Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 46
18. júní 2012 MÁNUDAGUR26
GOTT Á GRILLIÐ
„Ég hef alltaf verið kennd við
Barbí,“ segir hin tvítuga Ingibjörg
Austmann Þorbjörnsdóttir.
Ingibjörg ekur um á eldrauðum
Volkswagen Golf með einkanúm-
erinu Barbí. Hún fékk sér þetta
eftirtektarverða bílnúmer í fyrra-
sumar og hefur vakið nokkra
athygli í umferðinni. „Fólk starir
mikið á mig þegar ég er að keyra.
Það fyndnasta sem ég hef lent í
er samt þegar ég kom að litlum
stelpum sem voru að reyna að taka
númeraplötuna af bílnum,“ segir
hún.
Hún hefur verið kölluð Barbí
allt sitt líf og vinir hennar nota
nafnið í daglegu tali. „Ég hét lengi
Barbí í símanum hjá kærastanum
mínum,“ bendir hún á og bætir við
að nafngiftin sé ekki skrítin þar
sem hún sé ljóshærð og hafi leikið
sér með Barbie-dúkkur til þrettán
ára aldurs. Hún lætur bílnúmerið
þó ekki nægja heldur ber húðflúr
með sömu áletrun á fætinum.
Fyrir utan það að keyra Barbí-
bílinn er Ingibjörg nemi í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla auk
þess sem hún æfir módelfitness
af kappi. Á dögunum lenti hún í
þriðja sæti í alþjóðlegu keppn-
inni WBFF Icelandic Champion-
ship sem haldin var í Háskólabíói.
„Ég keppi aftur í nóvember og
er byrjuð að æfa mig á fullu fyrir
það,“ segir Ingibjörg eða Barbí,
eins og hún er oftast nefnd, sem
stefnir á að ná betri árangri á
næsta móti. hallfridur@frettabladid.is
INGIBJÖRG AUSTMANN: STELPUR REYNDU AÐ STELA NÚMERAPLÖTUNNI
Alltaf verið kölluð Barbí
BARBÍBÍLLINN Ingibjörg segir eftirminnilegt þegar ungar stúlkur reyndu að stela Barbí-númerinu af bílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HÚÐFLÚR Það má með sanni segja að
Ingibjörg sé Barbí frá toppi til táar.
ht.is
EM TILBOÐ
PHILIPS LED SJÓNVÖRP
3D BLU-RAY SPILARI
FYLGIR TÆKJUNUM
Philips 40PFL5507T
FÆST EINNIG Í 46"
Philips 46PFL5507T 299.995
VERÐ
FRÁBÆRT VERÐ
249.995
„Ég hef aldrei lent í öðru eins, en ég er nú gamall sjó-
maður svo ég er öllu vanur,“ segir leikarinn Damon
Younger, sem er búinn að taka þátt í gerð þriggja
stuttmynda á síðustu vikunni og fjórum á síðustu
þremur vikum.
Að meðaltali hefur Damon leikið í tveimur stutt-
myndum á ári undan farin ár og gróflega áætlað telur
hann þær vera tuttugu til þrjátíu í það heila. „Þetta er
algjör undantekning núna en mér finnst þetta alveg
ótrúlega skemmtilegt og verð ævinlega glaður þegar
fólk hugsar til mín og biður mig um að vera með,“
segir hann. Hlutverkin sem hann leikur í myndun-
um fjórum eru öll mjög ólík en Damon segist ganga
ágætlega að svissa á milli karaktera. „Það getur
alveg verið erfitt að vera til dæmis í næturtöku og
sofa í þrjá tíma áður en maður mætir aftur í vinn-
una sem einhver allt annar karakter. Þetta er samt
bara það sem ég geri, þetta er vinnan mín,“ segir
Damon. Sjaldnast er leikurum greitt fyrir leik sinn í
stuttmyndum en Damon segir það ekki koma að sök.
„Þetta er fín æfing, maður fær að vera á setti, drekka
vont kaffi og borða Ballerina-kexkökur. Ég vil vanda
mig í öllu sem ég geri og vinn ötullega að því að gera
sjálfan mig að betri einstaklingi og leikara, svo þetta
er frábært tækifæri til þess.“ Uppáhaldsstuttmynd-
in sem hann hefur leikið í hingað til segir hann vera
myndina Heart to heart eftir Veru Sölvadóttur, sem
hægt er að nálgast ókeypis á síðunni icelandiccinema.
com.
Leikarinn vinsæli segist nú ætla að hvíla sig á
stuttmyndum um sinn og leyfa fleirum að komast
að. „Nú ætla ég bara að vera blankur og njóta lífs-
ins, hjálpa mömmu og pabba, reyna að vera duglegur
og sjá hvað gerist næst,“ segir Damon hress í bragði
og augljóslega spenntur fyrir að sjá hvert lífið leiðir
hann næst. - trs
Stuttmyndakóngur vikunnar
BRJÁLUÐ VIKA Stórleikarinn Damon Younger lék í þrem stutt-
myndum í síðustu viku en hann hefur leikið í á milli 20 og 30
stuttmyndum á ferlinum.
„Mér finnst best að setja
lambafilet á grillið, hægsteikja
niður fituna þangað til hún
verður þunn skorpa. Með því
steiki ég sætar kartöflur með
rósmaríni og hvítlauk og ber
fram með ruccola-salati með
fetaosti og vínberjum.“
Haukur M. Hrafnsson kvikmyndagerðar-
maður og leikstjóranemi.
Framleiðslufyrirtækið True North
hélt partí fyrir tökulið kvikmynd-
arinnar Oblivion á Kex Hosteli á
laugardagskvöld. Til stóð að Tom
Cruise mætti í partíið, en allt kom
fyrir ekki en spenntir gestirnir
skemmtu sér þó konunglega án
stórstjörnunnar.
Um 250 manns mættu í partíið
og var staðurinn lokaður almenn-
ingi á meðan. Mikil öryggisgæsla
var við húsið og mátti sjá vígalega
öryggisverði spóka sig á Skúlagöt-
unni.
Þótt Tom Cruise hafi ekki mætt
í partíið sat hann ekki aðgerðalaus
í höfuðborginni. Fyrr um daginn
sást til hans ásamt eiginkonunni,
leikkonunni Katie Holmes, á rölt-
inu í Þingholtunum. Þá snæddu þau
kvöldverð á veitingastaðnum Sushi
Samba á laugardagskvöld, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Í gær hélt tökulið Oblivion í
Mývatnssveit, en tökur á mynd-
inni hefjast í vikunni. Síðar í mán-
uðinum verður svo kvikmyndað
við Drekavatn á Jökulheimaleið.
Cruise og Holmes dvöldu á Hil-
ton hóteli Nordica um helgina, en
hann hefur eflaust verið á meðal
fyrstu manna norður í land þar
sem hann er einn af framleiðend-
um Oblivion. - afb
Tom Cruise mætti ekki í eigið partí
SÖDD OG SÆL Tom Cruise og Katie Holmes snæddu kvöldverð á veitingastaðnum
Sushi Samba á laugardagskvöld.