Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is 18. júní 2012 141. tölublað 12. árgangur FASTEIGNIR.IS18. JÚNÍ 201224. TBL. Heimili, fasteignasala kynnir: Einbýlishús á einni hæð í Garðabæ ásamt bílskúr, samtals 164,4 fm. Húsið var byggt árið 1964. Góð aðkoma er að húsinu og fallegur garður. Þ egar inn í húsið er komið tekur við flísalögð forstofa. Þrjú svefnherbergi og eitt herbergi inn af bílskúrnum en gengið er inn í það úr garðinum. Góðir fataskápar á heilum vegg í hjónaherbergi. Mikið skápapláss er á herbergjagangi. Gestasalerni er flísalagt. Baðherbergið er flísalagt að hluta og panelklætt loft og veggir. Baðkar og sturtuklefi, gluggi og innrétting. Fín eldhúsinnrétting og granít í borðplötum. AEG-ofn og Gaggenau-helluborð. Opið er inn í stofu og borðstofu. Þaðan er útgengt út í stóran, falleg-an garð í góðri rækt. Geymsluskúr á lóðinni. Þvottahúsið er með innréttingu og hillum. Flísar á gólfi og útgengt út í garð á vesturhlið. Bílskúr með hita og rafmagni, hurðaropnari. Í heildina fínt hús sem býður upp á mikla möguleika. Ekkert áhvíl- andi. Góð aðkoma. Stór og mikill garður í suður. Stutt í margvíslega þjónustu. Pípulagnir (heitt og kalt) endurnýjaðar 2009 ásamt því að nýtt parket var lagt á íbúðina. PANTIÐ TÍMA TIL ÞESS AÐ SKOÐA.Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lögg.fasteignasali, gustaf@heimili.is / 530-6507 / 895-7205 Einbýlishús með góðum garði í Garðabæ Einbýlishús ásamt bílskúr við Faxatún í Garðabæ. KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Klapparhlíð 1, íbúð 405 - 270 Mosfellsbær Glæsileg 121,2 m2 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri, með geymslu og bílastæði í bílakjallara við Klapparhlíð 1 í Mosfellsbæ. V. 39,9 m. Sólbakki - 270 Mosfellsbær OPI Ð H ÚS OPI Ð H ÚS ÞRI ÐJU DAG • Nýtt á skrá • Laxatunga 124 - 270 Mosfellsbær *Nýtt á skrá* Mjög fallegt 118,1 m2 endarað- hús á einni hæð með möguleika á bílskýli við Laxatungu 124 í Mosfellsbæ. Húsið skiptist í forstofu, stóra stofu/borðstofu, glæsilegt eldhús, flísalagt baðherbergi m/sturtu, tvö svefnherbergi og þvottahús/geymslu. Falleg timburverönd og þökulögð lóð. V. 31,9 m. Vel staðsett íbúð í Árbænum með verslanir, skóla og þjónustu á næsta leiti. 59 fm Áhvílandi 15,7 m Verð 16,5 m Elín ViðarsdóttirLögg. fasteignasali Auður Kristinsd.Sölufulltrúi audur@fasteignasalan.is OPI Ð H ÚS Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá! Hraunbær 174, 2. hæð, 2ja herb. - Auðveld kaup. Opið hús þriðjudaginn 19. júní kl. 18:00 - 18:30. ÞAÐ ERU ENGINN HÖFT Á VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson sölufulltrúi og lögg. leigumiðlari Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Anna Svala Árnadóttir sölufulltrúi Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Finndu okkur á Facebook Saltbjörgu er ætlað að hanga við hlið þér við matseldina og er salt-inu stráð yfir matinn af snærinu. Saltbjörg er einnig sérstök gjöf, hún er tákn og fjandafæla sem heldur því jákvæða inni og því neikvæða úti. Ég hef fengið góð viðbrögð og ætla að þróa verkefnið frek “ trúnni segir einnig að salt hafi áður fyrr verið tákn vináttunnar,“ útskýrir Edda. „Ferlið við að rækta saltið upp á snærið tók langan tíma eða allt upp í átta vikur. Þetta hæga ferli finns mér mikilvægt fyrir merkingu vörunnar,“ segir Edda.Aðspurð um framtíð áf SALT Í GRAUTINNGÓÐ INNFLUTNINGSGJÖF Edda Katrín Ragnarsdóttir vöruhönnuður ræktaði saltkristalla á snæri í lokaverkefni sínu út frá gamalli hjátrú. HJÁTRÚARFULL Edda Katrín Ragnarsdóttir vöruhönnuður vann út frá gamalli hjátrú í loka- verkefni sínu við LHÍ. MYND/ANTON KVENNAMESSA Í LAUGARDALÁ morgun, kvenréttindadaginn, verður Kvennakirkjan með guðsþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal kl. 20 í sam-starfi við Kvenréttindafélag Íslan og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup, predikar. Hópur kvenpresta mun taka þátt í messunni og fagna þannig kjöri fyrsta kvenbiskups yfir Íslandi. Býr til fjandafælu Edda Katrín Ragnarsdóttir ræktaði saltkristalla á snæri. Saltbjörg nefnist snærið og er fjandafæla samkvæmt gamalli hjátrú. fólk Nýjung! D-VÍTAMÍNBÆTT LÉTTMJÓLK TÆKNI Íslenskt hátæknifyrirtæki, Mint Solutions, hefur þróað lyfja- skanna sem gjörbyltir öryggismál- um vegna lyfjagjafar á sjúkrahús- um. Skönnun lyfjanna fer fram á stofu sjúklingsins rétt áður en honum eru gefin lyfin. Hjúkrun- arfræðingar geta því komið í veg fyrir nær öll þau mistök sem orðið geta við skömmtun, pökkun og lyfjagjöf, að því er Gauti Þór Reyn- isson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og einn stofnenda þess, greinir frá. „Þetta er í raun tæki sem vinnur með hjúkrunarfræðingunum. Það ber kennsl á lyf og hjálpar þannig til við að greiða úr þeim flækjum sem upp geta komið.“ Að sögn Gauta hefur í raun ekki verið til nein handhæg lausn við vandamálum sem geta komið upp við lyfjagjöf. „Í niðurstöðum rann- sóknar sem birtar voru fyrir um mánuði í Hollandi er greint frá því að árlega deyja 1.200 manns þar í landi vegna lyfjamistaka. Þetta er alþekkt vandamál í heilbrigðis- geiranum en erfitt hefur verið að vinna bug á því hingað til.“ Gauti getur þess að helsti val- kosturinn fram að þessu hafi verið kostnaðarsöm og flókin strika- merkjakerfi. „Sjúkrahúsin auka ekki bara öryggið, heldur spara þau sér mikla vinnu og fjármagn með því að nota lyfjaskannann.“ Lyfjaskanninn, sem nefndur er MedEye, nýtir tölvusjón og háþróaða greiningartækni. Hann hefur verið prófaður á þremur sjúkrahúsum í Hollandi undan- farna mánuði. Stjórnendur þeirra hafa nú ákveðið að kaupa slíka skanna og gert er ráð fyrir að tækin verði komin í fulla notk- un þar fyrir jól, að því er Gauti greinir frá. Nýlega var gerður samningur við norskt hugbúnaðarfyrirtæki um dreifingu á tækninni í Noregi, sem gerir rúmlega 70 prósentum allra norskra sjúkrahúsa kleift að nýta sér lausnina. Mint Solutions á í viðræðum við hugbúnaðarframleiðendur sem þjónusta nær 75 prósent af hol- lenska markaðnum, um helming sjúkrahúsa í Finnlandi og rúm- lega 40 prósent allra sjúkrahúsa í Danmörku. Viðræður við íslensk sjúkrahús um kaup á lyfjaskann- anum eru að hefjast. Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi en fyrstu tækin voru fram- leidd í Hollandi. „Við höfum hins vegar samstarfsaðila á Íslandi þegar kemur að stærri pöntunum,“ tekur Gauti fram. - ibs Ný tækni eykur lyfjaöryggi Íslenskt fyrirtæki hefur þróað lyfjaskanna sem ber kennsl á lyf. Getur komið í veg fyrir nær öll mistök sem við skömmtun, pökkun og lyfjagjöf. Mikill áhugi er á skannanum erlendis. Framleiðslan verður á Íslandi. STÖKU SKÚRIR Í dag verða norðvestan 3-8 m/s eða hafgola. Skýjað með köflum en víða hætt við síðdegisskúrum. Hiti 6-16 stig. VEÐUR 4 12 13 12 10 11 Barbí keyrir Barbí-bíl Ingibjörg er kölluð Barbí og er með nafnið flúrað á sig og bílnúmer í stíl. popp 26 KVIKMYNDIR Til stóð að leikar- inn Tom Cruise mætti í partí sem var haldið á Kex Hosteli á laug- ardagskvöld fyrir tökulið kvikmyndar- innar Oblivion. Cruise mætti ekki, en töku- liðið djammaði engu að síður fram á rauða- nótt án hans. Um 250 manns mættu í partíið og var staðurinn lok- aður almenningi á meðan. Mikil öryggisgæsla var við húsið og mátti sjá vígalega öryggisverði spóka sig á Skúlagötunni. Í gær hélt tökuliðið í Mývatns- sveit, en tökur á kvikmyndinni hefjast í vikunni. Auk þess að leika í myndinni er Cruise meðal framleiðenda hennar. - afb / sjá síðu 26 Tökuliðið skemmti sér vel: Enginn Cruise í Oblivion-teiti TOM CRUISE HÁTÍÐARHÖLD Hnökrar urðu á hátíðadagskránni á Austurvelli í gærmorgun og hófust dagskrár- liðir mun fyrr en auglýst hafði verið. Er þar um að kenna að guðsþjónustu í Dómkirkjunni lauk fyrr en áætlað var. Eva Einarsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar í Reykjavík, segist vera virkilega leið yfir uppákom- unni. „Ég komst sjálf ekki til sætis,“ segir hún en dagskráin hélt áfram á undan áætlun svo margir misstu hreinlega af viðburðunum. Þá tókst ekki að samstilla sjónvarpsútsendingu frá athöfninni á vellinum eins og venja er. „Það er forsætisráðuneytið í samstarfi við borg- ina sem sér um athöfnina og þannig hefur það verið undanfarin ár,“ segir Eva og ætlar að kanna hvað olli þessum hnökrum á dagskránni. Að lokinni dagskrá á Austurvelli lagði skrúð- gangan upp í kirkjugarðinn við Suðurgötu of snemma af stað. Þar var lagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðsonar forseta. Margir misstu af athöfn- inni þar. „Fyrir mörgum er athöfnin í garðinum eitt það hátíðlegasta á þjóðhátíðardaginn,“ bendir Eva á og bætir við: „Athöfnin verður undir gjör- gæslu á næsta ári.“ - bþh / sjá síðu 8 Messu í Dómkirkjunni lauk fyrr en áætlað var og riðlaði dagskrá á Austurvelli: Margir misstu af hátíðadagskrá ÖTTU KAPPI Þessir ungu kappar eiga sér eflaust þann draum að spila á Evrópumeistaramóti í knattspyrnu í framtíðinni. Þeir gáfu að minnsta kosti ekkert eftir í fótboltavirkinu í Hljómskálagarðinum í gær. Ungviðið skemmti sér best allra í hátíðahöldum gærdagsins, enda nóg við að vera. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þetta er alþekkt vandamál í heilbrigðis- geiranum. GAUTI ÞÓR REYNISSON FRAMKVÆMDASTJÓRI MINT SOLUTIONS Á leiðinni í flug „Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. í dag 13 Full bjartsýni Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir gerir sér enn vonir um Ólympíusæti. sport 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.