Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 43
MIÐVIKUDAGUR 25. apríl 2012 27
Víb er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is
Fylgstu með fundi VÍB föstudaginn
27. apríl kl. 8.15-10.00 á vib.is.
Manuel Hinds hagfræðingur og fyrrverandi
fjármálaráðherra El Salvador fjallar um
kosti og galla einhliða upptöku gjaldmiðils.
Þórarinn G. Pétursson
Heiðar Guðjónsson
Ingólfur Hreiðar Bender
Nánari upplýsingar í síma 440 4900
Hrafn Árnason
Á vib.is má fylgjast með fundinum í beinni
útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar.
HANDBOLTI Valur tryggði sér auð-
veldlega sæti í úrslitum N1 deild-
ar kvenna þegar liðið gjörsigraði
Stjörnuna 39-23 í þriðja leik lið-
anna. Valur vann einvígið 3-0.
Það var ljóst hvert stefndi strax
á upphafsmínútum leiksins. Valur
skoraði sex fyrstu mörk leiksins
á tíu fyrstu mínútum leiksins og
jók forskotið jafnt og þétt en alls
munaði fjórtán mörkum á liðunum
í hálfleik, 20-6.
Þorgerður Anna Atladóttir fór
mikinn og skoraði níu mörk í fyrri
hálfleik og ellefu mörk alls og
viðurkenndi að mótstaðan í leikn-
um hefði verið í lágmarki.
„Þetta var eiginlega bara létt.
Þjálfarinn þeirra var búinn að
gefa það út að þær ættu ekki
séns og ég verð að segja að það
eru mjög óviðeigandi skilaboð til
þeirra leikmanna. Þær koma með
hálfum huga inn í þennan leik og
þetta kveikti enn frekar í okkur.
Við ætluðum að klára þetta með
stæl eins og við gerðum,“ sagði
Þorgerður Anna. - gmi
Valur mætir Fram í úrslitum:
Sextán marka
sigur Vals
ÞORGERÐUR ANNA Skoraði ellefu mörk
fyrir Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
N1-deild kvenna
UNDANÚRSLIT, 3. LEIKUR
Valur - Stjarnan 39-23 (20-6)
Mörk Vals (skot): Þorgerður Anna Atladóttir 11
(14), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 10/4 (10/4),
Dagný Skúladóttir 3 (3), Þórunn Friðriksdóttir 3
(3), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3/1 (8/1),
Hildur M. Andrésdóttir 2 (2), Aðalheiður Hreins-
dóttir 2 (3), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (3/1),
Rebekka Skúladóttir 1 (2), Ágústa E. Björnsdóttir
1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (4/1),
Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 16/1 (30/2,
53%), Sigríður A. Ólafsdóttir 7/1 (16/2, 44%),
Hraðaupphlaup: 9 (Þórunn 3, Þorgerður 2, Anna
Úrsúla 1, Dagný 1, Hildur 1, Hrafnhildur 1)
Fiskuð víti: 7 (Anna 3, Hildur 1, Aðalheiður 1,
Rebekka 1, Kristín 1)
Utan vallar: 0 mínútur.
Mörk Stjörnunnar (skot): Jóna M. Ragnarsdóttir
10/1 (19/2), Alina Tamasan 3 (5), Sandra Sif
Sigurjónsdóttir 2 (4), Esther Viktoría Ragnarsdótt-
ir 2/1 (4/1), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2 (6/1),
Helena Rut Örvarsdóttir 1 (2), Arna Dýrfjörð 1
(2), Hildur Harðardóttir 1 (5), Rut Steinsen 1 (8),
Brynja Rut Blöndal (1), Þórhildur Gunnarsdóttir
(1), Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir (2),
Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 12/1 (48/6,
25%), Kristín Ósk Sævarsdóttir 2 (5, 40%),
Hraðaupphlaup: 4 (Tamasan 1, Hanna Guðrún
2, Helena Rut 1)
Fiskuð víti: 4 (Sandra 2, Esther 1, Guðrún 1,)
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Valur vann einvígið, 3-0.
Meistaradeild Evrópu
UNDANÚRSLIT, SEINNI LEIKUR
Barcelona - Chelsea 2-2
1-0 Sergio Busquets (34.), 2-0 Andrés Iniesta
(42.), 2-1 Ramires (45.), 2-2 Fernando Torres
(90.).
Chelsea vann samanlagt, 3-2.
Enska úrvalsdeildin
Aston Villa - Bolton 1-2
1-0 Stephen Warnock (60.), 1-1 Martin Petrov,
víti (61.), 1-2 David Ngog (62.). Grétar Rafn
Steinsson spilaði allan leikinn í liði Bolton sem er
í átjánda sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu
sæti. Aston villa er í fjórtánda sæti.
ÚRSLIT