Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 8
18. júní 2012 MÁNUDAGUR8 Fjölmenni sótti hátíðahöld í miðbæ Reykjavíkur í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, í gær. Boðið var upp á leiktæki fyrir börnin í Hljómskálagarðinum og dagskrá var á sviðinu við Arnarhól. Þá var efnt til skrúðgöngu frá Hlemmi niður á Lækjartorg þar sem lúðrasveit lék fastan takt í broddi fylkingar. Hátíðahöld í Reykjavík Í FARARBRODDI Skátar voru í fararbroddi og báru íslenska fánann. Fast á hæla þeirra kom lúðrasveitin og sá til þess að allir gengu í takt. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AUSTURVÖLLUR Bjarni Benediktson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sat með dóttur sína í fanginu er hann hlýddi á ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þeirri stuttu virtist ekki líka neitt afskaplega vel við orð Jóhönnu og hefur örugglega fest augun á litríkum gasblöðrum. HÁTÍÐARSKAPIÐ Þessir drengir voru í sannkölluð hátíðarskapi þegar þeir reyndu leiktækin í Hljómskálagarðinum. Þar mátti finna eitthvað við allra hæfi og njóta blíðunnar í faðmi fjölskyldunnar. HALTU FAST! Þessi litla snót skemmti sér konunglega þegar pabbi hennar ók henni í hjólbörum í Hljóm- skálagarðinum. FÁNINN Á þjóðhátíðardaginn ber mikið á íslenska fánanum. Lög um hann voru sett 17. júní árið 1944 og voru þau önnur lögin sem sett voru, á eftir stjórnarskránni, við stofnun lýðveldisins. 17. JÚNÍ: Þjóðhátíðardagur Íslendinga www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk) *Miðað v ið Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.