Fréttablaðið - 25.04.2012, Side 46
25. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR30
GOTT Á GRILLIÐ
„Ég er frekar mikill nautakjöts-
maður og fæ mér oft Rib eye
eða Entrecote. Góð steik, bökuð
kartafla og hrásalat er helvíti
góður pakki. Að sjálfsögðu er al-
gjört möst að fá sér gott rauðvín
með.“
Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður.
„Ég þarf ekki að taka mig mjög hátíðlega því ég
held að ég sé meira hugsaður sem skrautfjöður
að þessu sinni,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens, sem sest í dómarasætið á nýjan leik á
úrslitakvöldi Hæfileikakeppni Íslands í maí.
Bubbi er alls ekki ókunnur dómarastarfinu og fór
mikinn, bæði sem dómari í íslensku Idol-keppninni
og í raunveruleikaþættinum Bandinu hans Bubba.
Bubbi kveðst vera aðdáandi sjónvarpsefnis á borð
við þetta, en úrslitakvöldið verður í beinni útsend-
ingu á Skjá einum 4. maí. „Þetta er skemmtilegt
form og svona fjölskylduefni. Það er gaman að því,“
segir Bubbi sem hefur aðeins verið að horfa á und-
anfarna þætti til að búa sig undir hlutverkið. Hann
ætlar að fara mjúkum höndum um keppendur, en
þó vera hreinskilinn eins og honum einum er lagið.
„Það er engin ástæða til að brýna hnífana enda
er þetta úrslitaþátturinn og þessir krakkar búnir
að sýna sig og sanna. Dómarnefndin er líka extra
jákvæð í þessum þætti að mínu mati.“
Þegar Fréttablaðið náði tali af Bubba var hann að
fagna útgáfu plötunnar Þorpið, en hún kom út í gær.
Platan er 27. sólóplata hans, en Bubbi stefnir á halda
útgáfutónleika í júní. „Þetta er lífræn plata, tekin
upp í beinni með öllum hljóðfærum. Hún kallast á
við plöturnar Lífið er ljúft og Sögur af landi en ég
hef ekki gert plötu á borð við þessa í langan tíma,“
segir Bubbi, en ásamt honum á plötunni er sveitin
Sólskuggarnir með Kristjönu Stefánsdóttur.
- áp
Ætlar ekki að brýna hnífana
NÝ PLATA KOMIN ÚT Bubbi Morthens er gestadómari á
úrslitakvöldi Hæfileikakeppni Íslands en hann gaf út sína 27.
sólóplötu í gær, Þorpið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hljómsveitin Sigur Rós er með
aðra plötu í undirbúningi sem
mun fylgja eftir Valtara sem
kemur út 28. maí.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er þessi óvænta plata
þegar tilbúin og lítur hún dags-
ins ljós á næsta ári. Hún mun
vera gjörólík hinni rólegu og inn-
hverfu Valtara. Svo virðist því
sem tíminn sem hefur liðið síðan
Með suð í eyrunum við spilum
endalaust kom út 2008 hafi haft
sérlega góð áhrif á sköpunargáfu
Sigur Rósar.
Hljómsveitin er þessa dagana
stödd í Bretlandi þar sem hún
kynnir Valtara fyrir þarlendum
fjölmiðlum. Sveitin spilar á fjölda
tónlistarhátíða víða um heim í
sumar. Þar fyrir utan spilar hún
á níu tónleikum ein á báti og er
uppselt á alla nema eina.
Sigur Rós byrjar tónleikaferða-
lag sitt í Fíladelfíu í Bandaríkj-
unum 30. júlí. Eftir tveggja vikna
spilamennsku vestanhafs er för-
inni heitið á japönsku hátíðina
Summer Sonic. Að henni lokinni
tekur við ferðalag um Evrópu.
