekkur á sólinni! Þetta er snilld! Það er líka hægt að rugla því saman við leti! Nei, nei! Halló! Þetta er frábært lag! Það eru reynd- ar öll lögin með þessum gaurum góð. Hvað heitir hljómsveitin? Hérna. Þú mátt hlusta á alla plötuna. Hvað ertu að gera á gólfinu? Átta mig á því að ég kann að meta hljóm- sveit sem heitir Hor Satans. JÁRNKARLINN Þríþraut Diddi misskildi hvað þríþrautin snérist um. Ætlum við að borða eitthvað sem mér finnst gott? Ég er að gera salat, kjúkling og grænar baunir. Þú svarar alltaf spurningum um eftirrétt með lýsingu á aðalrétti. Svona eru bara mömmur. G-streng Gulli nýtur nýpressa ða hindberjasafan s í sólinni... Hvað er þetta? Þá, allt í einu... Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. ÉG hefði mjög gaman af því að mín börn ælust upp við konur í öllum æðstu stöðum þjóðfélagsins. Að þau ælust upp við að ekkert væri sjálfsagðara en kona stjórn- aði landinu, konur stjórnuðu ýmiss konar fyrirtækjum og bönkum, háskólum og flugvél- um og sjúkrahúsum og kirkjum. Það væri hreint ekki neitt til- tökumál og alls ekki tilefni til umræðu af nokkru tagi, pistlaskrifa, reiðilestra eða skít- kasts á netinu. Svona væri þetta bara. SJÁLF ólst ég upp við konu við æðstu völd og leit mikið upp til henn- ar. Fannst svo frábært að við ættum fyrsta lýð- ræðislega kosna kven- þjóðhöfðingjann í heiminum. Mér fannst þetta svo merkilegt, af því að þetta var mjög merkilegt. Heil þjóð hafði sjálf- viljug kosið sér konu til forseta, árið 1980! Ég leit upp til Vigdísar vegna þess að hún er kona og vegna þess að að öllu öðru leyti ólst ég upp við karla við stjórnvölinn, í fyrirtækjum og bönkum, háskólum og flugvélum og sjúkrahúsum og kirkjum. Það var normið, hitt var frá- vik. ÞETTA er samt öfugsnúið. Ég veit fullvel að konur geta allt og hef alltaf vitað. Ég freistast meira að segja stundum til að segja að þær geti allt betur en karlar! En það er bara þegar þannig liggur á mér. Auðvitað á kynferðið ekki að vera neitt tiltökumál sama hvaða starfi viðkomandi sinnir. Það er það þó einhverra hluta vegna og ég mun aldrei skilja af hverju. Hvernig í ósköpunum það æxlaðist svo að karlar eru ráðandi kynið í heiminum – bara skil það ekki! ÉG vil ekki að dóttir mín kjósi konur í embætti bara af því að þær eru konur eða að sonur minn kjósi aldrei konur, bara af því að þær eru konur. En til þess að það verði þarf það einhvern veginn að verða „ekkert merkilegt“ að kona sinni lykilhlutverki. Öll störf verða að vera „kvennastörf“! Þessi kvennastörf #bestasætið 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Í KVÖLD KL. 18.30 REAL MADRID – BAYERN MUNCHEN HVERJIR KOMAST Í ÚRSLITALEIKINN? Tekst Ronaldo og félögum að leggja þýska stálið?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.