Ekkert hefur verið ákveðið um
tónleika hér landi. - fb
Sigur Rós tilbúin með aðra plötu
SIGUR RÓS Hljómsveitin er, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, þegar tilbúin
með aðra plötu.
mini
Ny
r og
skemm
tilegu
r
va
lkostu
r
*Pantanir þurfa að berast
fyrir 15:00 daginn áður
Nú bjóðum við okkar frábæru pítur sem smárétti fyrir
öll stór og smá tilefni. Mini píturnar eru afgreiddar á
hentugum bökkum í þremur útfærslum*
Klassík: Buff, kjúklingabringa,
grænmeti, lamb og beikon
Exótík: Sjávarréttir, lax,
kalkún-beikon og kebab
Mix: Roastbeef, buff,
skinka og kjúklingalundir
Skipholti 50 C
Pöntunarsími: 562 9090
www.pitan.is
2.990.-
12 mini pítur
klassí
k
mix
exótí
k
26 apríl 2012 – kl 20:00
Radisson Blu Saga Hotel v/Hagatorg, 107 Reykjavík
Erindið verður flutt á ensku.
Aðgangseyrir 500 kr. Skipuleggjandi: Christof.Leuze@leuze.de
Andlát og handanheimar -
Hvers vegna sálin á sér framhaldslíf
Ný vitneskja: Foredrag: Christof Leuze
„Það er fullur vilji í okkar herbúð-
um að setja Dans Dans Dans aftur
í loftið með haustinu,“ segir Sigrún
Stefánsdóttir, dagskrástjóri Ríkis-
sjónvarpsins, sem er þessa dag-
ana að ganga frá samningum við
framleiðslufyrirtækið Saga Film
um aðra seríu af raunveruleika-
þættinum Dans Dans Dans.
Að þessu sinni segir Sigrún að
stefnan sé tekin á að gera fleiri
þætti en síðast og leyfa áhorfend-
um að kynnast keppendum betur.
Hún á von á því að Ragnhildur
Steinunn Jónsdóttir verði kynnir
á nýjan leik. „Hún stóð sig mjög
vel í þáttunum og svo er mik-
ill áhugi okkar megin á að hafa
sömu dómara og síðast,“ segir Sig-
rún en auk Katrínar skipuðu þau
Gunnar Helgason og Karen Björk
Björgvinsdóttir dómnefnd þáttana.
Áhorfendur tóku dansþáttunum
vel síðastliðið haust og óhætt er að
segja að ákveðið dansæði hafi grip-
ið þjóðina. Forsvarsmenn þeirra
dansskóla sem Fréttablaðið hafði
samband við voru sammála um
að áhuginn á dansíþróttinni hafi
aukist til muna í kjölfar þáttanna.
Einkum virðast strákarnir vera að
taka við sér og sækja þeir þá helst
í breikdansinn.
Katrín Hall, listrænn stjórnandi
Íslenska dansflokksins og einn af
dómurum þáttana, tekur undir það.
„Þættirnir eru gríðarleg lyftistöng
fyrir danssamfélagið í heild sinni
og það má segja að þeir hafi svipt
hulunni af því listformi sem dans-
inn er og hvað við eigum mikið af
flottum dönsurum,“ segir Katrín
og bætir við að hún skynji aukinn
áhuga á dansi í kjölfar þáttanna.
„Við eigum líklega eftir að sjá þessi
markvissu áhrif þegar til lengri
tíma er litið en það er mín tilfinn-
ing að fleiri áhorfendur fari nú á
sýningar dansflokksins.“
Sigrún á von á því að þættirnir
fari í loftið í september og hefjast
þá áheyrendaprufur nokkru fyrir
þann tíma. Katrín Hall á von á því
að mikil fjölgun verði á umsækj-
endum í ár. „Núna er búið að prófa
þetta einu sinni og ég trúi ekki
öðru en að margir bíði spenntir
eftir að taka þátt og að áhuginn fari
vaxandi með árunum.“
Sigurvegari síðasta þáttar var
Berglind Ýr Karlsdóttir en dans-
hópurinn Area of Stylez lenti í öðru
sæti. alfrun@frettabladid.is
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR: DANS DANS DANS AFTUR Í LOFTIÐ Í HAUST
Dansæðið heldur áfram
DANSINN Í FORGRUNNI Katrín Hall segir þættina Dans Dans Dans hafa haft mjög jákvæð áhrif á dansíþróttina í heild sinni en
verið er að undirbúa aðra þáttaröð af dansþættinum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Núna er búið að
prófa þetta einu sinni
og ég trúi ekki öðru en að
margir bíði spenntir eftir að
taka þátt og að áhuginn fari
vaxandi með árunum.